Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Side 37

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Side 37
SVEITARSTJÓRNARMÁL 33 7. Um sérákvæði fyrir hreppa, þar sem verulega fleiri verkefni til fullnægingar almennum þörfum falla undir sveitarsjóðsrekstur en í öðrum, enda sé útsvars- þungi þar meiri að tiltölu við tekjur og eignir. 8. Um aðferð við útreikning útsvara. f ákvæðum undir tölulið .1—3 sé veitt hæfilegt svigrúm til mismunar eftir á- stæðum í hreppum um breytilega álagningarþörf, í hlutfalli við tekjur og eignir. Félagsmálaráðuneytið gefur út nánari fyrirmæli um setningu slíkra samþykkta og veitir að öðru leyti þær leiðbeiningar og upplýsingar þeim viðvíkjandi, sem föng eru á. 15- gr- Nefndin gerir skrá yfir alla þá, er hún leggur útsvör á, í stafrófsröð eða eftir boðleið, og útsvarsupphæð fyrir aftan hvert nafn, enda skal nefndin undirrita skrána, þá er henni er lokið. i6. gr. Niðurjöfnunarnefnd er ályktunarfær, ef meira en helmingur nefndarmanna er á fundi. Skylt er öllum nefndarmönnum að greiða atkvæði, nema mál varði sjálfa þá, maka þeirra, frændur þeirra að feðgatali eða niðja eða systkin og jafnnána að mægðum. Afl atkvæða ræður úrslitum. Nú eru atkvæði jöfn, og skal þá sá hlutinn ráða, sem formaður fylgir. U- gr- Aðalniðurjöfnun útsvara fer fram á tímabilinu febrúar—maí, að báðum mán- uðunum meðtöldum, eftir nánari ákvörðun sveitarstjórnar. Þó getur íáðherra heim- ilað sveitarstjórn, eftir beiðni hennar, að láta aðalniðurjöfnun útsvara fara fram síðar á árinu, ef ríkar ástæður mæla með því. Utsvarsskrá skal liggja frammi á þingstað hrepps eða öðrum hentugum stað í hreppnum, en í kaupstöðum i skrif- stofu bæjargjaldkera eða öðrum hentugum stað, 4 vikur í hreppum, en 2 vikur í kaupstöðum, enda skal auglýsa framlagning skrár í blöðum á staðnum eða með öðrum hætti. i8. gr. Rétt er gjaldþegni að finna að útsvari sínu eða að því, ef honum hefur verið sleppt af skrá, eða að útsvör annarra gjaldþegna séu of lág, samanborið við hans, eða að öðrum gjaldþegnum hafi verið sleppt af skrá. Kærur skulu bréflegar vera. stílaðar til niðurjöfnunarnefndar og koma í hendur formanns hennar áður lðinn er sá timi, er niðurjöfnunarskrá á að liggja frammi. Skal nefndin úrskurða kærur svo fljótt, sem unnt er og ekki síðar en 14 dögum eftir kærufrest. Nefnd er heimilt að breyta útsvörum bæði til hækkunar og lækkunar, enda hafi aðila verið send til- kynning um það, að annar gjaldþegn hafi borið sig saman við hann, eða að nefndin hafi í hyggju að hækka útsvar hans, enda þótt enginn gjaldþegna hafi borið sig saman við hann. Enn fremur er heimilt að hækka útsvar kæranda, enda þótt hann hafi kært það til lækkunar. Nefndin skal jafnan, svo fljótt sem þess er kostur, senda aðila tilkynningu, ef hún tekur hann á skrá samkvæmt kæru eða breytir útsvari gjaldþegns, eða ef kæru er ekki sinnt. Ef útsvari gjaldþegns er breytt samkvæmt þessari grein, er honum heimilt að kæra það fyrir yfirskattanefnd, enda þótt hann hafi ekki kært til niðurjöfnunar- nefndar.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.