Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 46
ERLEND SAMSKIPTI
lagasamtaka á sama sviði.
Samtökin eru til í öllum ríkj-
um Norðurlandanna og starfa
saman að sameiginlegum mark-
miðum. Þau hafa nú starfað í
rúma sjö áratugi og eru enn að.
Ef til vill er þörfin fyrir svona
norræn samtök meiri nú en oftast
áður til þess að marka betur sér-
kenni Norðurlanda vegna síauk-
innar samvinnu Evrópuþjóða.
Næsta stórátak samtakanna er
ráðstefnan hér á landi á haust-
mánuðum 1999 og má ætla að
gestir á þessari ráðstefnu verði
ekki undir eitt þúsund manns. Af
ofangreindri ástæðu er verið að
afla fleiri öflugra liðsmanna sem
sjá sér hag í því að bætast í hóp
þeirra sem fyrir eru.
Undirbúningur er hafinn af
fullurn krafti og var ráðsfundur
fulltrúa frá öllum ríkjum Norður-
landanna haldinn hér á landi 10.
til 11. október síðastliðinn. Þessi
ráðsfundur var á ýmsan hátt
tímamótafundur því að í staðinn
fyrir úrtölunöldur um norrænt
samstarf sem vart hefur orðið við
á síðastliðnum árum var
bjartsýni ráðandi og einlæg sam-
staða um framhald samstarfs inn-
an NBD.
Lokaákvörðun var tekin um
sameiginlega þátttöku á norræn-
um byggingardegi NBD 20 í
Reykjavík. Einnig var samstaða um að auka starfsemina
með minni ráðstefnum og fundum á milli aðalþinganna
þriðja hvert ár.
Er nú stefnt að aukaráðstefnu (NBD extra) í Helsing-
fors/Tallinn um endurgerð gamalla hverfa strax í haust,
eða síðsumars 1998, og einnig var ákveðið að Kaup-
mannahöfn/Málmey undirbyggju kynningu og ráðstefnu
um Eyrarsundsbæinn og Eyrarsundsbrúna 2001. Til
næstu formlegrar ráðstefnu, NBD 21, bjóða Finnar árið
2002 í Helsingfors.
NBD 20 verður síðasta stóra ráðstefnan á höfuðborg-
arsvæðinu á þessari öld og gefur því kost á ýmsum
möguleikum varðandi efnisval og að tengjast komandi
aldamótaári með öllu sem það býður upp á. Reykjavík er
þá á lokastigi að búa sig undir hlutverk sem ein af menn-
ingarborgum Evrópu á aldamótaári.
Hugmyndin er að nýta sér reynslu af nýju ráðstefnu-
formi Svíanna á NBD 19 í Stokkhólmi árið 1996 sem
hér hefur verið sagt frá.
Ráðstefnan verður í Reykjavík
en stefnt er að því að bæði efni
og kynnisferðir spanni höfuð-
borgarsvæðið í heild. Margt er
að sýna sem við getum verið
hreykin af og ýmislegt að læra af
nágrönnunum. Frú Vigdís Finn-
bogadóttir hefur fallist á að flytja
opnunarerindi um sýn inn í nýja
öld og einnig er gert ráð fyrir að
bjóða þekktum fyrirlesurum utan
Norðurlanda til að breikka sviðið
og að bjóða Eystrasaltslöndunum
til þátttöku.
Gengið hefur verið frá samn-
ingi við Úrval-Útsýn sem mun
sjá um undirbúning og kynning-
arstarf með stjóminni. Búið er að
taka frá hótelrými á höfuðborg-
arsvæðinu og að undirbúa áætl-
anir um ferðir til landsins og
kynnisferðir um landið í tengsl-
um við ráðstefnuna.
Stjórn NBD
Stjórn NBD á Islandi skipa
Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipu-
lagsstjóri Reykjavíkurborgar,
sem er formaður, Garðar Hall-
dórsson, forsætisráðuneytinu,
varaformaður, Jens Sörensen,
Veðdeild Landsbanka íslands,
gjaldkeri, Björgvin R. Hjálmars-
son, Húsnæðisstofnun ríkisins,
Guðrún S. Hilmisdóttir, Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga,
Hákon Olafsson, Rannsóknastofnun byggingariðnaðar-
ins, Olöf G. Valdimarsdóttir, Arkitektafélagi Islands,
Sigurður Kristinsson, málarameistari í Hafnarfírði, og
Þórarinn Magnússon verkfræðingur.
Tengiliður og ritari stjómarinnar er Olafur Jensson,
Goðheimum Í0, 104 Reykjavík, sími: 553 9036,
fax: 568 2038.
Samtaka nú
Nú ríður á að allir sem tengjast byggingar- og skipu-
lagsmálum taki höndum saman við undirbúning ráð-
stefnunnar haustið 1999: Verktakar og sveitarfélög sýni
framkvæmdir, hönnuðir kynni sig og verk sín, tölvu- og
hugbúnaðarfólk noti tækifærið, íslenskur listiðnaður og
öll listsköpun verði vel kynnt, úttekt á fjármálum og lög-
gjöf tengdri byggingariðnaði og landið okkar kynnt í
heild.
Góðar hugmyndir og ráðleggingar eru vel þegnar og
Olafur Jensson veitir allar nánari upplýsingar.
L
A
N
D
40