Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 55

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 55
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Háskólanám á Austurlandi og lækkun vöruverðs Helstu umræðuefhi á 31. aðalfundi SSA 28. og 29. ágúst 1997 Þrítugasti og fyrsti aðalfundur Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi (SSA) var haldinn í félagsheim- ilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði 28. og 29. ágúst 1997. Formaður SSA, Broddi B. Bjamason, bæjarfulltrúi í Egilsstaðabæ, setti aðalfundinn og bauð fulltrúa og gesti velkomna, kynnti helstu dagskrármálin, sem væru há- skólanám í Austurlandi og lækkun vöruverðs, og ræddi síðan nokkur mál sem hefðu verið á dagskrá fráfarandi stjómar. Hann gat þess einnig að hátíðarhöld í sveitarfé- lögum á Austurlandi væm nú orðin árlegir viðburðir á sumrin, þar á meðal „Franskir dagar“ á Fáskrúðsfirði. í tilefni af vel heppnuðu framtaki heimamanna hlaut Al- bert Kemp, oddviti Búðahrepps, fagran blómvönd. í skýrslu formanns um störf stjómarinnar kom m.a. fram að SSA hefði átt aðild að ráðstefnu, sem haldin hefði verið á Vopnafirði vorið 1997 og nefndist „Er tíð- indalaust á austurvígstöðvunum?" Þá höfðu formaður orku- og stóriðjunefndar SSA og framkvæmdastjóri SSA tekið þátt í ferð með umhverfisnefnd Alþingis um hugsanlega virkjunarstaði á Norðausturlandi. Einnig ræddi formaður tilraunir til sameiningar sveitarfélaga í fjórðungnum. Bjöm Hafþór Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSA, kynnti ársreikninga samtakanna fyrir árið 1996 og til- lögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 1998 og var hvort tveggja samþykkt síðar á fúndinum eftir meðferð í fjár- hagsnefnd. Ávörp gesta Guðmundur Bjamason, bæjarstjóri í Neskaupstað og fulltrúi Austfirðinga í stjóm Sambands íslenskra sveitar- félaga, flutti kveðjur stjómar sambandsins og sagði m.a. frá undirbúningi að flutningi málefna fatlaðra til sveitar- félaganna, sem hann kvað skammt á veg kominn. Einnig ræddi hann lífeyrissjóðsmál sveitarfélaga. Háskólanám á Austurlandi Fyrra meginefni fundarins var háskólanám á Austur- landi. Um það vom flutt fjögur framsöguerindi. Helga Hreinsdóttir, heilbrigðisfulltrúi og ritari há- skólanefndar SSA, skýrði frá tilurð og starfi nefndarinn- ar. Hún kvað það m.a. hlutverk nefndarinnar að vinna að því í samvinnu við menntastofnanir að koma á háskóla- námi á Austurlandi og efla menntun. Hún kvað nefndina telja fjamám vera mikilvægan þátt í menntun. í fjórð- ungnum væm fjórir framhaldsskólar og þegar nemendur hefðu lokið námi í þeim þyrftu þeir að leita annað eftir áframhaldandi menntun og kæmu síður til starfa á ný í heimabyggð. Það væri vænlegur kostur fyrir atvinnulíf á Austurlandi að fá menntun á háskólastigi í fjórðunginn. Ingi Rúnar Eðvarðsson, lektor í rekstrardeild Háskól- ans á Akureyri, skýrði frá könnun sem Rannsóknarstofn- un Háskólans á Akureyri hefði verið falið að gera á stöðu háskólamenntunar í austfirsku atvinnulífi. Hann kvað stjómendur fyrirtækja og stofnana almennt þeirrar skoðunar að auka þyrfti þekkingu og menntun starfs- manna m.a. á framleiðslu, þjónustu og á gæðamálum. Ambjörg Sveinsdóttir alþingismaður kynnti fmmvarp til laga sem þingmenn Austurlands hefðu flutt um kennslu á háskólastigi á Austurlandi. Emil B. Bjömsson, yfirkennari við Menntaskólann á Egilsstöðum og formaður háskólanefndarinnar, flutti er- indi er hann kallaði Framtíðarsýn og sóknarfæri á Austur- landi. Hann lagði áherslu á að aðgengi að menntun væri mikilvæg forsenda þegar menn veldu sér stað til búsetu. Hann kynnti síðan tillögur nefndarinnar um uppbyggingu háskólanáms á Austurlandi. Hún er um að stofna miðstöð háskólanáms og endurmenntunar á Austurlandi. Hlutverk slíkrar miðstöðvar yrði að skipuleggja nám og veita upp- lýsingar og stofnun slíkrar miðstöðvar talin fyrsta og mikilvægasta skrefíð til að efla háskólamenntun í fjórð- ungnum. Þetta skref verði að stíga fljótlega. Háskóla- og endurmenntun á Austurlandi Eftir almennar umræður og umfjöllun í nefnd var svo- felld ályktun gerð um mikilvægi háskóla- og endur- menntunar á Austurlandi: Aðalfundur Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi, haldinn á Fáskrúðsfirði dagana 28. og 29. ágúst 1997, telur háskóla- og endurmenntun mikilvæga þætti í byggðastefnu og því nauðsynlegt að stuðla að jafnrétti til slíkrar menntunar á landsbyggðinni. Fundurinn lýsir yfir stuðningi við sameiginlega hug- mynd í þingsályktunartillögu þingmanna Austurlands og tillögu háskólanefndar SSA um að hið fýrsta verði komið á fót miðstöð háskóla- og endurmenntunar á Austurlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.