Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 43

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 43
GUÐMUNDUR B. ÓLAFSSON, framkvæmdastjóri Lánadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins: ÞÁTTUR BYGGÐASJÓÐS í FJÁRMÖGNUN GATNAGERÐAR í ÞÉTTBÝLI Samkvæmt dagskrá þessarar ráðstefnu er mér ætlað að segja eitthvað um lánsfjármál gatnagerðar í þéttbýli og þá sér í lagi aðild Framkvæmdastofn- unar og Byggðasjóðs að þeim málum. Víst er um það, að mál þessi hafa verið mjög ofarlega á baugi í Framkvæmdastofnun á undanfornum árum og mik- ið að þessu verkefni unnið. Þetta hefir einkum gerzt í áætlanadeild Framkvæmdastofnunar samkvæmt eðli málsins, þar sem um er að ræða áætl- unarverkefni, sem ætlað var að ná yfir tímabil margra ára og vinnast með skipulegum hætti fram- kvæmda og fjármögnunar. Þótt áætlanir þessar væru sérlega verkefni áætl- anadeildar, hefir lánadeild vissulega átt hlut að máli, þar sem um er að ræða undirbúning mála, þannig að ákveða megi árlegar lánveitingar úr Byggðasjóði til þessara þarfa. Af þeim skýrslum, sem Framkvæmdastofnun hef- ir látið frá sér fara um þctta cfni, vil ég sérstaklega nefna ritið „Áœtlanir sveitarfélaga um gatnagerð íþéttbýli ogj]ármógnunarhugmyndir“, sem kom út íjanúar 1975, og ritið „Gatnagerð íþéttbýli, átetlanir sveitarfélaga árin 1977—1980“, er út kom í nóvember 1977. Aðild Framkvæmdastofnunar að gatnagerð í þéttbýli Hið fyrra þessara rita markar raunar upphaf aðildar Framkvæmdastofnunar að málefnum gatna- gerðar í þéttbýli, en í því er að sjálfsögðu stuðzt við athuganir, sem gerðar höfðu verið á vcgum samtaka sveitarfélaganna á árunum 1973 og 1974. Framkvæmdastofnuninni, jafnt sem sveitarfélög- um og samtökum þeirra, var á þessum árum að sjálfsögðu ljóst, að hér var um að ræða afar þýðing- armikið og brýnt verkefni. Verkefni, sem snerti daglegt líf fólksins í ríkum mæli og væri mikilvægt framfaramál, er stuðlaði að bættu umhverfi og auknu hreinlæti og hollustu og væri til þess fallið að treysta búsetu hinna einstöku þéttbýlisstaða. Af þessum sökum var ákveðið að vinna að skýrslu um málið, og kom hún út, eins og ég ncfndi, í janúar árið 1975. Jafnframt því að hafa almennt upp- lýsingagildi um ástand mála og fyrirætlanir sveitar- íélaganna var skýrslunni ætlað að auðvelda Fram- kvæmdastofnun ákvarðanatöku um fjárhagslega liðveizlu við framkvæmd mála. Þegar rakið er upphaf aðstoðar Framkvæmda- stofnunar við gatnagerð í þéttbýli, er jafnframt rétt að geta nokkurra annarra atriða, sem mjög stuðluðu að framgangi þessara mála auk þess mikla átaks og þcirra byrða, sem sveitarfélögin sjálf'tóku á sig í mynd aukinna fjárframlaga af eigin fé til þessara framkvæmda. Þar má nefna, að á árinu 1974 voru samin ný lög um gatnagcrðargjöld, sem heimiluðu álagningu svonefnds B-gjalds vcgna þátt- töku lóðarhafa í lagningu bundins slitlags á götur og gangstéttarlagningu. Þctta auðveldaði sveitarfé- lögunum að sjálfsögðu mjög fjármögnun bundins slitlags á götur. 105 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.