Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Page 25

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Page 25
UMHVERFISMAL um fyrir og þurfti töluvert að höggva þær til svo þær féllu vel saman. Reynt var að læðast eftir Hólms- berginu við þessar aðgerðir svo ekki yrðu nein sár á landinu og gróðrin- um í kring. Sérsmíðuðum bekkjum með gróðurhólfum var komið fyrir á 6 völdum stöðum víðs vegar meðfram stígnum. Þar er hægt að njóta fagurs útsýnis yfir nánast allt Suðvestur- landsundirlendið og til hæstu fjalla og er fátt ótrúlegra að sjá en sólsetr- ið bera við Snæfellsjökul. Horfa niður í fjöruborðið, niður eftir hrikalegu, þverhníptu berginu, þar sem úthafsaldan skellur á kletta- veggjunum. Einn og einn hvalur lætur líka sjá sig álengdar. Þegar verkinu lauk þá var grjót- stígurinn orðinn 1,8 kflómetra lang- ur og fólkið sem vann að stígagerð- inni, og hafði nú ekki verið hrifið af verkefninu í upphafi, var nú orðið verulega stolt af vel unnu verki og er þetta nú orðin ein vinsælasta gönguleiðin þegar fólk vill ganga út fyrir bæinn. Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, afhendir Guömundi Bjarnasyni umhverfisráðherra fyrsta ein- tak af kynningarbæklingi um gönguleiöir i Reykjanesbæ i ágúst sl. Greinarhöfundur viö brú sem byggö hefur veriö yfir farveg lækjar sem venjulega mynd- ast í leysingum á vorin. Opin svæði Samhliða framkvæmdum á göngustígakerfunum eru fram- kvæmdir á opnum svæðum. Þær hanga saman á þann hátt að þegar grafið er upp fyrir stígunum þá er efninu sem upp úr kemur komið fyrir á svæðunum í kring og þau mótuð. Manir gerðar til skýlingar fyrir veðri og vindum og til að varna fólki innsýn frá göngustígakerfun- um inn í nærliggjandi hús og garða. Odýrt er efnið í svæðin vegna þess að samhliða uppúrtekt úr stíg- unum þá fá verktakar og aðrir sem losna þurfa við efni (svokallaðan rudda) að losa það í manirnar og söfnum við þannig efni á svæðin. Efnissöfnun af þessu tagi er sein- virkari en margfalt ódýrari en að keyra sérstaklega í svæðin og þama nýtist efni sem annars þyrfti að aka oft miklu lengri vegalengdir til að losna við. Grafið er fyrir stórum gróðurbeð- um og efnið sem þar kemur upp er einnig sett í manimar og blandaðri gróðurmold komið fyrir í beðunum. Allri gróðurmold þurfum við að aka frá Reykjavík og blanda síðan hér með sandi og öðrum jarðvegs- bætandi efnum. Þó em nokkur ár síðan við fórant að hirða allan garðaúrgang bæði frá bæjarbúum og sumarvinnu bæjarfé- lagsins og var útbúið sérstakt svæði til móttöku á þessum efnum. Ekki notum við þennan afrakstur til gróðursetningar heldur setjum við þetta sem efsta lag undir torf, þegar efnið er búið að fá að brjóta sig í 1-2 sumur í görðum á geymslusvæðinu. Þegar mótun á svæðunum er lok- ið þá era moldarsvæðin tyrfð og sér vinnuskólinn um tyrfmguna en sér- stakur skrúðgarðahópur sér um að planta í beðin. Vatnskristalla notum við á allar plöntur sem við plöntum, hvort heldur um beðaútplöntun eða skógarútplöntun er að ræða. Síðastliðin 6 ár hafa verið tyrfðir um 18 hektarar á opnum svæðum og á umferðareyjum og er langt komið með að loka helstu sáranum í bæjarfélaginu. Gróóursetning I gróðursetningu hefur líka mikið verið unnið og má nefna að undan- farin ár hefur verið plantað um 40.000 skógarplöntum á hverju ári í Sólbrekkur við Seltjöm og við Flug- vallarveg að Leifsstöð og virðast plöntumar þrífast ágætlega á þess-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.