Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 51
endurgreiðir sveitarfélagi sem svarar 50% af
stofnkostnaði. Þetta ákvæði cr þó því aðeins virkt,
að ríki og sveitarfélag haii gert með sér samning
um, að viðkomandi bygging skuli reist. Framlag
ríkisins greiðist þá á fjórum árum. Sveitarfélögin
gcta að sjálfsögðu framkvæmt hraðar. Það flýtir þó
ekki greiðslum ríkisins. Samkvæmt upplýsingum
menntamálaráðuneytisins er ólokið greiðslum ríkis-
ins vegna dagheimila, sem tekin eru til starfa, sem
nemur um 16,8 m.kr. á núverandi verðlagi.
Fjárveitingar samkvæmt íjárlagafrumvarpi fyrir
1983 nema 22. m.kr. Nú eru í byggingu 18 heimili.
Auk þess hefur verið veitt fé til 12 bygginga, sem
ekki eru hafnar. Samkvæmt upplýsingum mennta-
málaráðuneytisins liggja fyrir beiðnir um stuðning
við 13 ný dagheimili. Það á því við hér eins og
annars staðar, að framkvæmdahugur sveitarstjórn-
armanna er mikill.
Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitar-
félaga greiðast mánaðarlega eftir á. Aður en fram-
lag cr greitt út, eru skuldir viðkomandi sveitarfélaga
skuldajafnaðar við nokkra aðila. í raun hefur þetta
ákvæði virkað þannig, að skuld sveitarfélaga við
sameiginlega sjóði sveitarfélaga, þ.e.a.s. Lánasjóð
svcitarfélaga, Bjargráðasjóð og Landkaupasjóð eru
jafnaðar næst á eftir kröfum Ríkisábyrgðasjóðs,
áður en aðrar kröfur koma til greina. Að mörgu
leyti tel ég eðlilegra að jafna fyrst skuldir sveitarfé-
laga, þar sem sameiginlega er staðið að útgjöldum,
t.d. við sjúkrasamlög, Atvinnuleysistryggingasjóð
o.fl., áður en að sameignarstofnunum sveitarfélaga
kemur.
Sem dæmi um, hvað jöfnunarsjóður leikur stórt
hlutverk í skuldajöfnun sveitarfélaga, get ég ncfnt,
að á miðju þessu ári var sýslumönnum f'alið að
halda eftir jöfnunarsjóðsgreiðslum til 41 sveitarfé-
lags vegna skuldajöfnunar við Ríkisábyrgðasjóð,
Lánasjóð ísl. sveitarfélaga, Bjargráðasjóð og
Landkaupasjóð.
5. Lokaorð
Ég held, að því verði ekki á móti mælt, að sam-
skipti ríkis og sveitarfélaga eru æði umfangsmikil.
Ég er og hef lengi verið þeirrar skoðunar, að fjár-
málaviðskipti þessara aðila séu flókin og ábyrgð
óljós.
Hér að framan hcf ég aðeins drepið fáum orðum á
nokkra samskiptafleti.
Á fjölmörgum fundum sveitarstjórnarmanna
undanfarin ár hcfur vcrið rætt um einföldun þessara
mála. Nefndir skipaðar á ncfndir ofan um verkefna-
skiptingu ríkis og svcitarfélaga. Því miður virðist
hægt miða í átt til einföldunar.
43 SVEITARFÉLÖG HLUTU 15,1 MILLJ. KR.
í AUKAFRAMLÖG ÚR JÖFNUNARSJÓÐI
í árslok 1982 hlutu 43 sveitarfélög
aukaframlög úr Jöfnunarsjóði sveit-
arfélaga, er samanlagt námu I5,l
millj. króna. Þar af hlutu íjögur
meira en eina milljón króna, fjögur
milli 500 þús. og eina milljón kr., tólf
milli 300 og 500 þús., tólf milli 200 og
300 þús. og ellefu undir 100 þús. kr.
Aukaframlög úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga skal veita þeim sveitar-
félögum, sem skortir tekjur til
greiðslu lögboðinna eða óhjákvæmi-
legra útgjalda vegna lágra skatttekna
í sveitarfélaginu miðað við sambæri-
leg sveitarfélög, eins og segir í 1. gr.
reglugerðar um aukaframlög úr Jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga nr. 467/1981.
Samkvæmt reglugerðinni geta
aukaframlögin numið allt að 70% af
mismuni þeim, sem er á meðaltali
álagðra skattgjalda í þéttbýlis-
sveitarfélagi og landsmeðaltali í þétt-
býlissveitarfélögum, en í strjál-
býlishreppi 70% af mismuni á með-
altali álagðra skattgjalda í hreppnum
og meðaltali skatttekna í dreifbýlis-
sveitarfélögum í sama kjördæmi, með
þeim skilyrðum, sem sett eru um
mögulcika sveitarfélags að hljóta
aukaframlag. Þau skilyrði eru, að
sveitarfélag nýti að fullu lögleyíðar
heimildir til að leggja á útsvör í há-
marki, þ.e. 11% að viðbættu 10%
aukaálagi svo og það nýti heimild til
að leggja á fasteignaskatt skv. a og b
lið 3. gr. tekjustofnalaganna, þ.e.
Vi% af fasteignamati íbúða og
íbúðarhúsa og 1% af öðrum fast-
eignum. Við útreikning aukafram-
lags til sveitarfélags, sem þannig
kemur til álita með að hljóta framlag,
skal þó draga mismun þeirrar fjár-
hæðar, sem sveitarfélag hefur inn-
hcimt í fasteignaskatt og þeirrar, sem
fengizt heíði með því að leggja á fast-
eignaskatt með fullu álagi, hafi það
ekki notfært sér heimild til álags á
fastcignaskatt, og að auki tvöfaldan
113
SVEITARSTJÓRNARMÁL