Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Qupperneq 47
ERLEND SAMSKIPTI
Vinabæjasamstarf Akureyrar-
bæjar í 50 ár
Ingólfur Armannsson, sviðsstjóri frœðslu- ogfrístundasviðs
Akureyrarbœjar
í júní sl. var haldið upp á það hér á Akureyri að 50 ár
eru frá því að vinabæjakeðjan sem Akureyri er hluti af
hóf að halda svokallaðar vinabæjavikur sem efnt er til
árlega, til skiptis í bæjunum. A þessum vikum hefur
einkum verið dagskrá tileinkuð ungu fólki. Síðustu tíu
árin hafa „vikumar" byggst upp af ýmsum verkefnum á
sviði lista og íþrótta fyrir ungt fólk á aldrinum 14—20
ára. Arin þar á undan var áherslan á samskipti leiðtoga
unglingastarfs í vinabæjunum.
Vinabæir Akureyrar í þessari keðju eru Alasund í
Noregi, Vasterás í Svíþjóð, Lahti í Finnlandi og Randers
í Danmörku. Einnig hefur Akureyri vinabæjatengsl við
Narsaq í Grænlandi og eru fulltrúar frá þeim bæ því yf-
irleitt með þegar vinabæjamót eru haldin á Akureyri.
Svo var einnig að þessu sinni.
Vinabæjavikan í ár tók mið af þessum tímamótum og
var því dagskrá hennar
byggð upp undir kjörorðun-
um „Fortíð, nútíð, framtíð”.
Þátttakendur frá vinabæjun-
um voru alls 130 og þar af
vom 87 þátttakendur á aldr-
inum 16-20 ára. Unglingam-
ir skiptust á þrjú meginverk-
efni, höggmyndagerð,
íþróttahóp og umhverfishóp.
Verkefni höggmyndahóps-
ins var að ýmsu leyti viða-
mest. Undirbúningur þess
hófst í febrúar þegar Sólveig
Baldursdóttir myndlistar-
maður fór í heimsókn til allra
vinabæjanna til að aðstoða
væntanlega þátttakendur í
verkefninu við að undirbúa
sinn hluta af væntanlegri
höggmynd. í hverjum vinnu-
hópi voru 3-4 myndlistar-
nemar og verk hvers hóps
var síðan steypt í brons og
sent til Akureyrar. Meðan á vinabæjavikunni stóð unnu
síðan hóparnir saman að því að koma verkinu fyrir á
steinsúlum frá hverju landi á opnu svæði við göngugöt-
una á Akureyri.
Þátttakendur í íþróttahópnum skiptust á þrjár greinar,
fimleika, hestamennsku og siglingar. Meðan á vikunni
stóð æfðu þessir hópar sýningaratriði sem sýnd voru
bæjarbúum í lok vikunnar.
Flópurinn sem fjallaði um umhverfisvernd skiptist á
upplýsingum um hvemig reynt væri að leysa umhverfis-
vandamálin í bæjunum og ferðaðist um bæinn og ná-
grenni Akureyrar til að kynnast náttúrunni hér og hvað
gert er til að reyna að tryggja sem minnsta rnengun á
svæðinu. Allir hópamir fóm í hvalaskoðunarferð meðan
á vikunni stóð.
A sama tíma og vinabæjavikan stóð yfir var hér á Ak-
ureyri einnig lúðrasveit frá Randers í Danmörku með um
50 stúlkum á aldrinum 12-18 ára og settu þær mikinn
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, opnaöi höggmyndasýningu sem þátttakendur vina-
bæjavikunnar höföu unniö aö.