Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Qupperneq 8

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Qupperneq 8
FORUSTUGREIN Sveitarstjórnarstigið á tímamótum Á síðastliðnum árum hefur átt sér stað meiri breyting á skipan sveitarstjómarstigsins heldur en nokkurn tímann áður í sögu íslenskra sveitarfélaga. Frá árinu 1990 hefur sveitarfélögum fækkað úr 204 í 124 miðað við lok yfir- standandi kjörtímabils sveitarstjórna. Þegar hrepparnir voru fyrst taldir á fslandi árið 1703 voru þeir 163. Flest urðu sveitarfélögin árið 1951 eða 229. Árið 1961 fækkaði þeim í 228 og árið 1974 voru þau 224. Þessi viðamikla sameining sveitarfélaga hefur í flestöll- um tilfellum verið ákveðin í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu í hverju einstöku sveitarfélagi og allur undirbúningur og framkvæmd verið í höndum heimamanna. Fordæmi fyrir svo almennri sameiningu sveitarfélaga með lýðræðislegri atkvæðagreiðslu meðal íbúanna er ekki að finna hjá öðrum þjóðum. í nokkrum nágrannalöndum okkar, s.s. í Dan- mörku og Svíþjóð, hefur ekki tekist að sameina sveitarfé- lög með sama hætti og hér heldur hefur það verið gert í kjölfar lagasetningar. Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri haustið 1994 var samþykkt álykt- un þar sem lögð var áhersla á að unnið yrði að stækkun og eflingu sveitarfélaga með lýðræðislegum hætti. Samtímis fækkun og stækkun sveitarfélaganna á undan- fömum árum hafa þau tekið við fleiri verkefnum og ber þar hæst flutning alls reksturs grunnskólans til sveitarfé- laganna hinn 1. ágúst 1996. Þar var stigið stærsta skref í verkefnaflutningi frá ríki til sveitarfélaga frá upphafi. Margir voru vantrúaðir á að rétt væri að stíga þetta skref en óhætt er að fullyrða að í dag telja flestir að með þessum flutningi hafi verið stigið ntikið gæfuspor fyrir grunnskól- ann. Undir stjóm sveitarfélaganna er hafin ný framfara- sókn í málefnum grunnskólans. Aukinn verkefnaflutningur til sveitarfélaganna og al- mennt meiri ábyrgð þeirra í hinni opinbem stjómsýslu hef- ur ugglaust haft áhrif á stuðning sveitarstjómarmanna og annarra íbúa sveitarfélaganna við sameiningu þeirra. Það sem ræður þó ef til vill mestu nú um mikinn stuðning við sameiningu sveitarfélaga er ástandið í byggðamálum víðs vegar á landinu. Til að treysta byggðina, skapa fjölbreytt atvinnutækifæri og góða þjónustu, m.a. á sviði mennta-, félags- og heil- brigðismála þarf sterk og öflug sveitarfélög. Þeirra hlut- verk er fyrst og fremst að sinna margvíslegum lögbundn- um verkefnum og ekki síður að skapa atvinnulífinu og íbúunum eins góð skilyrði og kostur er hverju sinni og er þar átt við ntargs konar þjónustu sem sveitarfélögin bera ábyrgð á. Efling byggðarinnar og árangursrík stefna í byggðamál- unt í upphafi nýrrar aldar felst í stærri og sterkari sveitarfé- lögum sem taka við fleiri verkefnum frá ríkinu en færa samtímis ýmis önnur verkefni til félagasamtaka og ein- staklinga. Aukin ábyrgð og völd sveitarfélaganna leysa vissulega ekki ein sér þann vanda sem við er að fást víða á landsbyggðinni en þau hafa hins vegar veigamiklu hlut- verki að gegna á þeim umbyltingartímum sem framundan eru. Öflug sveitarfélög eru hæfari til að veita nýja og betri þjónustu, hagnýta margvíslega möguleika til frekari at- vinnuuppbyggingar og reka markvissari stjórnsýslu. Þau eiga að styðja og örva frumkvæði fyrirtækja og einstakl- inga og í samvinnu við þessa aðila leggja grunn að enn fjölbreyttara mannlífi. Sveitarfélögin í landinu eru sterkt þjóðfélagsafl og hafa miklar skyldur við íbúa sína. Þau verða jafnframt að sýna fram á það í verkum sínum og ákvörðunum að þau standi undir þeirri ábyrgð og þeim kröfum sem til þeirra em gerð- ar. Styrkari staða sveitarfélaganna og aukin áhrif þeirra í opinberri stjómsýslu landsins helst í hendur við þá stað- reynd að sveitarfélögin hafa í 1000 ár verið lögbundnar stjómsýslueiningar og rækt skyldur sínar eins og lög hafa kveðið á um hverju sinni. íslensk sveitarfélög, hreppamir, eiga sér ótrúlega merka og sérstaka sögu. Það er ekki síst þess vegna sem ríkisvald- ið og íbúar sveitarfélaganna treysta sveitarfélögum til að takast á við þau erfiðu verkefni sem framundan eru í byggðamálum þjóðarinnar. Stærri og áhrifameiri sveitarfé- lög munu hafa afgerandi áhrif á þá byggðarþróun sem verður á næsta áratug og í upphafí nýrrar aldar. Samhliða þessari þróun verður að efla samstöðu dreifbýlis og þétt- býlis og ná sátt milli ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins um nýja stefnumörkun í byggðamálum sem tekur mið af bættum samgöngum, gjörbreyttri upplýsingatækni og nýrri skipan sveitarfélaga í landinu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.