Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Side 30
Fjárhagshorfur sveitarfélaga
Þegar verðlagsþróun, útgjöld og tekjur sveitarfé-
laga á komandi ári eru virt, hlýtur niðurstaðan að
verða hvatning til sérstakrar aðgátar í fjármálum
sveitarfélaganna.
Auka þarf enn frekar aðhald með útgjöldum.
Sparsemi og keríisbundin kostnaðarlækkun eru víg-
orð dagsins. Draga þarf úr fjárfestingu sveitarfélaga
eins og frekast er unnt, en í staðinn verður að kanna
mögulcika á betri nýtingu þeirra mannvirkja, sem
þegar hafa verið byggð upp.
Sveitarstjórnarmenn þurfa að meta óskir og kröf-
ur sérfræðinga með gagnrýnisaugum. Krísuvíkur-
skólinn er okkur þörf áminning, en einnig rnætti
benda á óhóflega stærð og búnað sumra þeirra
mannvirkja, sem reist hafa verið í nafni aukinnar
heilsuverndar á síðustu árum.
Ytri skilyrði fyrir góðri fjárhagsstöðu sveitarfé-
laga fara nú versnandi eins og rakið hefur verið, en
það scgir þó ekki, að fjárhagshorfur sveitarfélag-
anna þurfi að versna að sama skapi. Með réttum
stjórnunaraðgerðum, sem gripið er til í tæka tíð, er
hægt að búa sveitarfélögin undir erfiða tíma. Slík-
um tímum geta menn ekki mætt með allt niðrum sig
í fjárhagslegum skilningi.
Þeim verður að mæta með styrkri fjármálalegri
forsjá.
Fjármálastefna sveitarfélaga
Það er ætlunin að hafa síðar á þessari ráðstefnu
almennar umræður um fjármálastefnu sveitarfélaga
í framhaldi af þeim erindum, sem hér verða ílutt.
Við þær aðstæður, sem nú hafa skapazt, er nauð-
synlegt, að sveitarstjórnir marki sér ákveðna fjár-
málastefnu bæði varðandi nýtingu tekjustofna og
varðandi útgjöld. Oft er talað um „núll-grunns“
fjárhagsáætlanir, þ.e. öll útgjöld eru tekin til endur-
skoðunar, cn ekki bara sú viðbót, sem kemur vegna
nýrra þarfa á ári hverju. Þá hugsun verða menn að
tileinka sér í auknum mæli. Og það er ekki einungis
nýting tekjustofna, sem okkur ber að íhuga. Hvað
með önnur verðmæti svo sem húsnæði og tæki? Er
nýting þessa nægilega góð? Og hvernig nýtum við
þá auðlind, sem fólgin er í fólkinu, sem með okkur
býr í sveitarfélaginu? Hvernig nýtum við t.d. þá
sjálfboðnu þjónustu borgaranna, sem ávallt má
finna, ef eftir er leitað?
Víða annast nú t.d. launaðir starfsmenn sveitar-
félaga umsjón með tómstundastarfi unglinga og
aldraðra, sem áður var sinnt af þjónustufúsum sjálf-
boðaliðum úr sveitarfélaginu.
Um leið er íþrótta- og skátafélögum, svo dæmi
séu nefnd, gert erfiðara að fá leiðtoga til starfa.
Sveitarfélögin ættu að nýta sér sjálfboðna krafta í
auknum mæli við félagslega þjónustu og leitast við
að laða þá til starfa í þágu samfélagsins. Það er
staðreynd, að flestir landsmenn finna glcði og
fullnægju í því að gefa af sjálfum sér í annarra þágu.
Sveitarfélögin verða líka að forðast að binda
hendur sínar í fjármálalegum ráðstöfunum með of
stórum verkáfongum í verklegum framkvæmdum.
Með því móti koma fjármunir seint að notum, og
mögulcikar til þcss að stýra útgjöldum sveitarsjóðs
eftir innheimtu og byrði rekstrarútgjalda skerðast
verulega.
Fjármögnun opinberrar þjónustu
Opinber þjónusta er fjármögnuð með sköttum,
þjónustugjöldum eða hvoru tvegga.
í mörgum tilvikum er óhugsandi að innheimta
þjónustugjöld, en í öðrum tilvikum er þjónustan
þess eðlis, að hún gæti út af fyrir sig verið í höndum
einkaaðilja, en hið opinbera hefur afýmsum ástæð-
um tekið hana að sér.
Hér er ekki verið að leggja til breytingu á þeirri
skipan, en um langt skeið og fram til síðustu ára-
móta hafa, eins og kunnut er, gilt hér verðstöðvun-
arlög.
Aldrei hef'ur verið gerð fræðileg úttekt á áhrifum
þeirrar löggjafar á verðlag í landinu, en lögin hafa
veitt ríkisstjórnum vald til þess að ákvarða verðlag
á ýmissi þjónustu sveitarfélaganna þannig, að þær
hafa getað velt halla af rekstri þjónustunnar yfir á
sveitarsjóði.
Um réttmæti þessa eru skiptar skoðanir, en ríkis-
stjórnir hafa hvað scm því líður verið örlátar á gjafir
úr sveitarsjóðum.
SVEITARSTJÓRNARMÁL