Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 34

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 34
1979, 1980 og 1981 varðandi rekstur þeirra, fram- kvæmdir og fjárhagsstöðu. í kaupstöðunum hafa búið um 75% íbúa landsins á þessum árum. Söfnun upplýsinga náði aðeins til bæjarsjóðanna, en ekki fyrirtækja þeirra og stofnana. Þau yfirlit, sem ég hefi gert, sýna því ekki heildarmynd af stöðu bæjarsjóðanna, en þátttaka þeirra í atvinnurekstri er mjög mismikil. Fyrirvara verð ég að hafa varðandi réttmæti yíir- litanna vegna ósamræmis í framsetningu árs- reikninganna og mismunar bókunar eða ílokkunar einstakra liða. Á yfirliti I hér fyrir neðan eru rekstrar- og fram- kvæmdayfirlit fyrir árin 1979—1981 á verðlagi hvers árs. Reiknaður er hundraðshluti hvers tekju- og gjaldaflokks miðað við heildartekjur. Auk rekstrar- tekna og -gjalda er getið um framkvæmdakostnað og fjárfestingu. Niðurstaðan sýnir tekjur umfram gjöld eða gjöld umfram tekjur, sem síðan hefur áhrif á lánahreyfingar og hreint veltufé. Þegar litið er á hlutfall einstakra tekju- og gjalda- liða í heildinni, verður ekki sagt, að um miklar breytingar sé að ræða á þessum þremur árum. Rekstrargjöld kaupstaðanna allra hækka úr 70% í 74% af heildartekjum. Hjá Reykjavíkurborg eru rekstrargjöldin 66—70%, en hjá öðrum kaupstöð- um saman 75—77%. Framkvæmdakostnaður og fjárfesting nemur 25 — 33% af heildartekjum. Heildarútgjöld fara aldrei fram úr heildartekjum hjá Rcykjavíkurborg, en hjá öðrum kaupstöðum fara útgjöldin 7% fram úr tekjum á árinu 1980 og 6% 1981. Kemur þetta fram í aukinni skuldasöfn- un, og mun ég víkja nánar að því hér á eftir. Niðurstöður yfirlitanna eru þessar: 1979 1980 1981 Rekstrargjöld 70 71 74 Framkvæmdir, (járfesting . . 25 33 28 Samtals 95 104 102 Tekjur umfram gjöld 5 (4) (2) Á súluriti I á bls. 98 eru fjárhæðir úr rekstrar- og framkvæmdayfirlitum reiknaðar til meðalverðlags ársins 1981. Þegar einstök sveitarfélög eru skoðuð, þá er misvægi tekna og gjalda í mörgum tilvikum mun meira en þessar niðurstöður gefa til kynna. Á það einkum rætur að rekja til sveiflukenndra fram- kvæmda og Qárfestingar, sem getur átt sínar eðli- legu skýringar. Meiri munur er á fjárhagsstöðu bæjarsjóðanna, YFIRLIT I. Rekstrar- og framkvæmdayfirlit kaupstaðanna árin 1979, 1980 og 1981. þús.kr. Kaupstaóir samtals kr. % 1979 Revkjavík kr. % Aðrir kaupstaóir kr. % Kaupstaói samtals kr. r 1980 Reykjavík kr. % Aórir kaupstaói kr. r % Kaupstaóir samtals kr. % 1981 Reykjavík kr. % Aórir kaupstaói kr. r. % REKSTRARTEKJUR: Útsvör 263.389 5 128.218 50 135.171 56 419.684 52 205.002 51 214.682 55 653.183 53 314.448 51 338.735 55 Aóstöóugjöld 63.653 13 41.836 17 21.817 9 95.521 12 61.590 15 33.931 9 '150.070 12 94.370 15 55.700 9 Fasteignagjöld 66.273 13 36.230 14 30.043 12 107.371 13 59.186 15 48.185 12 170.716 14 94.456 15 76.260 12 Aórir skattar 9.956 2 951 0 9.005 4 13.405 2 1.349 0 12.056 3 21.082 2 2.450 1 18.632 3 Jöfnunarsjóóur 53.821 11 25.894 10 27.927 11 92.535 12 44.305 11 48.280 12 143.502 11 69.380 11 74.122 12 Aðrar tekjur 40.490 8 21.538 9 18.952 8 70.967 9 33.980 8 36.987 9 93.980 8 40.027 7 53.953 9 Kekstrartekjur samtals 497.582 100 254.667 100 242.915 100 799.533 100 405.412 100 394.121 100 1.232.533 100 615.131 100 617.402 100 REKSTRARGJÖLD: Yfirstjórn 26.101 5 8.885 3 17.216 7 39.650 5 12.247 3 27.403 7 59.191 5 18.935 3 40.256 7 Almannatryggingar, félags- hjálp 95.235 19 54.397 21 40.838 17 150.130 19 93.280 23 56.900 14 252.303 20 151.860 24 100.443 16 Heilbrigóismál 13.218 3 6.807 3 6.411 3 19.972 3 11.168 3 8.804 2 30.031 2 16.659 3 13.372 2 Fræóslumál 62.359 12 29.173 12 33.186 14 102.292 13 47.337 12 54.955 14 157.181 13 73.992 12 83.189 14 Menningarmál 13.918 3 7.631 3 6.287 3 19.704 2 11.579 3 8.125 2 32.778 3 18.414 3 14.364 2 Æskulýðs-,iþróttamál og útivist 26.813 5 15.023 6 11.790 5 49.508 C 24.036 6 25.472 7 69.237 6 37.068 6 32.169 5 Brunamál og almannavarnir .. 