Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Side 45
þessum lánamálum við Byggðasjóð fyrir 1. júní,
skcrðist lánsfjárhæðin um cinn fjórða hluta, með því
að svo skammt er til næsta gjalddaga.
Frá því að Byggðasjóður hóf lánveitingar til
gatnagerðar í þéttbýli á árinu 1975 og til ársloka
1981, hefir sjóðurinn veitt alls 110 lán til sveitarfé-
laga að fjárhæð samtals um 29 millj. kr., miðað við
verðlag 1981.
Flest árin hefur sjóðurinn haft fé til að sinna þeim
lánsumsóknum, sem reglur gerðu ráð fyrir. Að vísu
hefir þá verið um að ræða lánveitingar ári síðar en
álagning gatnagerðargjalda fer fram, sem að vísu er
ekki jafn góður kostur og ef unnt hefði verið að veita
lánin á sama ári og framkvæmdir og álagning á sér
stað. í Framkvæmdastofnun er fullur hugur á að
bæta úr þessu, og á árinu 1982 var ætlunin að lána
einnig til framkvæmda, sem unnar hafa verið á
árinu. Því verða lánveitingar Byggðasjóðs til gatna-
gerðar hærri á árinu en nokkru sinni fyrr, eða alls
um 14 millj. kr., þar af 6 millj. kr. vegna fram-
kvæmda 1981 og 8 millj. kr. vegna framkvæmda
1982.
Það, scm út af stendur og ekki verður hægt að
afgreiða fyrir áramót 1982—1983, verður tekið til
afgreiðslu svo fljótt sem verða má á árinu 1983, en
það munu trúlega verða um 9 millj. kr.
Snemma árs 1982 voru samþykkt af Byggðasjóði
íbyggnir Borgnesingar á ráðstefnunni, talið frá vinstri,
Húnbogi Þorsteinsson, sveitarstjóri, Gísli Kjartansson,
oddviti, Georg Hermannsson, hreppsnefndarmaður, og
Sveinn Árnason, skrifstofustjóri.
gatnagerðarlán til 15 aðila að Ijárhæð um 6 millj.
kr. og sl. haust lágu fyrir lánaumsóknir að fjárhæð
um 17 millj. kr. frá 23 sveitarfélögum vegna fram-
kvæmda á liðnu sumri. Af þessum tölum má sjá, að
mikið er um framkvæmdir í gatnagerðarmálum, og
er gott til þess að vita, að málum þessum miðar vel
áfram.
Eins og ég sagði áður, hafa lánveitingar Byggða-
sjóðs vegna lagningar bundins slitlags numið um 29
millj. kr. til ársloka 1981, miðað við verðlag það ár.
Á sama tímabili hefir Lánasjóður sveitarfélaga lán-
Yfirlit um ástand gatnakerfis í þéttbýli í einstökum landshlutum árin 1976 og 1981 og lánveitingar
Byggðasjóðs til sveitarfélaga vegna gatnagerðar á árunum 1975—1981, á verðlagi ársins 1981.
Heildarlengd gatna Heildarlengd bundins slitlags Lán úr Byggða-
31.12.1976 31.12.1981 31.12.1976 31.12.1981 sjóði veitt ’75—’81
% % á verðlagi
Kjördæmi/sveitarfélög Metrar Metrar Metrar gatna Metrar gatna ársins 1981
Samandregið
Reykjavík 256.500 278.500 224.800 87.64 256.400 92.06 0
Reykjaneskjördæmi 203.433 235.092 77.405 38.04 175.469 74.72 313.000
Vesturlandskjördæmi 58.889 70.731 13.458 22.85 35.075 49.59 7.305.000
Vestfjarðakjördæmi 46.361 51.711 11.682 25.19 31.890 61.59 3.677.000
Norðurlandskjördæmi vestra 43.752 52.910 9.223 21.08 18.748 35.43 3.842.000
Norðurlandskjördæmi eystra 96.216 123.629 28.756 29.89 61.134 49.45 4.009.000
Austurlandskjördæmi 69.976 87.301 20.587 29.42 32.416 37.13 5.333.000
Suðurlandskjördæmi 91.720 98.277 21.545 23.49 43.182 43.94 4.490.000
Alls: 866.847 998.211 407.456 47.00 654.314 65.55 28.969.000
Landið alls án Reykjavíkur 610.347 719.711 182.656 29.92 397.914 55.29 28.969.000
107
SVEITARSTJÓRNARMÁL