Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 38

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 38
ÖRYGGISMÁL heildarrúmmál efnis sem sprengt var úr Vestfjarðagöng- unum var 350.000 m3 og heildarmagn fyllingarefnis vegna þverunar Gilsfjarðar er um 1.100.000 m3. Upphafleg áætlun um heildarkostnað við framkvæmd- ina var um 400 milljónir króna en heildarverðmæti eigna sem garðamir verja var metið yfir 2 milljarðar króna. Nú þegar verki er að ljúka stefnir í að heildarkostnaður verði innan upphaflegrar áætlunar. Tœknileg útfœrsla varnargarða Til þess að virkni garðanna verði sem best er nauðsyn- legt að hafa þá eins bratta flóðmegin og kostur er. Fram fóru rannsóknir á efniseiginleikum jarðefnanna í skrið- unni sem notuð voru til fyllingar í garðana og bratti garðanna miðaður við þær niðurstöður. Bratti garðanna hlémegin flóða er einnig nokkuð mikill, en það reyndist nauðsynlegt vegna gífurlegs efnismagns sem þurft hefði til að draga úr bratta þeirra, með tilheyrandi kostnaði. Ljóst er þó að yfirborði garðanna er hætt við rof- skemmdum meðan þeir hafa ekki náð að gróa upp. Þá var einnig nauðsynlegt að velja efni þannig í garðana að vel vatnsleiðandi efni væri í lögum í görðunum því hátt rakainnihald efnisins minnkar styrk þess. Þetta teljum við hafa tekist. Með góðri gróðursetningu í garðana með rótardjúpum plöntum sem og gróðri sem þekur yfirborð þeirra ætti rof ekki að verða til vandræða. Umhverfismál og mótvœgisaðgerðir vegna umhverfis- rasks Pétur Jónsson landslagsarkitekt kom að verkinu eftir að framkvæmdir við verkið voru hafnar. I kjölfar þess voru gerðar nokkrar breytingar á útliti garðanna hlémeg- in, auk þess sem svæðið milli leiðigarðanna var skipu- lagt sérstaklega, en þar geta skapast ákjósanlegar að- stæður til uppgræðslu og útivistar. M.a. er nú gert ráð fyrir skipulögðum göngustígum inn á svæðið um göng undir þvergarð- inn og útsýnispalli á innri leiðigarð- inum, en þar mun skapast ákjósan- legt útsýni yfir byggðina á Flateyri. Jafnhliða hönnun snjóflóðagarð- anna voru umhverfisáhrif fram- kvæmdarinnar metin, en ljóst er að veruleg umhverfisröskun verður á Flateyri við byggingu vamarvirkj- anna, bæði meðan á framkvæmdum stendur og eins til frambúðar. Þannig mun ásýnd fjallshlíðarinnar ofan þorpsins gjörbreytast þrátt fyr- ir að leitast verði við að minnka þau áhrif með uppgræðslu garðanna og efnistökusvæðis. En langmestu áhrif framkvæmdarinnar eru þó já- kvæð áhrif hennar á framtíð byggð- ar á Flateyri og öryggi íbúa þar. Myndin er tekin í fjallinu Bygging varnargaröanna Bygging snjóflóðagarðanna var boðin út sumarið 1996. Verkkaupi er Isafjarðarbær, en Flateyrarhreppur, Þingeyrarhreppur, Suðureyrarhreppur og Isafjarðarkaup- staður sameinuðust þá um sumarið undir nafninu ísa- fjarðarbær, en fyrir þeirra hönd hefur Framkvæmdasýsla ríkisins haft umsjón með verkinu. Lægsta tilboð barst frá Klæðningu hf. og var samið við það fyrirtæki um verkið í ágúst 1996. Fyrir hönd verkkaupa hefur Línuhönnun hf. annast eftirlit með framkvæmdinni en VST komið að verkframkvæmdinni sem hönnuður. Framkvæmdir hófust í september sama ár og lýkur þeim á þessu ári, utan sáningar og uppgræðslu sem hefst í sumar og lýkur á næstu árum. Aðstæður á vinnusvæð- inu eru nokkuð erfiðar, sérstaklega í vætutíð, enda er efnið í skriðunni ekki það ákjósanlegasta til byggingar jarðvegsgarða vegna mikils raka- og fínefnainnihalds. Engin veruleg vandamál hafa þó komið upp við bygg- ingu garðanna enda hefur reynst unnt að sækja betra efni í aðrar nálægar námur þegar á hefur þurft að halda. Heildarkostnaður við verkið stefnir í að verða nokkuð undir upphaflegri kostnaðaráætlun. Varnargaróar meö þeim stærstu sinnar tegundar í heiminum Varnarvirkin á Flateyri miðast við að íbúar neðan þeirra búi við sambærilegt öryggi og aðrir landsmenn búa við. Til þess að ná þessum markmiðum miðast hönnun garðanna við snjóflóð sem fallið geta að meðal- tali með 500-1000 ára millibili, sem er talsvert stærra flóð en það sem féll í október 1995. Hraði slíkra flóða er geysimikill þegar þau skella á görðunum, eða allt að 200 km/klst. Snjóflóðagarðamir á Flateyri verða því með allra stærstu mannvirkjum sinnar tegundar í heiminum, enda er mjög fátítt að verjast þurfi snjóflóðum svo ofar- ofan garöanna 29. janúar sl. Ljósm. Pálmi R. Pálmason, VST hf. 32

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.