Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 43
SVEITARSTJÓRNARMÁL 39 Ákv. til bráðabirgða. Meðan í gildi er ákvæði 3. gr. laga nr. 20 1942, sbr. b- og g-lið 14. gr. sömu laga, skal við ákvörðun útsvarsskyldra tekna draga frá hreinum tekjum þess, sem hlunn- inda nýtur vegna framlags úr nýbyggingarsjóð samkv. 2. efnismálsgr. 3. gr. nefndra laga, þá fjárhæð, sem gjaldþegn hefur lagt i sjóðinn á útsvarsárinu. II. Um einstakar greinar frumvarpsins finnur nefndin ástæðu til að taka fram: Um 1. gr. Hér er bætt við þrem orðaskýringum til að losna við málalengingar í sjálfum lagatextanum. Orðalag einnig glöggvað á stöku stað. Um 2. gr. Á greininni eru gerðar nokkrar breytingar á orðalagi, en efnisbreyting sú ein, að lagt er til, að undirbúningur fjárhagsáætlana fyrir sveitarsjóðina fari fram á sama tima í hreppum og kaupstöðum, en geti þó orðið með nokkuð einfaldari hætti í hinum fyrrtöldu. Um 3. gr. Óbreytt að efni til. Um 4. gr. (áður 6.—7. gr.) Að ótöldum orðalagsbreytingum til skýringar eða til útfyllingar er lagt til að gera þessar breytingar helztar á efni greinarinnar (þ. e. um útsvarsskyldu): 1. Áð fyrirmæli um lágmarksupphæð útsvars og um skemmstan búsetutíma í landinu sem skilyrði fyrir útsvarsskyldu falli niður í þessu sambandi. Fyrra atriðið virðist þarflaust, en af hinu gat leitt, að innfluttir menn til landsins gátu dvalið hér meira en ár, áður en hægt var að leggja á þá útsvar. 2. Að tekið sé upp í lögin um undanþágu fyrir forseta Islands, sem ákveðin er í sérstökum lögum. 3. Að ákvæðunum um undanþágu sendimanna ríkisins, sem utanlands dvelja, sé brevtt þannig, að þau taki til viðkomandi starfsmanna ríkisins í sendisveitun- um, og þó þeirra einna, er laun taka samkvæmt lögum nr. 60 frá 1945 (þ. e. launalögunum). 4. Að undanþága sjóða, stofnana og félaga frá útsvarsskyldu samkvæmt sérstök- um lögum sé afmörkuð við aðaltilgang þeirra og starfsvið. Má það vera aug- ljóst, að löggjafinn hefur ekki ætlazt til, að slík hlunnindi næðu til þess, ef viðkomandi ræki ábatavænlega atvinnu, sem óháð og óskyld væri því starfs- sviði, sem undanþágan miðast við. 5. Að ný og sérstök fyrirmæli séu sett um, hvenær útsvarsskylda félaga, dánarbúa og þeirra manna, er flytjast að og frá landinu, hefst og hvenær hún fellur niður, svo og um ábyrgð á greiðslu slíkra útsvara. Vöntun slíkra ákvæða í útsvarslögin hefur leitt til réttaróvissu undanfarið og alloft valdið ágreiningi. 6. Að undir tilteknum skilyrðum megi leggja útsvörin á gjaldþegn á sama ári og tekna er aflað eða annar álögustofn útsvars kemur fram (þ. e. gjaldársútsvar). Sams konar ákvæði koma fram í lögum nr. 96 frá 1946, um skatt- og útsvars- greiðslu útlendinga, en nefndin telur rétt, að lögin veiti aðstöðu til að beita þess- ari aðferð undir fleiri skilyrðum, eins og fram kemur í öðrum tillögum hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.