Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Síða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Síða 15
Stórólfsvallabúið, en svo heitir graskögglaverksmiðjan, sem Landnám ríkisins á og rekur í Hvolhreppi. Þá eru um 12 menn á vöktum, en yfir vctrar- mánuðina eru íáir menn við afgreiðslu á vörunni, sem sekkjuð hefur verið um sumarið og geymd til vetrarins." — Auk þess hafa opinberar stofnanir ríkis- ins, s. s. Rafmagnsveitur og Vegagerð, aðsetur á Hvolsvelli? „Rafmagnsveitur ríkisins hafa um árabil haft að- setur á Hvolsvelli. Þar situr rafveitustjóri Suður- lands, Orlygur Jónasson, og þaðan fara vinnuflokk- ar um allt héraðið og austur í Vestur-Skaftafells- sýslu. Þessir vinnuílokkar eru að miklu leyti skipað- ir mönnum úr héraðinu, frá Hvolsvelli og úr ná- grannasveitunum. Rafmagnsveitur ríkisins eru nú að reisa stórt áhaldahús á Hvolsvelli, og í tengslum við það verður skrifstofubygging þeirra. Vegagerð ríkisins hefur einnig aðsetur á Hvolsvelli. Vegagerð- in hefur þar áhaldahús, og þaðan eru gerðir út vinnuílokkar, sem annast bæði nýlagnir og viðhald vega í allri Rangárvallasýslu.“ — Mörg einkafyrirtæki í samgöngum og iðn- aði hafa einnig vaxið úr grasi á síðustu árum á Hvolsvelli? ,Já, þar má fyrst nefna fyrirtækið Austurleið hf, stofnað 1. marz 1963, sem gerir út márgar hópfcrða- bifrciðir, bæði í sérleyfisakstri allt austur á Firði og í sumarfcrðalögum og almennum hópferðum. A Hvolsvelli eru vcrktakafyrirtæki, s. s. Suðurverk sf., scm hefur með höndum miklar framkvæmdir á virkjunarsvæði Þjórsár og Tungnaár. Annað verk- takafyrirtæki er Jón og Tryggvi hf, sem einnig rekur vinnuvélar og annast gatnagerð og íleiri fram- kvæmdir. Trésmiðja Guðíinns hefur annazt bygg- ingarframkvæmdir víða um héraðið. Einnig má nefna Byggingarfélagið As, sem rekur stóra trésmiðju og hefur hafið framleiðslu á einingahús- um. Það annast einnig verklegar framkvæmdir inni á hálendinu og víða í héraðinu. Steypustöð er á Hvolsvelli, sem þjónarallri Rangárvallasýslu. Einn- ig má nefna Prjónaver sf, sem prjónar mikið fyrir Hildu hf. og saumar prjónaflíkur. Blikksmiðjan Sörli annast hvers konar blikksmíði, Eyrirtækja- þjónustan sf. annast bókhald og framtöl og hefur nýlega tekið upp tölvuþjónustu og veitir fyrirtækj- um og einstaklingum fyrirgreiðslu á sviði bókhalds og uppgjörs ársreikninga." — Hefur hreppsfélagið haft forgöngu um ný- mæli í atvinnumálum? „Hreppsfélagið setti á stofn fyrstu saumastofuna, sem starfsemi hóf á Hvolsvelli. Hreppurinn rcisti tvö hús undir iðnrekstur. Síðan voru húsin og fyrir- tækin seld þeim, er nú annast rckstur í þeim, en hús þessi voru á sínum tíma beiniínis reist með það markmið fyrir augum að koma af stað atvinnu- starfsemi í hreppnum. Nýlega auglýsti hrcppurinn eftir umsækjendum um iðngarða, og sýnir það, að þetta framtak þótti takast vel. Við höfum haft þá stefnu að létta undir mcð atvinnurekendum að koma af stað starfsemi, en að lála þá síðan yíirtaka reksturinn." 77 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.