Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 50

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 50
AÐGENGISMAL Mjög erfitt og kostnaöarsamt var aö gera breytingar á aöalinngangi félagsheimilisins Miklagarös í Vopna- firöi vegna mikils hæöarmunar frá götu að anddyri. Tekið var á þaö ráö aö gera bílastæði að baka til og merkja stæöi þar. Einnig var sett upp bjalla svo hægt væri aö hringja til aö láta vita af sér. Öll að- staöa innandyra er eins og best verður á kosið. Á efri myndinni er inngangur félagsheimilisins fyrir breytinguna. Neðri myndin sýnir aöalinngang félags- heimilisins eftir breytinguna. Mikill hæöarmunur er frá bílastæði ofan viö sund- laugina í Selárdal i Vopnafiröi aö sundlaugarhúsi. Nauösynlegt var aö gera veg frá því meöfram ánni og aö sundlaugarhúsi, einnig þurfti að gera snún- ingsplan. Frá sundlaugarhúsi aö sundlaug er tölu- verður hæöarmunur og varö aö gera um 20 metra langa skábraut svo aögengiö væri í lagi. Efri myndin sýnir sundlaugina handan Selár og þá bröttu hlíö sem hún er byggð undir. Neöri myndin sýnir sund- laugina eins og hún er nú en skábrautin að lauginni liggur meöfram húsinu að neöanveröu. Vilmundur Gíslason, sveitarstjóri á Vopnafiröi, tók myndirnar. þurfi að nota hjólastól tíma- bundið og þá sér hver maður hversu þýðingamtikið það er að viðkomandi geti sinnt starfi sínu sem mest og best á meðan ef hann er fær um það. Þetta á að sjálfsögðu við um alla vinnustaði. Nokkur sveitarfélög, sem mér er kunnugt um, hafa gert mynd- arlegt og virðingarvert átak í aðgengismálum. Reykjavíkur- borg hefur látið gera mjög góða úttekt á gatnakerfi og gangstíg- um og í framhaldi af því breytt og endurbætt gatnamót og að- gengi af göngubrautum yfir götur og upp á gangstéttir. Einnig hafa verið byggðar brýr yfir umferðargötur. Fram- kvæmdaáætlanir hafa verið gerðar fram í tímann um úttekt- ir og framkvæmdir og ákveðið fjármagn tekið frá í því skyni. Á Akranesi hefur einnig verið gerð mjög góð úttekt á aðgengi í bænum og það kortlagt. Á Akureyri, í Kópa- vogi og Garðabæ er verið að vinna að úttekt og áætlunum um mikilvægar framkvæmd- ir. Sjálfsagt eru fleiri sveitar- félög að vinna að þessum málum og er mjög áríðandi að fá upplýsingar um það sem fyrst og eru viðkomandi 44

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.