Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 11
HITAVEITA RANGÆINGA
Hitaveita Rangæinga er sameign-
arfélag þriggja hreppa. Að félaginu
standa Holtahreppur að 10%, Rang-
árvallahreppur að 45% og Hvol-
hreppur að 45%. Stofnfundur hita-
veitunnar var haldinn 13. nóvember
1981, og þá var undirritaður samn-
ingur um kaup á hitaréttindum að
Laugalandi í Holtahreppi svo og
stofnsamningur fyrirtækisins. Sam-
kvæmt 2. gr. hans er tilgangur hita-
veitunnar „að virkja jarðhita og aðra
orkugjafa til húshitunar og annarra
nota á félagssvæði hitaveitunnar svo
og víðar, eftir því sem ákveðið kann
að verða.“
Nýting jarðhita að Laugalandi á
sér alllanga sögu. Frá árinu 1946 hef-
ur þar verið notaður jarðhiti til upp-
hitunar húsa, fyrst úr borholu númer
1, en frá árinu 1963 úr borholu núm-
er 2.
Á árinu 1977 var þriðja holan bor-
uð, en hún gaf lítið vatn. Á hinn
bóginn gaf íjórða holan, sem boruð
var sumarið 1980, mjög góðan árang-
ur. Holtahreppur og Laugalands-
skóli, sem þrír hreppar, Holta-,
Landmanna- og Ásahreppur standa
að, höfðu frumkvæði að borun þess-
ari vegna skólahússins. Pegar talið
var, að fjórða borholan myndi við
dælingu gefa um 50 1/sek af 90° C
heitu vatni að mati sérfræðinga
Orkustofnunar, voru teknar upp við-
ræður milli hreppanna þriggja, þ.e.
Holta-, Rangárvalla- og Hvolhrepps,
er síðan stofnuðu til samstarfs um
nýtingu jarðhitans.
Rangárvallahreppur hafbi látið
gera frumathugun á hitaveitu fyrir
Hellu árið 1978. Leiddi hún í ljós, að
hagkvæmt væri að leiða heitt vatn frá
Laugalandi, ef nægilegt vatn fengist
án óhóflegs borkostnaðar. Eftir þann
árangur, sem fékkst úr fjórðu
borholunni á árinu 1980, var talið, að
þessu skilyrði væri fullnægt. í
samningi þeim, er áður getur, er gert
ráð fyrir, að hitaveitan fái allt það
vatn, sem fæst að Laugalandi að frá-
töldu forgangsvatni, sem Lauga-
landsskóli og býlið Nefsholt eiga.
Fjarhitun hf. sá um hönnun hita-
veitunnar, virkjun borholunnar að
Laugalandi, hönnun miðlunar-
geymis og aðveitu að Hellu og
Hvolsvelli, og hannaði einnig
dreifikerfi á Hellu, en Hönnun hf.
teiknaði dreifikerfið á Hvolsvelli.
Fjarhitun hf. gerði einnig áætlun um
stofn- og rekstrarkostnað hitaveit-
unnar og hafði eftirlit með fram-
kvæmdunum. Þær hófust vorið 1982
og var að mestu lokið sl. haust, og tók
hún til starfa í desembermánuði sl.
Nánar tiltekið var vatninu fyrst
hleypt á stofnæðina hinn 26. nóv-
ember, dæling hófst í borholunni
hinn 4. desember, og fyrstu húsin
voru tengd dreifikerfinu hinn 7. des-
ember. Til að byrja með var dælt úr
holunni 35—40 1/sek af 95°C heitu
Afstöðumynd, er sýnir stofnlögn Hitaveitu Rangæinga frá Laugalandi, efst til
vinstri á uppdrættinum, að Rauðalæk og þaðan með þjóðveginum að Ytri-
Rangá og Hellu og þaðan til Hvolsvallar, samtals 23 km á lengd frá Laugalandi
að Hvolsvelli. llppdrátturinn er gerður í Fjarhitun hf. og fenginn til birtingar hjá
fyrirtækinu.
SVEITARSTJÓRNARMÁL