Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 40
Fulltrúar Selfosskaupstaðar á ráð-
stefnunnl, talið frá vinstri:
Heiödís Gunnarsdóttir, varabæjarfull-
trúi; Guðfinna Ólafsdóttir og Ingvi
Ebenhardsson, bæjarfulltrúar; Helgi
Helgason, bæjarritari; Jón Guð-
björnsson, bæjartæknifræðingur;
Jón B. Stefánsson, fv. félagsmála-
stjóri, og Stefán Ómar Jónsson,
bæjarstjóri.
Sambandið telur, að f'ramangreind kynningar-
starfsemi sé nauðsynleg, ef stefnt er að því að taka
hið nýja eyðublaðaform í notkun fyrir ársreikninga
sveitarfélaga fyrir árið 1980.“
Þegar var hafizt handa um að verða við ósk
Sambands ísl. sveitarfélaga. Nýtt eyðublað undir
reikningsskil sveitarfélaga lá fyrir á hausti 1979, og
var það kynnt á ráðstefnu sveitarstjórnarmanna á
Hótel Sögu 13. nóvember 1979. Félagsmálaráðu-
neytið ákvað, að þetta nýja form skyldi tekið í
notkun f'rá og með reikningsárinu 1979. Samband
ísl. sveitarfélaga hafði áður samþykkt það. Hinu
nýja eyðublaði var síðan drcift til sveitarfélaga í
janúar 1980, ásamt með bréfi, þar sem skýrt var frá
tildrögum þessarar breytingar og að hverju væri
stef'nt með henni. Auk skýringa á sjálf'u eyðublað-
inu, f'ylgdi útfyllt reikningsform til lciðbeininga og
skýringa svo og eintak af ritlingnum „Bókhaldslyk-
ill sveitarfélaga. Lciðbeiningar um færslu sveitar-
sjóðareikninga“, f'rá nef'ndinni, sem hafði undirbúið
breytinguna.
Um það var full eining meðal þeirra, er undir-
bjuggu þessa breytingu, að mcð gildistöku hennar
yrði að f'ylgja því fast eftir, að 'óll sveitarféióg skiluðu
ársreikningum sínum til Hagstofunnar á hinu lög-
skipaða reikningsformi. Um þetta eru ótvíræð f'yrir-
mæli í 53. gr. sveitarstjórnarlaga: „Sveitarfélögum
102 er skylt að gera ársreikninga sína í því formi, sem
ráðuneytið ákveður, sbr. 1. málsgrein." Hins vegar
hefur það viðgengizt, eins og áður segir, að sveitar-
félög skiluðu ársreikningum í margvíslegu öðru
formi, til mikils óhagræðis við úrvinnslu reikninga
og til rýrnunar á notagildi niðurstaðna eins og
Hagstofan birtir þær. í bréfi Hagstof'unnar til
sveitarstjórna í janúar 1980 var það áréttað sérstak-
lega, að frá og með gildistöku hins nýja reiknings-
forms skyldu öll sveitarfélög skila ársreikningum
sínum á því. Sýslumenn og bæjarfógetar sjá um
innheimtu ársreikninga sveitarfélaga, og skrifaði
Hagstof'an þeim sérstakt bréf í janúar 1980 um
gildistöku nýs reikningsforms. Einnig þar var undir-
strikað, að öll sveitarfélög skyldu skila ársreikning-
um á hinu nýja formi. Þetta hef'ur verið áréttað
síðan í bréfum til héraðsdómara, þar sem þeir hafa
verið hvattir til að herða á innheimtu ársreikninga
sveitarfélaga.
A vegum Sambands íslenzkra sveitarfélaga hefur
verið unnið ötullega að því að kynna svcitarstjórn-
armönnum hinn nýja reikningslykil með tilheyrandi
nýju reikningsformi. Haldin hafa verið sérstök bók-
haldsfræðslunámskeið á Suðurlandi, Norðurlandi
og Austurlandi, auk þess sem þessi mál hafa verið
tekin til meðf'erðar á f'ræðslunámskeiðum á
Egilsstöðum og Húsavík.
Af'þessu er ljóst, að mikil áherzla hefur verið lögð
á að kynna hið nýja reikningsform, og sérstaklega
SVEITARSTJÓRNARMÁL