Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 28

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 28
BJÖRN FRIÐFINNSSON, formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga: ERFIÐIR TÍMAR FRAMUNDAN Ávarp við setningu ráðstefnunnar Inngangur Eg býð ykkur vclkomin á þessa fjármála- ráðstefnu, sem orðin er árviss viðburður í starfsemi Sambands ísl. sveitarfélaga. Þátttaka í ráðstefnunni er væntanlega nokkur vitnisburður um nytsemi hcnnar, en þátttakendur hafa aldrei verið flciri en nú. Niðurstöður þessara fjármálaráðstefna hafa verið hluti forsendna f'yrir fjárhagsáætlun flestra sveitarfélaga síðustu árin, og því hefur verið reynt að vanda sem mest til vals á fyrirlesurum og til framlagningar þeirra tölulegu upplýsinga, sem hér liggja fyrir. íslenzka þjóðin stendur nú á nokkrum vega- mótum í sögu sinni. Mikið þenslu- og uppbygging- arskeið er að baki, en framundan virðist tímabil með hægari hagvexti og jafnvel samdrætti á ýmsum sviðum. Vonandi verður það tímabil ekki langt, en við verðum að líta raunhæfum augum á ástand mála og þau vandamál, sem því eru samfara. Fjár- hags- og stjórnmálaleg vandamál fylgja jafnan að- lögun að breyttum aðstæðum í lífi þjóðar, og þau koma fram í lífi einstaklinga og fjölskyldna til sjávar og sveita. A komandi ári er t.d. veruleg hætta á samdrætti í atvinnu og atvinnuleysi. Þótt það bitni fyrst og fremst á einstaklingum, þá skapar það sveitarfélögunum einnig aukinn vanda, sem þau þurfa að glíma við. Sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélag- anna standa jafnan í fremstu víglínu í baráttunni við ýmis vandamál samfélagsins. Það er því afar mikilvægt, að sveitarfélögin og sjóðir þeirra séu fjárhagslega í stakk búin til þess að taka á sig herkostnaðinn af baráttunni. Þau erindi, sem hér verða flutt, geta hjálpað mönnum til þess að búa sig undir erfiðleika næsta árs. Fjárhagsstaða sveitarfélaganna Efnahagsóvissa í þjóðfélaginu er nú meiri en áður og var þó ærin fyrir. Verðbólgan er 58— 103% eftir því hvaða mælikvarða menn velja sér, og hefur hún aldrei í 1100 ára sögu þjóðarinnar verið meiri. Verulegur samdráttur í neyzlu og fjármunamyndun er fyrirsjáanlegur á næsta ári. Fjárhagsstaða sveitarfélaganna mótast af þessu umhverfi. Innheimta sveitarsjóðsgjalda hefur víðast versnað það, sem af er árinu, og verður að gera ráð fyrir versnandi innheimtuhlutfalli á næsta ári. Kaupmáttur tekna sveitarfélaganna hefur jafn- framt minnkað mcira en ætlað var fyrir ári, og því munu mörg sveitarfélög standa illa fjárhagslega við lok þessa árs, og talsverðar lausaskuldir hafa mynd- azt hjá sveitarsjóðum. Verður að taka greiðslu þeirra með í dæmið við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. Mörg sveitarfélög hafa nýtt sér lánsfé í ríkum SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.