Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 14

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 14
Kaupfélag Rangælnga er með höfuöstöðvar sínar í mynd- arlegu húsl við Austurveg, en er einnig annars staðar með iðnaðarhúsnæði. „Það mun haí’a verið 1933, að hafin var smíði á í'yrstu tveimur íbúðarhúsunum á Hvolsvelli, sem þá var aðeins sléttur mói í túnfætinum á Stórólfslivoli. Það vor flytur Kaupfélag Hallgeirseyjar aðsetur sitt á Hvolsvöll. Með því var lagður grundvöllurinn að þéttbýliskjarnanum, þótt vöxturinn sé afar hægur lengi framan af. íbúum fjölgar síðan með auknum umsvif'um Kaupf’élags Rangæinga og fleiri stofnana og f'yrirtækja, er hér setjast að. Nú búa á Hvolsvelli um 550 manns, en í strjálbýli hreppsins eru 170 íbúar á 33 byggðum jörðum. Strjálbýli Hvolhrepps er þannig að íbúatölu á við meðalstóran hrepp í landinu, en íbúar hreppsins í heild voru hinn 1. des. sl. 717.“ — Hvolhreppur er því „sameinaður hrepp- ur“ í þeim skilningi, að hann er bæði þéttbýli og strjálbýli. Hvernig gengur sambúðin milli þéttbýlisins og stijálbýlisins? „Sambúðin gengur mjög vel að öðru leyti en því, að þéttbýlið dregur vinnuaflið úr sveitunum með þeirri afleiðingu, að búskapurinn dregst saman og fólkið fer að vinna í þéttbýlinu. Fólkið í sveitunum vinnur margt á Hvolsvelli, og þetta er í reynd sameiginlegt vinnusvæði, og ekki aðeins innan hreppsins, heldur nágrannasveitanna líka, og þar á ég við l'ljótshlíðarhrepp og Vestur-Landeyjahrepp. Fjöldi fólks ekur daglega milli vinnustaðar og heim- 76 ilis í þessum nágrannahreppum." — Er Kaupfélag Rangæinga burðarás atvinnulífsins? „Kaupf'élag Rangæinga er langstærsta atvinnu- f'yrirtækið í hreppnum. Það rekur á Hvolsvelli verzl- un og ýmiss konar þjónustu við nágrannasveitirnar og talsverðan iðnað, bæði nýsmíði landbúnaðarvéla og fleira, húsgagnaiðnað, prjóna- og saumaiðnað. Upphaflega byggðist Hvolsvöllur utan um þjón- ustuiðnað kaupfélagsins við sveitirnar í kring. Kaupf'élagið er til dæmis langstærsti raf'virkjaverk- takinn á svæðinu. Það rekur bifreiðaverkstæði og vélsmiðju, trésmiðju, húsgagnaverksmiðju, raf- magnsverkstæði, annast raflagnir og rekur sauma- stofu. Vöruflutningar eru einnig drjúgur þáttur í starfseminni. Kaupf'élagið annast hvers konar flutninga, t. a. m. á þungavörum, eins og áburði, til bænda á verzlunarsvæði sínu, sem er öll Rangár- vallasýsla. Þá hefur kaupfélagið vöruafgreiðslu hjá Landflutningum í Reykjavík. Ef Rangæingur er staddur í Reykjavík og hefur gert þar innkaup, keypt sér t. d. sófasett, getur hann einfaldlega beðið verzlunina um að senda vöruna á afgreiðslu Land- flutninga, og hún er komin samdægurs austur í Rangárvallasýslu og í flestum tilvikum heim á hlað.“ — Þú nefndir nýsmíði landbúnaðarvéla? ,Já, kaupfélagssmiðjurnar haf'a þannig smíðað bæði baggatínur og áburðardreifara, og á sviði hús- gagnaiðnaðar má nefna, að trésmiðja kaupfélagsins stcndur að samstarfi kaupfélaganna þriggja, þ. e. Kaupfélags Arnesinga, Kaupfélags Vestur-Skaft- fcllinga og Kaupfélags Rangæinga, um smíði húsgagna undir vöruheitinu 3K.“ — Svo er í hreppnum heykögglagerð? ,Já, hún er ein af elztu heykögglaverksmiðjum á landinu. Og hún hefur verið að brydda upp á nýjungum í framleiðslunni með íblöndun í kögglana mcð ýmsum efnum til að bæta þá. Stórólfsvöllur heitir fyrirtækið og er í eigu Landnáms ríkisins. Vinnsla stendur yfir frá miðjum júnímánuði allt f'ram í október, ef tíð leyfir, og er unnið á vöktum allan sólarhringinn, grasið slegið á um það bil 400 hektara landi og það þurrkað og unnið jaf'nóðum. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.