Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 33
Á vegum sveitarfélaganna er rekinn fjöldi fyrir- tækja og stofnana með sjálfstætt reikningshald og sjálfstæðan fjárhag. Sérstakir rekstrarþættir bæjar- félaganna eru oft gerðir upp sem sérstök fyrirtæki, s. s. áhaldahús, vélamiðstöð o. fl., og koma þá árs- reikningar þeirra ekki inn í ársreikning bæjarsjóðs. Sama gildir um ýmsa sjóði, sem stofnaðir hafa verið á vegum bæjarfélaganna. Yfirleitt eru ársreikningar fyrirtækjanna birtir með ársreikningum sveitar- sjóðanna, en það er þó ekki algild regla. Aðeins örfá sveitarfélög semja svokölluð samstæðureikningsskil eða samandreginn ársreikning sveitarsjóðs og fyrir- tækja hans. í samstæðureikningsskilum er birt heildarmynd af rekstri, framkvæmdum og fjárhags- stöðu sveitarfélagsins. Þar koma fram heildareignir og heildarskuldir, en innbyrðis skuldir og inneignir eru felldar brott. Gerð samstæðuársreiknings er þýðingarmikil í þeim tilvikum, sem starfsemi á vegum sveitarfélags er dreiíð í mörgum fyrirtækjum og stofnunum með sjálfstætt reikningshald. Með þeim fæst nauðsynleg heildaryfirsýn yfir umsvif sveitarfélagsins og fjár- hagsstöðu þess á hverjum tíma. Ákvæði sveitarstjórnarlaga um form og innihald ársreikninga sveitarfélaga eru ekki mikil að vöxtum. Þau varða nánast engu formið, sem ákveðið skal af félagsmálaráðuneytinu, eins og áður segir. Engin ákvæði eru um þær upplýsingar, sem veita skal um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Verulegar breytingar hafa orðið á gerð reiknings- skila hér á landi á síðustu árum, einkum í kjölfar nýrra laga um hlutafélög. Meiri upplýsingar eru nú almennt gefnar um fjármál fyrirtækja en áður. Reikningsskil sveitarfélaganna hafa þróazt að nokkru í sömu átt, en það er þó ennþá í undantekn- ingartilvikum, sem gefnar eru ýmsar upplýsingar í ársreikningum sveitarfélaga, sem nauðsynlegar eru við mat á afkomu þeirra og fjárhagsstöðu. Hér má t. d. nefna: • Skýringar varðandi reikningsskilaaðfcrðir, svo sem varðandi færslu verðtryggðra skulda, með- ferð fjármagnskostnaður, mat á eignum o. fl. • Upplýsingar um veðsctningar og ábyrgðir, scm sveitarfélagið hefur tekið á sig vegna eigin fyrir- tækja og vegna annarra aðila. Fjárhagsáætlanir Samkvæmt 46. gr. sveitarstjórnarlaga skulu sveit- arfélög gera áætlun um tekjur og gjöld fyrir hvert reikningsár, og skulu þær liggja fyrir í desem- bermánuði næst á undan. Fjárhagsáætlanir og regluleg reikningsskil sveit- arfélaganna eru þau helztu tæki, sem sveitarfélögin hafa til að stýra fjármálum sínum. Það er því forsenda öruggrar fjármálastjórnar, að vandaðar fjárhagsáætlanir liggi fyrir á hverjum tíma og að með þeim sé fylgzt með reglulegum upplýsingum úr bókhaldi. Svo virðist sem hér sé nokkur brotalöm á hjá sveitarfélögum. Ennþá eru fá sveitarfélög, sem náð hafa góðum tökum á áætlanagerð og reglulegu eftir- liti með stöðu áætlana með samanburði við rauntöl- ur. Fjárhagsáætlanir eru gerðar um tekjur og gjöld, en helzti annmarki þeirra virðist sá, að lokun þeirra fer ekki fram með raunhæfum hætti. Þess er ckki gætt sem skyldi að áætla fyrir breytingum á ýmsum efnahagsliðum, svo sem breytingum á óinnheimtum tekjum, uppsöfnuðum skammtímaskuldum o. íl. Af' þessu leiðir m. a., að samanburður við rauntölur reikningsskila verður oft ekki mögulegur að þessu leyti. Ef ná á betri árangri við gerð fjárhagsáætlana og greiðsluáætlana og þar með virkara eftirliti með fjárreiðum sveitarfélaganna, þarf að gera átak í þessum efnum. Spurning er, hvort ekki væri mögu- legt að auka leiðbeiningarstarfsemi á þessu sviði og vinna að samræmingu í áætlanagerð. Rétt er að taka fram í þessu sambandi, að ástandið er ekki eins hjá öllum. Nokkur stór sveitar- félög hafa góð tök á þessum mikilvæga þætti, en svo virðist sem víða hafi allt farið úr böndum. Rekstur, framkvæmdir og fjárhagsstaöa kaupstaðanna 1979, 1980 og 1981 Eins og ég gat um í upphafi, hef ég unnið upplýs- ingar úr ársreikningum kaupstaðanna fyrir árin SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.