Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 22
SKIPULAGSMÁL
Virkjanirá miðhálendi
Samkvæmt áætlunum Samkvæmt tillögu aö
LV/OS svæöisskipulagi til 2015
Vatnsorka GWh/ár Jaröhitl GWh/ár Vatnsorka GWh/ár Jaröhltl GWh/ár
Þegar virkjað eöa i byggingu 5.500 0 5.500 0
Eftir að virkja 17.500 5400 2000-2005 2006-2015 6.400 2.100 0
Samtals 23,000 5.400 Samtals 14.000 0
Vatnsafl og jarðhiti samtals alls 28.400 Vatnsafl og jaröhiti samtals alls 14.000
eöa um 60% af áaetlunum LV/OS
5. mynd.
579 m y. s. þó að í samkomulagi vegna friðlýsingar
Þjórsárvera sé gert ráð fyrir 581 m y. s. „svo fremi
að náttúruvemdargildi Þjórsárvera rými ekki óhóf-
lega að mati Náttúruverndar ríkisins". Varðandi
þann áskilnað nefndarinnar að skoðuð verði önnur
útfærsla Fljótsdalsvirkjunar með Kárahnúkavirkjun
verður að hafa hugfast að framkvæmdir em þegar
hafnar við Fljótsdalsvirkjun. Staðfest skipulag mið-
að við ákveðna og auglýsta tilhögun Fljótsdalsvirkj-
unar er til staðar ásamt virkjunarleyfi ráðherra. Hlýt-
ur nefndin því að verða að taka fullt tillit til þess í
skipulagstillögu sinni.
Þá mótmælir Landsvirkjun tillögu nefndarinnar um
legu Búrfellslínu 4 (Búrfellsvirkjun - Svartárkot í
Bárðardal) á kaflanum við Kvíslaveitu, en þar leggur
nefndin til að línan liggi að mestu vestan veitunnar.
Umhverfisráðherra staðfesti legu umræddrar línu
austan Kvíslaveitu þann 22. mars 1994 á grundvelli
skipulagslaga nr. 19/1964 og telur Landsvirkjun að
nefndinni hafi verið skylt að taka tillit til gildandi
skipulags í tillögugerð sinni.
3. Þegar litið er á tillögur nefndarinnar um þær virkjan-
ir eða virkjunarkosti sem ekki er miðað við að verði
nýttir á næstu 20 ámm kemur fyrst upp sú ákvörðun
nefndarinnar að fella út úr tillögunni alla möguleika
til nýtingar vatnsorku á Hraunum austan Jökulsár í
Fljótsdal þar eð sú nýting krefjist miðlunar við Eyja-
bakka. Nefndin virðist hér ganga á svig við gildandi
lög um Fljótsdalsvirkjun en samkvæmt þeim er gert
ráð fyrir miðlun á Eyjabökkum til þess m.a. að nýta
vatn af Hraunasvæðinu til orkuvinnslu með svo-
nefndri Sauðárveitu.
4. Landsvirkjun telur óeðlilegt að nefndin skuli flokka
virkjunarkosti í fyrri og seinni hluta skipulagstím-
ans. Nefndin hefur einfaldlega hvorki forsendur né
heimild til að gera slíka skiptingu og er athyglisvert
að slík skipting er hvergi til staðar í skipulagstillög-
unni nema að því er varðar orkumálin. Eðlilegast
væri að fella þetta ákvæði út og hafa aðeins eitt
skipulagstímabil fyrir orkumál eins og aðra þætti
skipulagsins til 20 ára.
5. Svo virðist sem nefndin gangi út frá því sjónarmiði
að vemdarsjónarmið skuli ráða ef hún telur að slík
sjónarmið og hagsmunir orkuvinnslu skarist. Nefnd-
in virðist ekki hafa gert tilraun til að meta hina ýmsu
kosti við nýtingu miðhálendisins hvem á móti öðr-
um. Þá vantar í greinargerð nefndarinnar og fylgi-
skjöl hennar þær forsendur sem nefndin og ráðgjafar
hennar hafa lagt til gmndvallar við vinnu sína varð-
andi orkumálin. Hvergi er getið stefnumarkmiða
allra ríkisstjóma landsins sl. áratugi um nýtingu end-
umýjanlegra orkulinda né heldur ákvæða Ríósáttmál-
ans um áherslur á nýtingu þeirra. í þeim sáttmála er
því m.a. beint til ríkisstjóma:
- Að auka notkun nýrra og endumýjanlegra orku-
gjafa sem valdi lítilli sem engri mengun, þar á meðal
eru jarðvarmi og vatnsorka.
- Að samræma orkuáætlanir svo að auka megi notk-
un slíkra orkugjafa og draga að sama skapi úr notkun
óæskilegra orkugjafa.
Því hefur verið haldið fram af starfsmönnum nefnd-
arinnar að skipulagstillagan verði endumýjuð eftir
5-6 ár og að þá verði unnt að koma að breytingum á
áformum um orkunýtingu. Þetta er afar vafasamt.
Þegar svæði er orðið „grænt“ á skipulagsuppdrætti
sem þessum verður afar erfitt ef ekki ógjörlegt að
vinda ofan af slíkri ákvörðun síðar meir. Þetta hefur
og í för með sér að mun erfiðara verður en ella að
stunda eðlilegar rannsóknir á þessum virkjunarsvæð-
um, svo sem á Hvítár-, Markarfljóts- og Skaftár-
svæðinu og á öllum háhitasvæðum innan hálendis-
markanna. Landsvirkjun gerir því alvarlega athuga-
semd við það að fyrirhuguð og hugsanleg virkjunar-
svæði séu sýnd innan verndarsvæða og lituð með
grænum lit á skipulagsuppdrættinum.
Hér hefur verið stiklað á stóru um helstu athugasemdir
Landsvirkjunar við fyrirliggjandi skipulagstillögu að
miðhálendinu en í niðurlagi athugasemda stjómarinnar
er ítrekað að í tillögunni sé ekki tekið nægilegt tillit til
hagsmuna raforkuiðnaðarins og þar með alls almenn-
ings. Bent er á að hagnýting orkulindanna, umhverfis-
vemd og hagsmunir ferðaþjónustunnar geti átt samleið
og bættar samgöngur vegna framkvæmda við virkjanir á
hálendinu hafi aukið skilning manna á gildi þessa land-
svæðis og um leið vakið menn til vitundar um mikilvægi
náttúruverndar. Að lokum er ítrekað hversu mikilvæg
nýting orkulinda þjóðarinnar er til þess að tryggja sam-