Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Síða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Síða 30
26 SVEITARSTJÓRNARMÁL Heimilissveit: Hrepp eða kaupstað, þar sem gjaldþegn á lögheimili. Niðurjöfnunarnefnd: Niðurjöfnunarnefnd í kaupstöðmn og hreppsnefnd í sveit- um, nema sérstaklega sé öðruvísi um mælt. Rnöherra: Sá ráðherra, sem útsvarsmál heyra undir. Skattanefnd: Bæði skattanefnd og skattstjóra, eftir því sem við á. Sveit: Bæði hrepp og kaupstað. Sveitarstjórn: Bæði hreppsnefnd og bæjarstjórn. Útsvarsár: Árið næst á undan niðurjöfnun. 2. gr. Reikningsár sveitarfélaga er almanaksárið. Fyrir lok nóvembermánaðar ár hvert skal sveitarstjórn gera áætlun um tekjur og gjöld sveitarfélags næsta reikningsár. Ræða skal áætlun kaupstaðar á tveim fund- um, með a.m.k. viku millibili, en í hreppum á einum fundi, nema hreppsnefnd á- kveði annað. Við síðari umræðu ber að athuga áætlunina lið fyrir lið, og greiða skal atkvæði um hverja grein fyrir sig og áætlunina i heild sinni. Áætlun skal vera til sýnis almenningi 2 vikur i desembermánuði á hentugum stað, er sveitarstjórn ákveður. Áætlunin gildir síðan um fjárstjórn sveitarstjórnar á reikningsárinu. 3- gi’- Að því leyti, sem aðrar tekjur sveitarfélags hrökkva ekki til að greiða gjöldin, skal jafna niður á gjaldþegna hennar því, er á vantar, að viðbættum 5%—10%, og heitir það útsvör. Þau mega ekki nokkru sinni»nema meiru en meðaltali útsvara í sveitarfélaginu 3 siðustu árin, að viðbættum fimmtungi, nema sýslunefnd veiti hreppsnefndum til bess samþykki sitt, en ráðherra bæjarstjórnum. Nú þykir sveitarstjórn sýnt á gjaldárinu, að innheimtar tekjur hrökkvi ekki til greiðslu gjalda, og getur þá sveitarstjórn, að fengnu samþykki áðurnefndra stjórnarvalda, ákveðið framhaldsniðurjöfnun til greiðslu þess, er á vantar, þannig að því verði bætt við útsvar hvers einstaks gjaldanda eftir ákveðnu hundraðs- hlutfalli. II. KAFLI Um útsvarsskyldu. 4. gr. tJtsvarsskyldir eru: A. Aðilar heimilisfastir á Islandi: I. Allir einstaklingar, karlar og konr, ungir og gamlir, i hverri stöðu sem eru, svo framarlega sem þeir teljast færir um að greiða útsvar. Undanþegnir eru útsvari: a. Forseti Islands. b. Fyrirsvarsmenn annarra ríkja hingað sendir og þjónustufólk þeirra, ef það er annarra ríkja þegnar. c. Starfsmenn ríkisins samkv. 4. gr. launalaga, nr. 60 frá 1945, þó heimilis- fastir séu á Islandi, enda dveljist þeir erlendis meira en 9 mánuði af útsvarsárinu. d. Konur, sem giftar eru þegar niðurjöfnun fer fram. Þó má leggja útsvar á gifta konu:

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.