Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 23

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 23
SKIPULAGSMÁL c Hugsanlegur orkumarkaður og virkjunarþörf á timabilinu 2000-2015 Markaður Virkjunarþörf GWh/ár Stækkun Norðuráls 30.000 t/ár 460 Stækkun FeSi, ofnar 4 og 5 740 Álver samtals 480.000 t/ár 7.200 Magnesíumverksmiöja 50.000 t/ár 900 Sæstrengur island - Skotland 5.300 Annað, þar meö talin aukning á innanlandsmarkaði 1.400 16.000 Skv. skipulagstillögu 8.500 Mismunur 7.500 6. mynd. bærileg lífskjör hér á landi og í nágrannalöndunum. 5. Lokaorö Eg hef hér að framan lýst því hvemig umrædd skipu- lagstillaga kemur okkur hjá Landsvirkjun fyrir sjónir og rakið nokkrar athugasemdir sem við höfum komið á framfæri við samvinnunefndina. Þrátt fyrir það að ýmislegt megi gagnrýna í tillögunni ber að leggja áherslu á að hér sé á ferðinni mjög gagn- legt starf sem þegar tímar líða leiðir vonandi til þess að skynsamleg niðurstaða náist um landnýtingu á þessu svæði þar sem tekið verður tilskilið tillit til hinna marg- víslegu sjónarmiða sem við sögu koma. Verður nú vikið nokkrum orðum að því hvemig efla mætti þetta starf, en þessi vinna verðskuldar dyggan stuðning þeirra aðila sem nýta munu miðhálendið í framtíðinni og ekki síst þeirra sem vinna að orkumálum, en þetta svæði býr yfrr um 60% af möguleikum þjóðar- innar til raforkuöflunar með vatnsafli og jarðhita. Landsvirkjun hefur verið þess mjög hvetjandi að virkjunarkostir landsmanna væm metnir bæði með tilliti til hagkvæmni og náttúruverndargildis. Segja má að fram undir þetta hafi þeirri stefnu verið framfylgt að samfara þróun virkjunarhugmynda Landsvirkjunar hafi ávallt verið haft samráð við náttúruvemdarráð um virkj- unartilhögun og tilhögun framkvæmda. Þær virkjunar- framkvæmdir sem Landsvirkjun hefur ráðist í hafa því allar tekið mið af náttúruvemdarsjónarmiðum og stund- um í mjög verulegum mæli. Gleggsta dæmið um þetta er þegar hætt var við að mynda stórt miðlunarlón í Þjórsárvemm en sú lausn fundin að leiða upptakakvíslir Þjórsár ásamt nokkrum þverám hennar að austanverðu um svokallaða Kvíslaveitu til Þórisvatns. Eins og alkunna er hafa verið innleidd ný vinnubrögð í meðferð þessara mála, þ.e.a.s. að allar nýjar virkjanir Athugasemdir Landsvirkjunar við tillögu að miðhálendisskipulagi * Það er álit Landsvirkjunar að svæðisskipulag miðhálendis- ins eigi eðli málsins samkvæmt að endurspegla ákvaröanir löggjafans og stefnumið stjórnvalda i orkumálum. * Landsvirkjun lítur svo á að svæðisskipulag miðhálendisins eigi aö gera ráö fyrir svigrúmi fyrir ýmsa nýtingarmöguleika en ekki útiloka slikan sveígjanleika í framtíðinni eða takmarka hann. * Landsvirkjun getur ekki fallist á að það sé I verkahring samvinnunefndarinnar að gera tillögur um breytingar á hönnun virkjunarmannvirkja sem þegar hefur veriö veitt virkjunarleyfi fyrir og/eða lagaheimildir eru þegar fyrir. 7. mynd. og framkvæmdir tengdar þeim þurfa nú að fara í svokall- að umhverfismat þar sem um umhverfismálin á að fjalla með skipulegri og markvissari hætti en áður. Ekki er þó komin mikil reynsla á þessi vinnubrögð og má því segja að við séum að slíta bamsskónum í þessu efni og þreifa okkur áfram urn árangursríkustu aðferðimar. Virkjunarrannsóknir em dýrar og því verður að gæta sérstaks aðhalds í því hvemig peningunum er varið og gæta þess að eðlilegt samræmi sé milli áætlana um orku- nýtingu og þeirra fjármuna sem varið er til virkjunar- rannsókna. Inn í mat á þessu ganga síðan skoðanir manna um æskilega náttúmvemd og mismunandi nátt- úruvemdargildi hinna ýmsu virkjunarsvæða. Því finnst mér og fleirum að nauðsynlegt sé að komast að niður- stöðu í þessu efni áður en gengið er frá skipulagi eins og því sem hér er til umræðu. A meðan jafnmargt er órann- sakað í þessum efnum og raun ber vitni finnst mér rétt að fyrsta skipulagið sem gert verður á miðhálendinu taki mið af öllum þeim mannvirkjum sem hafa verið byggð með lögboðnum hætti eða hlotið leyfi stjórnvalda. Skipulag þetta þarf jafnframt að afmarka friðlýst svæði og e.t.v. þau náttúmvætti sem gera má ráð fyrir að flestir Islendingar mundu vilja vemda. En meginatriði er að skipulagið veiti hinum ýmsu hagsmunum sem koma til álita hverjum um sig nægilegt svigrúm til þess að ná fram þeim markmiðum sem þeir stefna að. Hvað orku- málin varðar em það Orkustofnun og Landsvirkjun sem skilgreina þörfina fyrir landrými en ekki nefndin sem fjallar um miðhálendisskipulagið. Ekki má gleyma því að hver einstök framkvæmd hlýtur lögformlega meðferð þegar á reynir og fær samþykkt eða synjun m.a. í mati á umhverfisáhrifum. Skipulag miðhálendisins má ekki koma í veg fyrir að ákvarðanir verði teknar með því að útiloka valkostina fyrir fram.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.