Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 39

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 39
SVEITARSTJÓRNARMÁL 35 4. sem útsvarsskyldir hafa orðið eftir að aðalniðurjöfnun fór fram og leggja skal á gjaldársútsvar samkv. 4. gr. A. og B. eða samkv. 5. gr. 5.—7. tölulið. Skrá skal gera um aukaniðurjöfnun með sama hætti og aðalskrá. Um fram- lagningu skrár, kæru og úrskurði fer eftir sömu reglum og um aðalniðurjöfnun. V. KAFLI Um gjalddaga útsvara, ábyrgð á þeim, innheimtu o. fl. 23- gr- Gjalddagar útsvara eftir niðurjöfnun skulu vera tveir, hinn fyrri næsta virkan dag eftir að útsvarsskrá hefur verið lögð fram almenningi til sýnis, hinn siðari 1. september í kaupstöðum, en 15. október i hreppum. Fellur helmingur útsvarsupp- hæðar til greiðslu hvorn þessara gjalddaga. Eigi getur gjaldandi vegna kæru eða áfrýjunar losazt undan að greiða útsvarið á ákveðnum gjalddaga, en verði það fært niður, skal mismunurinn endurgreiddur lionum. Nú er heimilað að jafna síðar niður en 15. júlí, sbr. 17 gr., og ákveður þá hreppsnefnd gjalddaga. Eindagi útsvara eftir aukaniðurjöfnun fer eftir ákvörðun niðurjöfnunarnefndar, en má þó ekki síðar vera en 1. október, ef útsvar var lagt á fyrir þann dag, en ella ekki síðar en 31. desember. Eindagi á öllu útsvari erlendis búsettra gjaldþegna (4. gr. B. 1—3) skal ávallt vera sá dagur, er útsvarsálagningu á þá er hverju sinni lokið. 24. gr. Sveitarstjórnum er heimilt að ákveða aðra gjalddaga á útsvörum en 23. gr. segir, eftir þessum reglum: a. Með fjórum jöfnum greiðslum, er falla í gjalddaga 1. marz, í. apríl, 1. mai og 1. júní, má innheimta upp í útsvar yfirstandandi árs hjá hverjum gjaldanda fjárhæð, er nemi samtals allt að helmingi þess útsvars, sem honum bar að greiða næstliðið ár. Sveitarstjórnir setja nánari reglur um þessar greiðslur fyrir 15. febr. ár hvert og auglýsa þær á þann hátt, er venjulegt er um almennar aug- lýsingar á hverjum stað. Nú hafa tekjur gjaldanda á útsvarsárinu verið lægri en á næsta ári áður, svo að nemi 30% eða þar yfir, eða ástæður hans versnað með öðrum hætti svo mjög, að vænta megi þess, að mun lægra útsvar verði lagt á hann en árið áður. og getur hann þá krafizt lækkunar á útsvarsgreiðslum samkv. þessum staflið. Niðurjöfnunarnefnd ákveður lækkunina. Nú verður ljóst, þegar niðurjöfnun útsvara lýkur, að gjaldandi hefur þegar greitt meira en álagt útsvar, og skal þá endurgreiða það, sem ofgreitt var, ásamt *4% vöxtum fyrir hvern mánuð eða hluta úr mánuði, sem féð var í vörzlum sveitarsjóðs. b. Álagt útsvar við aðalniðurjöfnun að frádregnu því, sem greitt hefur verið sam- kvæmt a-lið, ber gjaldanda að greiða með þremur eða fjórum jöfnum greiðsl- um á tímabilinu frá 1. ágúst til 1. nóvember, eftir ákvörðun sveitarstjórnar, 1. ágúst, 1. september, 1. október og 1. nóvember. Heimilt er sveitarstjórn þó að leyfa kaupgreiðendum að greiða þann hluta útsvars fastra starfsmanna sinna með sex jöfnum greiðslum, þannig að gjalddagar verði einnig 2. janúar og 1. febrúar næsta ár eftir gjaldárið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.