Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 11
HITAVEITA RANGÆINGA Hitaveita Rangæinga er sameign- arfélag þriggja hreppa. Að félaginu standa Holtahreppur að 10%, Rang- árvallahreppur að 45% og Hvol- hreppur að 45%. Stofnfundur hita- veitunnar var haldinn 13. nóvember 1981, og þá var undirritaður samn- ingur um kaup á hitaréttindum að Laugalandi í Holtahreppi svo og stofnsamningur fyrirtækisins. Sam- kvæmt 2. gr. hans er tilgangur hita- veitunnar „að virkja jarðhita og aðra orkugjafa til húshitunar og annarra nota á félagssvæði hitaveitunnar svo og víðar, eftir því sem ákveðið kann að verða.“ Nýting jarðhita að Laugalandi á sér alllanga sögu. Frá árinu 1946 hef- ur þar verið notaður jarðhiti til upp- hitunar húsa, fyrst úr borholu númer 1, en frá árinu 1963 úr borholu núm- er 2. Á árinu 1977 var þriðja holan bor- uð, en hún gaf lítið vatn. Á hinn bóginn gaf íjórða holan, sem boruð var sumarið 1980, mjög góðan árang- ur. Holtahreppur og Laugalands- skóli, sem þrír hreppar, Holta-, Landmanna- og Ásahreppur standa að, höfðu frumkvæði að borun þess- ari vegna skólahússins. Pegar talið var, að fjórða borholan myndi við dælingu gefa um 50 1/sek af 90° C heitu vatni að mati sérfræðinga Orkustofnunar, voru teknar upp við- ræður milli hreppanna þriggja, þ.e. Holta-, Rangárvalla- og Hvolhrepps, er síðan stofnuðu til samstarfs um nýtingu jarðhitans. Rangárvallahreppur hafbi látið gera frumathugun á hitaveitu fyrir Hellu árið 1978. Leiddi hún í ljós, að hagkvæmt væri að leiða heitt vatn frá Laugalandi, ef nægilegt vatn fengist án óhóflegs borkostnaðar. Eftir þann árangur, sem fékkst úr fjórðu borholunni á árinu 1980, var talið, að þessu skilyrði væri fullnægt. í samningi þeim, er áður getur, er gert ráð fyrir, að hitaveitan fái allt það vatn, sem fæst að Laugalandi að frá- töldu forgangsvatni, sem Lauga- landsskóli og býlið Nefsholt eiga. Fjarhitun hf. sá um hönnun hita- veitunnar, virkjun borholunnar að Laugalandi, hönnun miðlunar- geymis og aðveitu að Hellu og Hvolsvelli, og hannaði einnig dreifikerfi á Hellu, en Hönnun hf. teiknaði dreifikerfið á Hvolsvelli. Fjarhitun hf. gerði einnig áætlun um stofn- og rekstrarkostnað hitaveit- unnar og hafði eftirlit með fram- kvæmdunum. Þær hófust vorið 1982 og var að mestu lokið sl. haust, og tók hún til starfa í desembermánuði sl. Nánar tiltekið var vatninu fyrst hleypt á stofnæðina hinn 26. nóv- ember, dæling hófst í borholunni hinn 4. desember, og fyrstu húsin voru tengd dreifikerfinu hinn 7. des- ember. Til að byrja með var dælt úr holunni 35—40 1/sek af 95°C heitu Afstöðumynd, er sýnir stofnlögn Hitaveitu Rangæinga frá Laugalandi, efst til vinstri á uppdrættinum, að Rauðalæk og þaðan með þjóðveginum að Ytri- Rangá og Hellu og þaðan til Hvolsvallar, samtals 23 km á lengd frá Laugalandi að Hvolsvelli. llppdrátturinn er gerður í Fjarhitun hf. og fenginn til birtingar hjá fyrirtækinu. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.