Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Qupperneq 61

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Qupperneq 61
AFMÆLI dagskrá sem prýdd var minningum um fransk-íslenska tímann, afhjúpunum minnisvarða, sýningum, uppákom- um af ýmsu tagi og ómældri skemmtun fyrir jafnt unga sem aldna. Fjöldi gesta setti mikinn svip á hátíðina en meðal þeirra voru Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti, Léon Panier, borgarstjóri Gravelines, ásamt tveimur bæjarfull- trúum frá Gravelines, sendiherra Frakka ásamt vísinda- fulltrúa sendiráðsins, fjölmargir brottfluttir Fáskrúðs- firðingar auk annarra gesta bæði innlendra og erlendra. Færi ég þessu fólki bestu þakkir fyrir heimsóknina. Nánar verður ekki farið út í hátíðarhöldin að þessu sinni en frekar reynt að segja stuttlega frá þessu 90 ára sveitarfélagi og sögu þess. Búóahreppur í 90 ár Upp úr síðustu aldamótum var orðin nokkur þéttbýlis- myndun hér í firðinum þar sem kauptúnið Búðir stendur nú þótt alla jafnan gangi það undir nafni fjarðarins, Fá- skrúðsfjörður, meðal fólks. Þann 22. maí 1907 var Fáskrúðsfjarðarhreppi skipt í tvö sveitarfélög eins og áður greinir. Var nýmyndað þéttbýli gert að sér sveitarfélagi sem var í miðju hins upprunalega sveitarfélags. Segja gárungar að sama sé hvert fólk úr Búðahreppi fer, allar leiðir liggi til Fá- skrúðsfjarðarhrepps. Þéttbýlið óx og dafnaði og var brátt farið að huga að því að stækka land sveitarfélagsins unga. Kom að því hinn 2. ágúst 1923 að jörðin Kirkjuból var keypt, en hún er skammt innan við þéttbýlið, og síðan hinn 27. nóv- ember 1947 að hluti jarðarinnar Kappeyrar var keyptur, en sú jörð er utan við þéttbýlið. Þrátt fyrir þessi jarða- kaup var hreppamörkum ekki breytt samhliða, þannig að í áratugi var hluti af landi Búðahrepps í öðrum hreppi. Þegar hafist var handa við að fá hreppamörkum breytt til samræmis við landareign Búðahrepps kom í ljós að ekki voru allir á eitt sáttir um hvar landamerki lægju milli jarða inni í firðinum, en gert var ráð fyrir að hreppamörk væru sömu og landamörk jarðanna Kirkju- bóls annars vegar og Geststaða og Tungu hins vegar en þær jarðir eiga mörk að Kirkjubólsjörðinni. Spunnust úr þessu allharðar deilur sem veltust milli aðila málsins árum saman. Ekki var alvarlegur ágreiningur um hvar mörkin skyldu vera utan við byggðina enda til nokkuð góð lýsing á þeim. Málið var loks til lykta leitt hinn 12. desember 1994 þegar samkomulag náðist milli aðila og gengið var frá breyttum hreppamörkum og allt land Búðahrepps varð því innan hreppamarka hans. fbúar Búðahrepps vom 393 talsins árið 1910 en vom 657 hinn 1. desember 1996. Hæst hefur íbúatalan farið í 796 árið 1978. Eins og önnur sveitarfélög á landsbyggð- inni hefur þetta sveitarfélag átt í vök að verjast gagnvart íbúaþróun nú síðari ár og hefur enginn getað bent á ein- hverja eina ákveðna ástæðu þessarar þróunar; um virðist Frá skrúögöngunni á Frönskum dögum á 90 ára afmæli Búöa- hrepps 1997. Afmæliskakan skorin. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Steinþór Pétursson, sveitarstjóri Búöahrepps, og Léon Panier, borgar- stjóri Gravelines. að ræða samspil margra þátta. Við á landsbyggðinni skulum ekki örvænta um of. Þættir eins og bætt flutn- ingatækni, sem gerir fyrirtækjum auðveldara að velja sér stað hvar sem þeim þóknast, og það að almennt virðist fólk gera sér grein fyrir kostum þess að búa úti á lands- byggðinni bendir til þess að ekki sé spuming um hvort 5 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.