Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 11
AFMÆLI
Meðal þeirra sem komu fram á hátíðarsamkomunni voru karla-
kórinn Jökull, barnakór og Lúðrasveit Hornafjaröar sem hér
flytja þjóösöng íslendinga í lok dagskrárinnar undir stjórn Jó-
hanns Moráveks.
íbúum fjölgaði hægt framan af en á atvinnu var elcki að
treysta nema lítinn hluta úr árinu. A árunum fram til
1920 voru yfirleitt fjórir til fimm árabátar gerðir út frá
Homafirði á vetrarvertíð en auk þess gerði kaupmaður-
inn út báta frá Homshöfn.
Eftir fjögurra ára búsetu flutti Otto Tulinius frá Höfn
og fól Þórhalli Daníelssyni verslunarstjómina. Þórhallur
keypti síðan verslunina um áramótin 1909-1910.
Eskfirðingar bmtu blað í sögu Hafnar árið 1908 þegar
þeir hófu vélbátaútgerð þaðan á vetrarvertíð. Stóð út-
gerðarsaga Austfirðinga á Hornafirði fram yfir miðja
öldina og vom oft tugir austfirskra báta á vertíð þar og
nokkur hundruð aðkomumenn. Arið 1909 eignuðust
Homfirðingar sinn fyrsta vélbát. Vegna vaxandi útgerðar
Austfirðinga fóm verbúðir að byggjast upp í Mikley, á
Ægissíðu og á Heppu þar sem Þórhallur Daníelsson
byggði stóra verstöð sem hann nefndi Miklagarð. Árið
1919 var hafinn undirbúningur að stofnun kaupfélags og
sneri Þórhallur sér þá í auknum mæli að uppbyggingu
verstöðva.
Árín fram aö stríöi
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga var stofnað árið 1920
og keypti það verslun Þórhalls Daníelssonar. 20-30 vél-
bátar voru gerðir út frá Hornafirði á vetrarvertíðum á
þriðja og fjórða áratugnum, þar af 3-5 heimabátar. Vél-
bátaútgerð varð smám saman gmndvöllur að áframhald-
andi fólksfjölgun á Höfn en smábúskapur var eftir sem
áður nauðsynlegur til framfærslu heimilanna.
Á þessu tímabili varð vakning í atvinnu- og félagslífi á
Höfn. Loðnuveiðar hófust 1921 og varð loðnan eftir það
mikilvæg sem beita fyrir vélbátaútgerðina. Árið 1924
komst Homafjörður í heimsfréttimar þegar flugvélar í
heimsflugi Bandaríkjamanna höfðu viðdvöl þar. Voru
það fyrstu flugvélamar sem komu fljúgandi yfir hafið til
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, flytur ávarp á hátíðar-
samkomunni.
Gestir á hátíðarsamkomu á Hóteltúni 4. júlí. í fremstu röð frá
vinstri: Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir og móöir hennar, Helga
Lilja Pálsdóttir, eiginkona bæjarstjóra, Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Islands, frú Guðrún Katrín Porbergsdóttir, Sturlaugur
Porsteinsson bæjarstjóri, Gísli Sverrir Árnason, forseti bæjar-
stjórnar, Guörún Baldursdóttir, kona hans, Páll Pétursson fé-
lagsmálaráöherra og Sigrún Magúsdóttir, kona hans.
kaupmaður flutti verslun sína þangað frá Papósi. Auk
verslunarhússins voru byggð tvö íbúðarhús á Höfn þetta
ár, hús Ottos Tuliniusar og hús Guðmundar Sigurðsson-
ar söðlasmiðs. Verslunarlóðin var yst í vogskomu landi
Hafnamess og risu fyrstu húsin við Hafnarvík.
Fljótlega var lagður vegur frá Hólum í Nesjum út á
Höfn og við það varð greiðfærara út í verslunarstaðinn.
5