Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 21
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum:
ÁHUGI Á ORKUFREKUM
IÐNAÐI Á SUÐURNESJUM
Aðalfundur Sambands sveitarfé-
laga á Suðurnesjum — SSS — fyrir
árið 1982 var haldinn í húsi Verzlun-
armannafélags Suðurnesja í Keflavík
laugardaginn 30. október sl. Á fund-
inum voru allflestir aðalfulltrúa í
sveitarfélögunum sjö, er að sam-
bandinu standa, alþingismenn
Reykjaneskjördæmis, formaður Sam-
bands íslenzkra sveitarfélaga og rit-
stjóri Sveitarstjórnarmála.
Jón K. Ólafsson, sveitarstjóri Mið-
neshrepps, fráfarandi formaður SSS,
setti fundinn og minntist í setningar-
ræðu sinni Jóhanns Gunnars Jóns-
sonar, fyrrv. sveitarstjóra í Vatns-
leysustrandarhreppi, sem féll frá á
starfsárinu.
Fundarstjórar voru kjörnir
Finnbogi Björnsson, oddviti Gerða-
hrepps, og Flilmar Pétursson, bæjar-
fulltrúi í Keflavík, en fundarritarar
Jón Hólmgeirsson, bæjarritari í
Grindavík, ogjón Norðfjörð, hrepps-
nefndarmaður í Miðneshreppi.
Ávörp á fundinum
Bj'órn Friðfmnsson, formaður Sam-
bands íslenzkra sveitarfélaga, flutti
ávarp á fundinum. Ræddi hann eink-
um atvinnumál og afskipti sveitar-
stjórna af þeim.
Salome Porkelsdóttir, formaður Sam-
bands sveitarfélaga í Reykjanes-
umdæmi — SASÍR — flutti kveðjur
samtaka sinna og ræddi síðan mál-
efni Krísuvíkurskóla, sem samtökin
standa sameiginlega að.
Matthías A. Mathiesen, alþingismað-
ur, flutti fundinum kveðjur þing-
manna kjördæmisins.
Skýrsla stjórnar
Jón K. Ólafsson flutti skýrslu um
störf fráfarandi stjórnar SSS, sem
haldið hafði sjö stjórnarfundi á árinu.
Skýrði hann m. a. frá könnun á
hjúkrunarþörf aldraðra á Suðurnesj-
um, sem Heilsugæzlustöð Suðurnesja
heíði nýlega gert, frá starfi iðn-
ráðgjafa, úttekt á símamálum og
fleiru, sem stjórnin hafði látið til sín
taka.
Haraldur Gíslason, framkvæmda-
stjóri SSS, skýrði ársreikning SSS og
kostnaðaryfirlit vegna embættis
heilbrigðisfulltrúa á Suðurnesjum.
Ársreikningarnir voru síðan bornir
upp og samþykktir.
Niðurstöðutölur tekju- og gjalda-
reiknings árið 1981 voru kr.
515.952.— og efnahagsreiknings pr.
31.12.1981 kr. 487.178.-.
Gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta
starfsár var vísað til stjórnar SSS.
Iðnþróunarfélag - iðnþróunar-
sjóður
Halldór Arnason, iðnráðgjafi á
Austurlandi, flutti fyrsta framsögu-
erindið á fundinum. Kynnti hann
þau iðnþróunarfélög, er stofnuð
hefðu verið í öðrum landshlutum, og
iðnþróunarsjóði. Einnig skýrði hann
frá starfsemi Iðntæknistofnunar á
sviði iðnráðgjafar.
Möguleikar í matvælaiðnaði
Bj'órn Dagbjartsson, forstjóri Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins, flutti
eftir hádegisverðarhlé erindi, er hann
nefndi Atvinnumál — möguleikar í
matvælaiðnaði. Taldi Björn ýmsa
möguleika vera fyrir hendi á Suður-
nesjum á sviði matvælaiðnaðar.
Staðarval orkufreks
iðnaðar á Suðurnesjum
Porsteim Vilhjálmsson, formaður
staðarvalsnefndar, gerði grein fyrir
starfi staðarvalsnefndar og ýmsum
forsendum, sem nefndin taldi þurfa
að vera fyrir hendi til uppbyggingar
orkufreks iðnaðar. Flestar þær for-
sendur eru til staðar á Suðurnesjum.
Ræddi hann um þrjá staði, sem
nefndin teldi álitlega undir slíkan
iðnað, Helguvík við Keflavíkurkaup-
stað og Vogarstapa og Vatnsleysuvík
í Vatnsleysustrandarhreppi. Á þess-
um stöðum væri auðvelt að skapa
hafnaraðstöðu fyrir 15 — 50 þús.
tonna skip, en nálægt 600 manns
myndu starfa í t. d. álverum, sem
hann taldi einkum koma til greina á
þessum stöðum. Einnig hefði Krísu-
víkursvæðið upp á margt að bjóða,
og fleiri möguleikar á minni iðnfyrir-
tækjum væru álitlegir á Suður-
nesjum.
Miklar umræður urðu síðan um
atvinnu- og iðnaðarmál á fundinum.
Skipulagsmál
Sigurður Thoroddsen, arkitekt hjá
Skipulagi ríkisins, flutti síðan erindi
um skipulagsmál á Suðurnesjum.
Kvaðst hann gera ráð fyrir, að fljót-
lega yrði sett á stofn svæðaskipulags-
nefnd um Suðurnes, sem hvert sveit-
arfélag á svæðinu ætti aðild að. Um
langt árabil hefur starfað nefnd, er
SVEITARSTJÓRNARMÁL