Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 21
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum: ÁHUGI Á ORKUFREKUM IÐNAÐI Á SUÐURNESJUM Aðalfundur Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum — SSS — fyrir árið 1982 var haldinn í húsi Verzlun- armannafélags Suðurnesja í Keflavík laugardaginn 30. október sl. Á fund- inum voru allflestir aðalfulltrúa í sveitarfélögunum sjö, er að sam- bandinu standa, alþingismenn Reykjaneskjördæmis, formaður Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga og rit- stjóri Sveitarstjórnarmála. Jón K. Ólafsson, sveitarstjóri Mið- neshrepps, fráfarandi formaður SSS, setti fundinn og minntist í setningar- ræðu sinni Jóhanns Gunnars Jóns- sonar, fyrrv. sveitarstjóra í Vatns- leysustrandarhreppi, sem féll frá á starfsárinu. Fundarstjórar voru kjörnir Finnbogi Björnsson, oddviti Gerða- hrepps, og Flilmar Pétursson, bæjar- fulltrúi í Keflavík, en fundarritarar Jón Hólmgeirsson, bæjarritari í Grindavík, ogjón Norðfjörð, hrepps- nefndarmaður í Miðneshreppi. Ávörp á fundinum Bj'órn Friðfmnsson, formaður Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga, flutti ávarp á fundinum. Ræddi hann eink- um atvinnumál og afskipti sveitar- stjórna af þeim. Salome Porkelsdóttir, formaður Sam- bands sveitarfélaga í Reykjanes- umdæmi — SASÍR — flutti kveðjur samtaka sinna og ræddi síðan mál- efni Krísuvíkurskóla, sem samtökin standa sameiginlega að. Matthías A. Mathiesen, alþingismað- ur, flutti fundinum kveðjur þing- manna kjördæmisins. Skýrsla stjórnar Jón K. Ólafsson flutti skýrslu um störf fráfarandi stjórnar SSS, sem haldið hafði sjö stjórnarfundi á árinu. Skýrði hann m. a. frá könnun á hjúkrunarþörf aldraðra á Suðurnesj- um, sem Heilsugæzlustöð Suðurnesja heíði nýlega gert, frá starfi iðn- ráðgjafa, úttekt á símamálum og fleiru, sem stjórnin hafði látið til sín taka. Haraldur Gíslason, framkvæmda- stjóri SSS, skýrði ársreikning SSS og kostnaðaryfirlit vegna embættis heilbrigðisfulltrúa á Suðurnesjum. Ársreikningarnir voru síðan bornir upp og samþykktir. Niðurstöðutölur tekju- og gjalda- reiknings árið 1981 voru kr. 515.952.— og efnahagsreiknings pr. 31.12.1981 kr. 487.178.-. Gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta starfsár var vísað til stjórnar SSS. Iðnþróunarfélag - iðnþróunar- sjóður Halldór Arnason, iðnráðgjafi á Austurlandi, flutti fyrsta framsögu- erindið á fundinum. Kynnti hann þau iðnþróunarfélög, er stofnuð hefðu verið í öðrum landshlutum, og iðnþróunarsjóði. Einnig skýrði hann frá starfsemi Iðntæknistofnunar á sviði iðnráðgjafar. Möguleikar í matvælaiðnaði Bj'órn Dagbjartsson, forstjóri Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins, flutti eftir hádegisverðarhlé erindi, er hann nefndi Atvinnumál — möguleikar í matvælaiðnaði. Taldi Björn ýmsa möguleika vera fyrir hendi á Suður- nesjum á sviði matvælaiðnaðar. Staðarval orkufreks iðnaðar á Suðurnesjum Porsteim Vilhjálmsson, formaður staðarvalsnefndar, gerði grein fyrir starfi staðarvalsnefndar og ýmsum forsendum, sem nefndin taldi þurfa að vera fyrir hendi til uppbyggingar orkufreks iðnaðar. Flestar þær for- sendur eru til staðar á Suðurnesjum. Ræddi hann um þrjá staði, sem nefndin teldi álitlega undir slíkan iðnað, Helguvík við Keflavíkurkaup- stað og Vogarstapa og Vatnsleysuvík í Vatnsleysustrandarhreppi. Á þess- um stöðum væri auðvelt að skapa hafnaraðstöðu fyrir 15 — 50 þús. tonna skip, en nálægt 600 manns myndu starfa í t. d. álverum, sem hann taldi einkum koma til greina á þessum stöðum. Einnig hefði Krísu- víkursvæðið upp á margt að bjóða, og fleiri möguleikar á minni iðnfyrir- tækjum væru álitlegir á Suður- nesjum. Miklar umræður urðu síðan um atvinnu- og iðnaðarmál á fundinum. Skipulagsmál Sigurður Thoroddsen, arkitekt hjá Skipulagi ríkisins, flutti síðan erindi um skipulagsmál á Suðurnesjum. Kvaðst hann gera ráð fyrir, að fljót- lega yrði sett á stofn svæðaskipulags- nefnd um Suðurnes, sem hvert sveit- arfélag á svæðinu ætti aðild að. Um langt árabil hefur starfað nefnd, er SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.