Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 56

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 56
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Hlustaö grannt. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Friömar Gunnarsson, oddviti Fáskrúösfjaröar- hrepps, Sigfús Vil- hjálmsson á Brekku, oddviti Mjóafjaröarhrepps, Eiríkur Stefánsson, hreppsnefndarfulltrúi í Búöahreppi, og Guögeir Þ. Ragnars- son á Torfastööum, oddviti þáv. Hlíöar- hrepps. Fundurinn felur háskólanefnd SSA að vinna að stofn- un slíkrar miðstöðvar í samstarfi við austfirskt atvinnu- líf, aðila sem sinna háskóla-, endur- og símenntun svo og stofnanir, sem vinna að byggðamálum. Fundurinn minnir á að það er ríkisins að fjármagna verkefni á háskólastigi. Því þarf að leita eftir stuðningi menntamálaráðherra við málið og fá fjárveitingu frá Al- þingi þegar á árinu 1998 til að koma miðstöðinni á fót. Lækkun vöruverðs á Austurlandi Þrjú framsöguerindi voru flutt um hið síðara meginmál fundarins, lækkun vöruverðs á Austurlandi. Guðmundur Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi íslands, flutti framsögu um verðlags- mál og samkeppni. Hann bar saman framfærslukostnað á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og kvað hærra vöruverð á landsbyggðinni og hæst á Austurlandi og á Vestfjörðum. Hann kvað verslanir sem aðild ættu að inn- kaupasamtökum gera hagstæðari vörukaup. Ingi Már Aðalsteinsson, kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa (KHB), flutti erindi um dagvöru- verslun á Austurlandi. Hann skýrði frá því að Austurland væri 5% af heildarmarkaðinum en væri land- fræðilega stór. KHB rekur sjö verslanir en flestir kaupmenn reka eina verslun. Hann telur að áfram verði einhver verðmunur á milli landsbyggðarinnar og höfuð- borgarsvæðisins, m.a. vegna flutn- ingskostnaðar. Forsenda lægra vöruverðs kvað hann stærri innkaup og fækkun á birgjum. Þorvaldur Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Lykils hf. á Reyðar- firði, kvað bættar samgöngur og styttri vegalengdir milli staða gera fólki kleift að sækja verslanir með hagstæðara vöruverð og að bætt þjónusta kæmi vart að gagni vegna fólksfæðar. Fjölgun á flutningsleið- um gerði fólki á Austurlandi kleift að kaupa vörur á lægra verði frá Reykjavík. Séö yfir fundarsal i félagsheimilinu Skrúö á Fáskruösfiröi. Viö boröiö sitja, taliö frá vinstri til hægri, Trausti Porsteinsson, forstööumaöur Rannsóknastofnunar Há- skólans á Akureyri, Emil B. Björnsson, formaöur háskólanefndar SSA, hjónin Helga M. Steinsson, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, og Einar Már Siguröarson, forstööumaöur Skólaskrifstofu Austurlands, Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, Óskar Steingrímsson, sem gegndi sveitarstjórastarfinu þar um skeiö í fjarveru Ólafs, og loks Guölaugur Sæbjörnsson, sveitarstjóri Fella- hrepps. Viö hægri brún myndarinnar sér á Jón Kristjánsson alþingismann. 50

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.