Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Page 60

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Page 60
AFMÆLI Fáskrúösfjöröur úr lofti. Ljósm. Mats Wibe Lund. Franskir dagar og Búðahreppur 90 ára Steinþór Pétursson sveitarstjóri Helgina 25., 26. og 27. júlí sl. sumar voru hér á Fáskrúðsfirði haldnir Franskir dagar í annað skipti. Að þessu sinni var haldið upp á afmæli Búðahrepps um leið en 90 ár eru síðan Fáskrúðsfjarðarhreppi var skipt upp í þessi tvö sveitarfélög, en það var 22. maí 1907. Voru þetta sannkallaðir hátíðisdagar og tókst einstaklega vel til. Eins og á Frönsku dögunum á árinu 1996 voru það ferða- og menningarmálanefndimar sem báru hitann og þungann af hátíðinni, en að þessu sinni var ákveðið að ráða ferðamálafulltrúa í einn og hálfan mán- uð til reynslu, en ferðamálafulltrúi hefur aldrei áður ver- ið starfandi í Búðahreppi. Starf hans var með- al annars að létta vinnu af nefndarfólkinu vegna hátíðarinnar ásamt því að veita ferða- mönnum upplýsingar. Vil ég nota tækifærið og þakka þessu ágæta fólki fyrir fómfúst starf svo og öðrum þeim sem lögðu hönd á plóg- inn, en eins og gefur að skilja eru það fjöl- margar hendur sem koma að svona hátíð. Um Frönsku dagana sem haldnir voru 1996 var skrifuð allítarleg grein í 4. tbl. Sveitar- stjómarmála 1996 og er ekki ætlunin að gera það aftur um Frönsku dagana 1997 en þó má segja að haft hátíðin 1996 þótt góð tókst nefndunum enn betur upp 1997 með 54

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.