Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Page 37

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Page 37
ÖRYGGISMÁL YTRILF.1DIGARBUR, FI.ÓÐÞ.18.JAN.1WS FVERG.ARDUR TNNRÍ LFJDIGARDUk' F1.ÓDID ÞANN 2fi. OKTOHFR 1995 HÖNNUNARFLÓÐ, SKRIÐl.ENGl) Snjóflóöavarnargaröarnir ofan byggöarinnar á Flateyri samkvæmt tillögum VST og NGI. Elnnlg eru dregnar upp útlínur snjóflóöanna sem féllu á árinu 1995. ir til að það sé stærsta snjóflóð sem fallið getur á Flat- eyri. Eftir viðamikla rannsólcn á snjóflóðasögu Flateyrar og greiningu á tíðni snjóflóða var ákveðið að miða vam- ir við snjóflóð sem næði u.þ.b. 150 metrum lengra niður á eyrina heldur en flóðið í október 1995, en okkar niður- stöður bentu til þess að flóð af slíkri stærð geti fallið að meðaltali einu sinni á hverjum 500-1000 árum2'. Til samanburðar höfum við áætlað að flóð sambærilegt við flóðið í október 1995 geti fallið að meðaltali einu sinni á hverjum 100-200 árum. StœrS og staðsetning leiðigarða Eftir nákvæma athugun á ýmiss konar útfærslu leiði- 2) Útreikningar byggðir á nýjum upplýsingum um eldri flóð en áður voru þekkt styrkja þessar niðurstöður ennfrekar og benda til þess að flóð afþess- ari stœrð geti fallið að meðaltali einu sinni á um 1000 árum. Tómas Jóhann- esson, Veðurstofu Islands, janúar 1998. garða var komist að þeirri niðurstöðu sem sýnd er á teikningunni hér að ofan, þ.e. tveimur leiðigörðum rétt ofan byggðarinnar sem tengjast saman í toppinn. Efnið í leiðigarðana er tekið úr skriðunni neðan giljanna tveggja, sem jafnframt eru mótaðir þannig að snjóflóð renni greiðlega meðfram þeim. Nauðsynleg hæð leiðigarðanna er 15-20 m, þ.e. á við 5-7 hæða hús, en hraði hönnunar- snjóflóðsins þegar það skellur á garðinum er áætlaður 150-200 km/klst. Lengd hvors garðs er um 600 m og ná þeir frá sjávarmáli upp í u.þ.b. 100 m hæð yftr sjó. Við útfærslu garðanna var leitast við að finna hagkvæmustu lausn með tilliti til kostnaðar, þó þannig að hvergi sé slakað á öryggiskröfum. Neðan leiðigarðanna verður reistur 10 m hár þvergarður, en tilgangur hans er að veita viðbótaröryggi með því að stöðva snjómassa sem hugs- anlega kynni að fara yfir leiðigarðana í stærstu snjóflóð- um. Heildarrúmmál fyllingar í garðana og ræsirásir undir þá er um 700.000 m3, en til fróðleiks má geta þess að 3 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.