Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 17
SVEITARSTJ ÖRNARMÁL
13
um sýningu skipulagsupdrátta og líkana
af bæjum, sem að sjálfsögðu var ein aðal-
uppistaða Parísarsýningarinnar. Mest bar
á skipulagsuppdráttum hjá hernaðarþjóð-
unum, eða þeim, sem verst urðu fyrir
barðinu á flugsprengjum. Það er ætíð erfitt
að gera grein fyrir skipulagstillögum
þannig, að verulegt gagn hljótist af fyrir
sýningargesti með stuttri viðdvöl. Þó fer
aldrei hjá því, að uppdrættir þessir skera
í augu með litskrúði og fagurri áferð. En
sem sýningarmuni skortir þá venjulega,
sem að minum dómi er megin atriði, að
geta gefið ókunnugum forsendur fyrir
sjálfu skipulaginu, þannig að sá sem
fræðslu leitar, verði dómhæfur á árangur
og markmið, og þannig dregið ályktanir,
sem að gagni megi verða, og til lærdóms-
auka.
Að þessu leyti var sýningin frá skipu-
lagslegu sjónarmiði minna fræðandi og
gagnleg en ella, en þó voru þar fjölmörg
atriði, sem vissulega voru athyglisverð
fyrir kunnáttumenn. Lærdómsrikt var að
sjá, með hversu miklum ofurkröftum og
áhuga, Frakkar hafa látið gera uppdrætti
og endurbyggingaráætlanir fyrir þá bæi,
sem eyðilagst hafa af völdum síðustu styrj-
aldar.
Skipulagsmálaráðuneyti Frakka ákveður
á hverjum tíma, hvaða bæjir skuli skipu-
lagðir. Síðan er ákveðið í samráði við
hlutaðeigandi bæjarstjórn, hvaða arkitekt
skuli falin yfirumsjón uppdrátta- og skipu-
lagsvinnu fyrir hvern og einn stað. Sá,
sem valinn er, starfar síðan undir yfir-
umsjón skipulagsmálaráðuneytisins, en
hefur frjálsar hendur að öðru leyti, og er
ráðinn til starfsins eingöngu þar til upp-
drættir hafa náð samþykki, og verið stað-
festir af ráðuneytinu. Þetta fyrirkomulag
skapar afar mikla fjölbreytni í skipulags-
tillögum um franska bæi, og gefur jafn-
framt hinum fjölmörgu kunnáttumönn-
um í þessari grein, hið ákjósanlegasta tæki-
færi til sjálfstæðs starfs í byggingarmál-
um þjóðarinnar. Fleiri hundruð arkitektar
vinna á hverjum tíma að skipulagsmálum
franskra bæja. Því er stranglega fylgt eftir
af hálfu ráðuneytisins, að eingöngu kunn-
áttumenn séu ráðnir til þessarra starfa, og
verði hörgull á slíkri aðstoð, eru þeir bæir,
sem minnst liggur á að skipuleggja, látnir
sitja á hakanum þar til verkefnunum er
lokið annars staðar, svo eigi sé teflt í tví-
sýnu sakir skorts á fullkomnum leiðbein-
ingum.
Um árangur i einstökum atriðum þess-
arra uppdrátta þori ég ekki að dæma, enda
brestur mig til þess margvíslegar fors-
endur, eins og áður gat um. En að öðru
leyti má segja það um skipulagssýningar
flestra landanna, að enskra og amerískra
áhrifa virtist gæta í ríkum mæli; miklir og
rúmgóðir skrúðgarðar inni í byggðar-
svæðum, skrautleg íþróttasvæði, verzlun-
arkjarnar og menningarstofnanir í hnapp
á heppilegum stöðum. Undarlega líkum
tökum var tekið á verkefnunum þótt þjóð-
irnar væru frábrugðnar, og lifnaðarhættir
misjafnir. En alls staðar var það sameigin-
legt, að hið raunverulega líf byggðarlaga,
fjölskyldan og börnin, var lagt til grund-
vallar fyrir sjónarmiðum.
Ekki var það miklum vafa undirorpið,
að megin hluti þeirra skipulagstillagna,
sem sýndar voru, yrðu erfiðar til fram-
kvæmda. Hjá flestum þeim þjóðum, sem
uppdrætti sýndu, ríkja margvíslegir fjár-
hagslegir örðugleikar, sem torvelda fram-
kvæmdir, hversu æskilegar sem væru.
En uppdrættirnir sýndu þó, og bar saman
í þeirri hugarfarsbreytingu frá fyrri tím-
um, að ráðamenn þjóðanna hafa í þessum
efnum fyrst og fremst opin augu fyrir sem
fullkomnastri aðbúð fólksins, umhverfi
þess og skilyrðum til þess að lifa menn-
ingarlífi í bæjum framtíðarinnar. Margir
uppdrættir báru vitni þeirrar virðingar,
er höfundarnir bera fyrir hinum óbreytta
borgara og ytri velgengni hans.
Of lítið var hins vegar minnst á leið-
irnar til þess að framkvæma stórfelldar
skipulagsbreytingar, en það var mikil
vöntun, því þjóðirnar hafa ýmislegt á tak-
teinum í þeim efnum, sem af mætti læra.
Heildaráhrif á skipulagsuppdráttasýn-
ingunni voru þrátt fyrir allt þau, að vel