Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 26
„Brúðkaup árslns", sögðu ýmslr fundarmanna, er samelnlng SASÍR og SSH hafðl verið samþykkt og formaður SSH, Richard Björgvinsson, færði Salome Þorkelsdóttur, formanni SASlR, hvítan blómvönd, sem sterklega líktist brúðarvendi. Ritstjóri Sveitarstjórnarmála lengst til hægri var hafður með á myndinni eins og svaramaður. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon. ins. Forstöðumaður Skipulagsstof- unnar, Gestur Ólafsson, arkitekt, gegnir jafnframt því starfi sínu starfi framkvæmdastjóra Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. Richard Björgvinsson, formaður SSH, kvaddi sér hljóðs, er tillagan um samruna SASÍR og SSH hafbi verið samþykkt. Gerði hann grein fyrir efni samnings milli sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu um Skipulagsstofuna og fagnaði sam- runa sambandanna. Richard færði fráfarandi formanni SASÍR, Salome Þorkelsdóttur, alþingismanni, blóm- vönd og þakkaði henni langt og gott starf í þágu samtakanna. Aðalfundurinn samþykkti síðan tillögu um að fela fráfarandi stjórn og varastjórn SASÍR að starfa sem skilanefnd fyrir samtökin. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri í Seltjarnarneskaupstað, kvaddi sér hljóðs, rifjaði upp ýmislegt úr sögu SASÍR, einkum frá fyrstu árum þess, minntist ýmissa þeirra, er starfað höfðu sem brautryðjendur samtak- anna og óskaði síðan hinum nýju sameiginlegu samtökum sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæði brautar- gengis. Lagafrumvarpi mótmælt Undir dagskrárliðnum Önnur mál var borin upp og samþykkt svofelld tillaga, sem stjórn SASÍR lagði fram í tilefni af frumvarpi til laga, sem þá hafbi verið borið fram á Alþingi: „Aðalfundur SASÍR, haldinn í Kópavogi 11. des. 1982, mótmælir harðlega nýframlögðu stjórnarfrum- varpi um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Fundurinn telur, að með bráða- birgðaákvæði við 4. gr. séu með óþol- andi hætti höfb afskipti af sjálfs- ákvörðunarrétti sveitarfélaga og tekin ákvörðun um mál, sem sveitar- stjórnarmenn hljóta einir að verða að bera ábyrgð á gagnvart kjósendum." 1 fundarlok flutti Salome Þorkels- dóttir hinum nýstofnuðu lands- hlutasamtökum árnaðaróskir sínar, þakkaði fráfarandi stjórn SASf R gott samstarf og sagði fundinum slitið. Stjórnsýslukerfi átján ár í mótun Samtök sveitarfélaga í Reykjanes- umdæmi, sem nú hafa verið lögð nið- ur og sameinuð Samtökum sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu, voru stofnuð í Félagsheimili Kópavogs að frumkvæði bæjarstjórnarinnar þar hinn 6. nóvember 1964 eða fyrir átján árum, og fyrsti formaður þess var Hjálmar Ólafsson, þáv. bæjar- stjóri í Kópavogi, en hann átti þá sæti í stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Samtökin voru fyrstu heildarsamtök sveitarfélaga í kjör- dæmi og því fyrstu landshluta- samtökin í núverandi mynd. Samtök- in áttu þátt í að koma á samstarfi sveitarfélaganna í Reykjanes- kjördæmi á ýmsum sviðum, þar á meðal á Suðurnesjum. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum var stofnað á árinu 1978, og aðildar- sveitarfélög þess sögðu sig þá úr SASÍR. Á árinu 1975 hafði Hafnar- fjarðarkaupstaður sagt sig úr samtök- unum. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu voru stofnuð 4. apríl 1976, og var þeim fyrst og fremst ætlað að koma á nánara sam- starfi sveitarfélaganna þar á sviði skipulagsmála og á sviði atvinnu- og samgöngumála, en voru almennt ekki flokkuð til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Eftir samruna SASÍR og SSH, Samtaka sveitarfélga á höfuðborgarsvæðinu, sem telja sig landshlutasamtök, er Reykjavíkur- borg í fyrsta skipti aðili að slíkum samtökum, og jafnframt má líta svo á, að með því nái núverandi lands- hlutasamtök til allra sveitarfélaga landsins. Því má telja líklegt, að sam- eining þessara samtaka í ein, sem öðlaðist gildi um sl. áramót, muni síðar meir teljast til nokkurra tíma- móta í þróun stjórnkerfis sveitarfé- laganna á landinu. Landshlutasamtökin eru nú sjö að tölu, einu færri en kjördæmin, sem eru átta. Falla þau saman við kjör- dæmin að öðru leyti en því, að á Norðurlandi ná ein samtök yfir tvö kjördæmi, en Reykjaneskjördæmi skiptist í tvenn landshlutasamtök, og er Reykjavíkurborg í öðrum þeirra, Samtökum sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu. U. Stef. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.