Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 10
6 SVEITARSTJÖRNARMÁL stoðar var auk þess ráðinn Gunnlaugur Pálsson arkitekt, er jafnframt vann að uppsetningu og tilhögun sýningardeildar- innar, þegar til Parísar kom. Fór hann utan með gögnin öll, skömmu áður en sýningin hófst. Jónas Guðmundsson, skrifstofustjóri fé- lagsmálaráðuneytisins, var um þessar mundir staddur í erindum ríkisstjórnar- innar erlendis, og var honum falið að mæta á sýningunni ásamt mér. En sem kunnugt er, þá fer félagsmálaráðuneytið með skipu- lagsmál, og afgreiðsla þeirra mæðir að sjálfsögðu jafnan mest á skrifstofustjóra þess ráðuneytis. 1 Parísarborg bar Kristján Albertsson mestan veg og vanda af milligöngu við frönsk yfirvöld og sýningarstjórn, og leysti hann það af hendi með frábærri lipurð, sem hans er háttur. Utanríkisráðuneytið íslenzka greiddi á allan hátt fyrir málinu, svo sem bezt varð á kosið. Áður en lengra er haldið, vil ég mega með nokkrum orðum lýsa efnisvali á sýn- ingarefni og niðurröðun þess. 1 fyrsta lagi var óskað eftir skipulagsuppdráttum. 1 öðru lagi eftir byggingaháttu, húsakosti og húsnæðisþörf þjóðarinnar, verkamanna- bústöðum, fjölbýlishúsum, einkabústöðum, barnaleikvöllum, skólum, skemmtigörðum, íþróttasvæðum, opinberum byggingiun, landbúnaðarbyggingum og iðjuverum. Ennfremur þeim teknisku framkvæmdum, sem ástæða væri til að kynna, og í því sambandi sýndum við m. a. Hitaveitu Reykjavíkur. Eins og ég áðan gat um, er aðstaða okk- ar til öflunar sýningargagna, svo sýningar- hæf megi teljast, afar örðug, ekki sízt með nokkurra vikna fyrirvara. Reynsla sú, er nú hefur fengizt og aðrar þjóðir raunar hafa í þessu efni, er sú, að á hverjum tíma þarf að vera til í landinu sýningarefni, fullkomlega undirbúið og vel unnið, sem nota má og senda með litlum fyrirvara á sambærilegar sýningar, er þátttaka kann að verða ákveðin í. Það má öllum ljóst vera, að í slíkum sýningum er geysimikil landkynning, ef rétt er á haldið, sem af okkar hálfu ann- ars er sízt of mikil, en afar nauðsynleg. 1 þessum sérstöku efnum erum við vel samanburðarhæfir við flestar, ef ekki allar þjóðir, og ég fullyrði, að íslendingar gera jafnvel meiri kröfur til húsakosts en nokk- ui önnur þjóð. Þetta kann að hljóma und- arlega i eyrum, en það er staðreynd, enda verjum vér hlutfallslega meiru fé til bygg- inga en nokkur önnur þjóð. Tel ég þvi hiklaust rétt, að vér vinnum að því smátt og smátt, að koma upp safni þess helzta í byggingaháttum landsmanna og skipu- lagsmálum, er sýnt gæti menningarþroska þjóðarinnar og tæknilegar framkvæmdir, sem á hverjum tíma séu tiltækilegar, á- samt skýrslum og upplýsingum, fyrir al- þjóðasýningar. En slíkra sýninga má nú vænta annað og þriðja hvert ár framvegis, og þótt vér eigi séum stöðugir þátttakend- ur á þeim vettvangi, mun vart fást betri landkynning en einmitt þar. Það voru ótrúlega margir á Parísarsýn- ingunni, sem ráku upp stór augu i sýning- ardeild Islands, er ekki höfðu búizt við þvi að sjá fullkomna nýtízku bygginga- háttu, sem af mætti læra. Bjuggust þeir miklu fremur við að sjá þar frumstæðan húsakost þjóðar, sem alltof margir vissu engin deili á, og töldu hluta þess heims- skautasvæðis, þar sem ísbjörninn og eski- móinn eigast við, en hallirnar séu borgar- ísinn og híbýlin hlaðinn snjór. Þessar hug- myndir eru vissulega til í ríkum mæli um þjóð okkar, þótt eigi sé lengra farið en suður undir miðbik álfunnar. Þó mun sú skoðun ekki almenn hjá þeim, sem betur vilja vita, og leita réttra upplýsinga um land og þjóð, en til þess gefst öðrum þjóðum sjaldan tækifæri. Það má að vísu segja, að ísland geti lítið til málanna lagt i byggingarsögu liðimia alda, eða geti sýnt mannvirki bygginga- listarinnar, sem erfðavenjur og stílsaga hefir skapað. En eftir að þjóðin komst úr kútnum, ef svo má að orði kveða, og hafði ráð á því að reisa sér mannabústaði úr nýjum efnum, með nýrri fullkominni tækni, svo sem byggingarsaga okkar hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.