Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 48
MAGNÚS PÉTURSSON, forstöðumaður Fjárlaga- og hagsýslustofnunar: SAMSKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA Á SVIÐI FJÁRMÁLA 1. Inngangur Mér voru gefnar býsna frjálsar hendur um cfnis- val til umræðu hér í dag. Efnið átti þó að snúast um samskipti ríkis og sveitarfélaga. Gjarnan mátti ég fjalla um þá peninga og t.d. þá fjármuni, sem velkj- ast á landamærum þessara tveggja aðila. Því er af ýmsu að taka. Eg hef valið að líta á samskiptamál ríkis og sveitarfélaga eins og þau koma mér fyrir sjónir séð af sjónarhóli Fjárlaga- og hagsýslustofn- unar. Þrennt ætla ég að fjalla um nokkrum orðum: 1. Samskipti sveitarfélaga við fjárveitingancfnd Al- þingis. 2. Samskipti ríkis og sveitarfélaga í tengslum við sameiginleg byggingarmál. 3. Uppgjörsmál ríkis og sveitarfélaga á kostnaði við sameiginleg verkefni, þar sem annar lcggur hin- um lið á fjármálasviðinu. 2. Samskiptin við fjárveitínganefnd Ég hygg, að fjárveitinganefnd Alþingis heimsæki flestir sveitarstjórnarmenn, standi þeir í umtals- verðum framkvæmdum. Það hefur lengi tíðkazt, að menn ættu greiðan aðgang að fjárveitingancfnd. Undanfarin ár hefur nefndin cða hluti hennar oft 110 starfað á sumrin og þá aðallega við afgreiðslu mála, sem ekki tókst að ljúka fyrir þingslit, og einnig hefur nefndin valið tiltekna málaflokka og kynnt sér sér- staklega. Undanfarin tvö sumur hefur fjárveitinga- nefnd t.d. kynnt sér rannsóknarstarfsemina í landinu. Reglubundnir fundir hjá nefndinni hefjast hins vegar ekki fyrr en undir lok septembermánað- ar. Undanfarin ár hefur nefndin notað síðustu 10-14 dagana fyrir þingsetningu til þess að taka á móti sveitarstjórnum, þar sem þær gera grein fyrir brýnustu hagsmunamálum sínum. Langflest fjárframlög, sem í fjárlagafrumvarpi birtast, t.d. til skólabygginga, sjúkrahúsa, dagvistarstofnana o.s.frv., eru óskiptar fjárhæðir. Oft er það einmitt erindi sveitarstjórnarmanna til fjárveitinganefndar að kynna sjónarmið heima- manna til tiltekinna framkvæmda. Iðulega er það nú þannig, að mönnum þykir knappt skammtað, þegar framlög til tiltekinna verkefna birtast í fjár- lögum. Verklag fjárveitinganefndar er þannig, að yfirleitt er byrjað á því að ætla fjármuni til fram- kvæmdaverkefna, sem hafin eru. Oft sýnist mér, að það fjármagn, sem í fjárlagafrumvarpinu er ætlað, hrökkvi varla til að halda áfram með hafin verk. Árlega er þó hafizt handa um ný verkefni, án þess að til þeirra séu ætlaðir fjármunir, sem nokkru nema. Það er mín skoðun, og ég ætla margra, að allt of mörg verkefni séu á byggingarstigi samtímis. Það SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.