Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Page 26
UMHVERFISMÁL
Búnar hafa veriö til manir til þess aö mynda skjól. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Al-
dís Ósk Sævarsdóttir, Ingunn Oddsdóttir, Kristín Póra Jökulsdóttir og Sif Aradóttir, all-
ar nemendur Holtaskóla í Keflavík. Myndirnar sem ekki eru öörum merktar tók Unnar
Stefánsson.
um svæðum.
Mikil áhersla hefur líka verið á
því að opna beð í bænum, víðs veg-
ar á völdum stöðum. Einnig hefur
mikið verið plantað á leikskóla- og
gæsluvöllum til að gera vellina hlý-
legri og meira aðlaðandi.
Plantað hefur verið út um 6-8000
plöntum í beð árlega og er uppistað-
an að miklum hluta hreggstaðavíðir
og aðrar víðitegundir, hansarósir,
blátoppar og yllir. Ulfareynir og
koparreynir koma líka stórvel út.
Einnig notum við kvisti ýmiss konar
og nokkrar aðrar valdar tegundir.
Við notum einnig mikið af greni
og spjarar það sig alveg sérstaklega
vel og mætti auka plöntun á því enn
til muna bæði hvað varðar frjálsa
plöntun á opnu svæðin eða í beð.
Aspir koma þokkalega út en birki
yfir skógarplöntustærð virðist eiga
sérstaklega erfitt uppdráttar.
„ Vatnskristallar“
Vatnskristallar eru úr náttúrlegu
efni sem við setjum á allar plöntur
við gróðursetningu og viljum við að
stórum hluta þakka þeim þann góða
árangur sem orðið hefur í gróður-
setningu hjá Reykjanesbæ.
Kristallamir hafa þann eiginleika
að draga í sig vatn og skammta
plöntunni eftir vatnsþörf plöntunnar,
vatnið „drenar" ekki út í jarðveginn.
Þar sem þurrkur er sennilega al-
gengasta orsök þess að plöntur
drepast fljótlega eftir plöntun og í
skógarplöntun sérstaklega þá
minnkar notkun á þessu efni umtals-
vert þurrkdauða plantna. Vöxtur
verður þróttmeiri og eru þær mun
fijótari að ná góðum vaxtarhraða.
Þegar sáning fer fram þá má húða
grasfræin með kristöllunum og
styttist þá spírunartími fræjanna um
u.þ.b. viku til tíu daga auk þess sem
það hjálpar fræinu áfram, sérstak-
lega ef gerir þurrkatíð.
Athyglisverð tilraun var gerð með
að nota kristallana undir torf. Stór
brekka var í vinnslu. Þegar hún var
tyrfð að hálfu leyti var ákveðið að
setja kristallana undir torfið á hinn
hlutann af svæðinu og var því dreift
svipað og um áburðargjöf væri að
ræða.
Öll brekkan var síðan vökvuð vel
á eftir með tankbfium.
Þetta var mikið þurrkasumar og
voru alls staðar vandræði með ný-
tyrfð svæði. Mismunurinn á þessu
svæði og öðmm hálfum mánuði síð-
ar var ótrúlegur.
Á öðrum svæðum var grasið gult
og sviðið, torfið ekki búið að ræta
sig og enginn vöxtur í grasinu og
tankbílar stanslaust við vökvun til
að missa ekki torfið.
Þar sem kristallamir vom þar var
tuttugu sentímetra hávaxin iðjagræn
taða, sláttarhæf og búin að róta sig
vel.
Afföll af gróðri hafa verið hverf-
andi og mælum við eindregið með
notkun þessa efnis og ekki síst í
sveitarfélögum og hjá stærri gróður-
setningaraðilum og félögum þar
sem mikil gróðursetning fer fram og
erfitt er að koma við vatnsgjöf.
20