8.805 2 3.659 1 5.146 2 14.005 2 5.697 1 8.308 2 21.105 2 8.121 1 12.984 2 Hreinlætismál 28.755 6 17.044 7 11.711 5 44.1J0 6 25.587 6 18.543 5 72.004 6 40.581 7 31.423 5 Skipulags- og byggingarmál . 9.044 2 3.063 1 5.981 2 16.849 2 8.580 2 8.269 2 34.474 3 14.229 2 20.245 3 Götur, holræsi, umferóarmál 24.658 5 13.589 5 11.069 4 47.571 6 22.620 6 24.951 6 62.820 5 33.911 6 28.909 5 Fjármagnskostnaóur 24.263 5 6.554 3 17.709 7 33.292 4 805 0 32.487 8 65.741 5 5.478 1 60.263 10 Önnur gjöld 16.628 3 2.734 1 13.894 6 26.947 3 5.227 1 21.720 6 51.956 4 12.390 2 39.066 6 Rekstrargjöld samtals 349.797 70 168.559 66 181.238 75 564.190 71 268.163 66 295.937 75 908.821 74 432.138 7G 476.683 77 FRAMKVÆMDIR OG FjARFESTING . . . 124.847 25 65.925 26 58.922 2<* 262.355 33 136.778 34 125.577 32 351.617 28 171.789 28 179.828 29 Gjöld samtals 474.644 95 234.484 92 240.160 99 , 826.455 104 404.941 100 421.514 107 1.260.438 102 603.927 98 656.511 106 TEKJUR UMFRAM (GJÖLD) 22.938 5 20.183 8 2.755 1 ( 26.922)( 4) 471 0 27.393)( 7) ( 27.905)( 2) 11.204 2 ( 39.109)( 6) þegar efnahagsreikningar þeirra eru skoðaðir. I efnahagsreikningum eru eignir metnar með mis- munandi hætti, og í þeim samanburði, sem ég geri, eru fastafjármunir, þ. e. lóðir, lendur, skólabygging- ar og önnur mannvirki, sem ætluð eru til varan- legrar eignar, ekki talin með. Til eigna eru aðeins taldir veltufjármunir, skuldabréfog aðrar langtíma- kröfur, sem standa á móti skuldum og unnt er að nota til greiðslu þeirra. Eignf’ærsla annarra fasta- fjármuna í efnahagsreikningi og stöðugt endurmat þeirra hefur litla þýðingu, þegar meta á fjárhags- stöðuna, og mun ég koma að þessu atriði síðar. Yfirlit II á bls. 99 sýnir fjárhagsstöðu kaupstað- anna á verðlagi hvers árs. Þar kemur fram mikill munur á stöðu kaupstaðanna og vaxandi skulda- söfnum. í árslok 1981 eru skuldir á hvern íbúa 2.484 kr. að meðaltali. Þar sem skuldirnar eru lægstar, nema þær 1.354 kr. á íbúa, en hæst 8.894 kr. Munurinn er 6.6 faldur. Ef skuldirnar eru reiknaðar sem hundraðshluti af heildartekjum, nema þær að meðaltali 35% af heildartekjum ársins 1981. Hjá þeim kaupstað, sem mest skuldar, nema þær 127% af tekjum, en lægst cru þær 20% af tekjum, en fara hækkandi. Á súluriti II á bls. 100 eru eignir og skuldir í lok hvers árs reiknaðar til verðlags í árslok 1981. Þar kemur fram greinileg skuldaaukning kaupstaðanna í heild, og bilið milli eigna og skulda eykst. Sú þróun, sem fram kemur í þessari samantekt varðandi fjárhagsstöðu bæjarsjóðanna, er umhugs- unarefni að mínu mati. Þegar heildargjöld fara verulega fram úr heildartekjum ár eftir ár, verður að brúa bilið með lántökum. Þar með er verið að verja tekjum næstu ára fyrirfram og binda hendur komandi sveitarstjórna, en lánin verða ekki greidd nema með tekjum. Þótt stofnað hafi verið til skulda á síðustu tveimur til þremur áratugum, hefur það ekki verið sérstakt áhyggjuefni, því mörg þeirra lána hefur ekki þurft að endurgreiða. Það hefur verðbólgan séð um. Nú eru aðrir tímar. Sá skulda- halli, sem nú er stofnað til, eltir endalaust, þar til frá honum er gengið með jafn vcrðmætum krónum og þeim, sem fengnar voru að láni við stofnun skuldar. Þetta er mikil breyting, scm hafa verður í huga, þegar ákvarðanir eru teknar um lántökur. SVEITARSTJÓRNARMÁL SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.