Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 53

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 53
HAFNARHREPPUR TEKUR UPP SKJALDARMERKI Snemma á árinu 1982 samþykkti hreppsnefnd Hafnarhrepps að efna til hugmyndasamkeppni um skjald- armerki fyrir Hafnarhrepp. 102 til- lögur að merki bárust í sam- keppninni, og voru þær víðsvegar af landinu og jafnvel erlendis frá. Hreppsnefnd skipaði fimm manna dómnefnd til að dæma um tillög- urnar, og valdi hún þrjú merki, sem öll hlutu verðlaun. Fyrstu verðlaun, kr. 14.000, hlaut tillaga, sem þrjú voru höfundar að. Þau voru Árni Kjartansson, svæðisbyggingarfull- trúi, kona hans, Kristbjörg Guð- mundsdóttir, og bróðir hans, Sig- björn Kjartansson. Samþykkti hreppsnefnd að taka tillöguna upp sem skjaldarmerki hreppsins. Önnur verðlaun, 5 þús. kr., hlutu sömu höf- undar, en þriðju verðlaun, kr. 2 þús., komu í hlut Þorsteins Hannessonar í Reykjavík. Skjaldarmerkið á að sýna Eystra- Horn, sem speglast í Skarðsfirði, og yfir Eystra-Horni er Hornafjarðar- máninn. í umsögn dómnefndar segir, að Horn og máninn séu eins konar tákn staðarins. Það komi fyrst í huga, jafnt heimamanna og gesta. Merkið vekur ljúfar og rómantískar kenndir og er afar jákvætt, segir í umsögn- inni. Merkið er í bláum og svörtum lit. Máninn er hvítur, (jallið svart og himinninn blár. SKJALDARMERKI HVERAGERÐISHREPPS Á sl. hausti samþykkti hrepps- nefnd Hveragerðishrepps að efna til samkeppni um skjaldarmerki fyrir hreppinn. Veitt voru 5.000,— kr. verðlaun fyrir þá tillögu, sem valin var. Yfir 80 tillögur bárust frá 27 aðilum. Efnt var til sýningar á tillög- unum, og skoðanakönnun fór fram meðal íbúa Hveragerðis um, hvaða merki skyldi valið sem byggðar- merki, þar sem mjög margar og góð- ar tillögur bárust. Hreppsnefndin valdi svo eitt merki úr þeim hópi tillagna, sem fiest at- kvæði hlutu. Þegar umslag með nafni höfundar var opnað, kom í ljós, að höfundur þessarar tillögu var Helgi Grétar Kristinsson, málarameistari í Hveragerði. Merkið er einfalt og stílhreint, í bláum litum, og er gufubólsturinn táknrænn fyrir jarðhitann, sem kem- ur úr iðrum jarðar. Einnig myndar gufubólsturinn lauf eða smára sem tákn fyrir garðyrkju og blómarækt, sem Hveragerði er þekkt fyrir. Fugl- inn er tilkominn vegna hvera- HVERAGERÐ fuglanna, sem hafa löngum sézt í Hveragerði og víðar og víða er vitnað til í gömlum og nýjum sögnum. Engar frásagnir höfum við um, hve langt er síðan menn veittu jjeim fyrst eftirtekt, en fyrir 200—250 árum er þeirra víða getið. Þeirra hefur helzt orðið vart í Árnessýslu, en ekki ber lýsingum manna nákvæmlega saman um, hvernig þeir eru í hátt. Öllum ber þó saman um, að þetta séu sund- fuglar og dökkir á lit, og líkja fiestir þeim við litlar andir. En það ein- kennilegasta við þá er það, að þeir hafast við á bullandi heitum hverum, synda þar og stinga sér jafnvel niður í ólguna. Þetta hefur nú mörgum þótt ótrúlegt, sem von er, og í héruðum, þar sem þeirra hefur ekki orðið vart, neita menn jafnvel að trúa því, að þcir séu til og kalla þetta ofsjónir. Árni Óla gerir þessum frásögnum góð skil í bók sinni Grúsk III, bls. 120—132, en í frásögn hans er engin fullnægjandi skýring á tilveru þess- ara fugla. í Náttúrufræðingnum frá 1932, bls. 170, kemur Sigurður Jóns- son, skólastjóri, fram með skýringu á þessu fyrirbæri. Hann kom einu sinni 115 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.