Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Qupperneq 30

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Qupperneq 30
SAMEINING SVEITARFELAGA Sameining Eskifjarðarkaupstaðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps Smári Geirsson, forseti bœjarstjórnar Neskaupstaðar I almennri atkvæðagreiðslu sem fram fór á Eskifirði, Reyðarfirði og í Neskaupstað þann 15. nóvember sl. var samþykkt að sameina þessi þrjú sveitarfélög. Sameining þessi vek- ur nokkra athygli vegna þess að þama er um að ræða þrjú tiltölulega fjölmenn lands- byggðarsveitarfélög sem öll standa vel í efnahagslegu tilliti. I þessari grein verður stuttlega fjallað um undirbúning atkvæða- greiðslunnar, niðurstöður hennar og hvemig staðið er að undirbúningi sameiningarinnar sem mun formlega eiga sér stað að afloknum sveitar- stjómarkosningum í maímánuði nk. Aödragandinn Um miðjan janúar 1996 samþykkti bæjarstjóm Nes- kaupstaðar tillögu þess efnis að tímabært væri að sveit- arstjórnir Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar hæfu viðræður um stóraukna samvinnu sveitarfélaganna og hugsanlega sameiningu þeirra. Bæjarstjómin sam- þykkti að leggja til að hver sveitarstjómanna kysi þrjá fulltrúa til að fjalla um þessi mál. Gert var ráð fyrir að þessi sameiginlega samráðs- og sameiningamefnd gæti tekið til starfa að mánuði liðnum. Skemmst er frá að segja að tillaga þessi hlaut góðar undirtektir í bæjarstjórn Eskifjarðar og hreppsnefnd Reyðarfjarðar og leið ekki á löngu þar til allar sveitar- stjómimar höfðu kosið fulltrúa í nefndina. I samráðs- og sameiningarnefndinni áttu sæti þeir Sigurður Hólm Freysson og Andrés Elísson frá Eskifirði, Smári Geirs- son og Benedikt Sigurjónsson frá Neskaupstað og Þor- valdur Aðalsteinsson og Óttar Guðmundsson frá Reyð- arfirði. Auk þessara sveitarstjórnarmanna sátu fram- kvæmdastjórar sveitarfélaganna í nefndinni, þeir Arn- grímur Blöndahl, bæjarstjóri á Eskifirði, Guðmundur Bjamason, bæjarstjóri í Neskaupstað, og Isak J. Ólafs- son, sveitarstjóri á Reyðarfirði. Segja má að gerð svæðisbundinnar byggðaáætlunar fyrir Eskifjörð, Reyðarfjörð og Neskaupstað hafi haft veruleg áhrif á að umræður um aukið samstarf eða sam- einingu sveitarfélaganna hæfust. Byggðastofnun hóf vinnu við áætlunina sumarið 1995 og lauk henni í febrú- ar 1997. í áætluninni greinir frá byggðarþró- un og stöðu atvinnulífs í þessum þremur sveitarfélögum á Mið-Austurlandi og má segja að áætlunin hafi markað þáttaskil að því leyti að við gerð hennar var litið á mið- firðina sem eitt svæði. Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna vom tengiliðir sveitarfélag- anna við Byggðastofnun meðan á gerð áætl- unarinnar stóð og höfðu þessi tengsl við sveitarstjómimar þau áhrif að sveitarstjómar- menn fóm í auknum mæli að velta fyrir sér hvaða möguleika miðfirðimir hefðu sem ein heild. Störf samráós- og sameiningarnefndar I upphafi ræddi samráðs- og sameiningamefnd sveitar- félaganna þann möguleika að samstarf sveitarfélaganna þriggja yrði aukið og að hin aukna samvinna myndi síð- an leiða til sameiningar innan ákveðins ótiltekins tíma. I anda þessarar umræðu var byrjað á að kanna gmndvöll fyrir stofnun hafnasamlags sveitarfélaganna en þær um- ræður leiddu til þess að sífellt fleiri nefndarmenn vildu strax kanna viljann fyrir sameiningu og sáu ýmsa stjóm- sýslulega agnúa á því að komið yrði á fót samstarfsverk- efnum á ýmsum sviðum í formi byggðasamlaga. Nefnd- armennimir ræddu viðhorf sín á vettvangi sveitarstjóm- anna og útskýrðu störf nefndarinnar fyrir öðmm sveitar- stjómarmönnum. I tengslum við samstarfs- og sameiningarviðræðumar var ráðgjafarfyrirtækið Rekstur og Ráðgjöf ehf. fengið til að gera yfirlit um stöðu einstakra málaflokka í sveitarfé- lögunum þremur og hvemig væri skynsamlegt að tengja sveitarfélögin nánar saman. I umfjöllun um málaflokk- ana var leitað til fulltrúa úr helstu nefndum og ráðum sveitarfélaganna og fluttu þessir fulltrúar umræðuna inn í viðkomandi nefndir. Þannig tók á annað hundrað manns í sveitarfélögunum þátt í umfjöllun um aukið samstarf eða sameiningu sveitarfélaganna þriggja. Rekstur og Ráðgjöf ehf. sendi frá sér greinargerð sl. haust og var niðurstaða fyrirtækisins afar skýr og afdrátt- arlaus; það mælti rnjög eindregið með sameiningu sveit- arfélaganna sem hagkvæmum og skynsamlegum kosti. Ef ekki yrði af sameiningu hvatti fyrirtækið til samstarfs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.