Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Qupperneq 62

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Qupperneq 62
AFMÆLI í hátíöarskrúögöngunni í Gravelines var stutt minningarathöfn viö altari í bænum þar sem þjóösöngvar landanna voru leiknlr. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Albert Kemp, oddviti Búöahrepps, Léon Panier borgarstjóri og Steinþór Pétursson sveitarstjóri. heldur hvenær þessi þróun snúist við. Hvort byggðar- munstrið verður með svipuðum hætti og við þekkjum nú um stundir skal ósagt látið, það verður tíminn að leiða í ljós. Þessa þróun íbúafjölda hér má sjálfsagt rekja að stærstum hluta til erfiðleika í atvinnugreinum sem hér hafa verið stundaðar um árabil og leiddu síðan til þess að rekstur var lagður niður eða varð gjaldþrota. Þá hefur orðið mikil fækkun á sjómannsstörfum hér á Fáskrúðs- firði og má í því sambandi nefna að fyrir fáum árum voru hér þrír togarar og raunar fjórir um tíma, fjórir ver- tíðarbátar auk tveggja loðnuskipa og töluvert af trillum. Nú er einn togari eftir og örfáar trillur, en það gefur augaleið að svona blóðtaka reynir á sálarlíf fólks og tek- ur í við stjóm sveitarfélags. Þrátt fyrir þessa þróun hafa menn bitið í skjaldarrend- ur og undanfarin ár hefur verið mikið um að vera í Búðahreppi. Loðnuvinnslan hf. var stofnuð og var reist hér loðnuverksmiðja á mettíma eða rétt rúmu ári og hef- ur rekstur hennar gengið mjög vel þau tæpu tvö ár sem hún hefur verið starfrækt. Sfldarvinnsla hófst sl. haust á vegum Kaupfélags Fáskrúðsftrðinga eftir að hafa legið að mestu niðri í nokkur ár eftir gjaldþrot eins stærsta síldarvinnslufyrirtækis á landinu til margra ára. Neta- gerðin Ingólfur haslaði sér völl hér á árinu og hefur haft mikið að gera. Þá hefur sveitarfélagið verið að byggja eitt af veglegri íþóttahúsum hér austanlands og var vel við hæft að byggingu þess skyldi lokið á afmælisári. Var húsið tekið í notkun hinn 21. nóvember sl. og það form- lega vígt hinn 13. desember. Gengið hefur verið frá samningum um byggingu hjúkrunarheimilis hér á Fá- skrúðsftrði, en að því standa ásamt Búðahreppi Stöðvar- hreppur og Fáskrúðsfjarðarhreppur auk ríkisins. Er ráð- gert að húsið verði fullbúið á miðju ári 1999. Geri ég ekki ráð fyrir að menn láti staðar numið hér heldur reyni að auka við og bæta það sem fyrir er og inn í þá umræðu hefur nú síðustu vikur blandast umræða um stóriðju á Reyðarfirði og áhrif hennar á byggð hér í Fá- skrúðsfirði. Af þessu má sjá að hér er mikið um að vera og menn alls ekki á þeim buxunum að gefast upp heldur berjast fyrir betri og blómlegri byggð. Franska tímabilid Þó að flest hver þessara sveitarfélaga við sjávarsíðuna séu lík hvert öðru er þó eitt sem greinir Búðahrepp og Fáskrúðsfjörð frá flestum hinna, en það er það tímabil í sögu okkar Islendinga þegar franskir sjómenn sóttu Is- landsmið. Ein af fáum aðalbækistöðvum frönsku sjómannanna hér við land var hér á Fáskrúðsfirði. Er ætlað að þetta tímabil haft staðið frá síðari hluta 19. aldar og að síðustu skútumar hafi farið héðan upp úr 1930. Ltf þessara sjó- manna hefur ekki alltaf verið auðvelt og ber grafreitur 49 franskra sjómanna hér rétt utan við bæinn þess vitni. Skildu Frakkamir eftir sig þó nokkrar minjar þótt tölu- vert hafi glatast í áranna rás. Ef frá er talin sagan og hve djúpt í huga margra hún ristir og grafreiturinn sem áður hefur verið minnst á em meðal merkra minja frá þessum tíma sjómannaheimili og kapella sem fengu ný hlutverk þegar kom fram á öldina og eru nú íbúðarhús og raf- magnsverkstæði. Svokallað læknishús sem byggt var 1907 fyrir franska konsúlinn hefur verið gert upp þótt því hafi ekki verið að fullu lokið og er í dag ráðhús Búðahrepps. Franski spítalinn sem byggður var hér 1906 var síðar fluttur út í Hafnames og stendur þar enn þótt frekar sé hann óásjálegur nú miðað við hversu reisulegur hann var. Hafa verið uppi hugmyndir um að flytja hann að nýju inn í bæ og endurbyggja hann en óvíst er um framhald þess þar sem ljóst er að mikill kostnaður er því samfara, en enginn efast um sögulegt og menningarlegt gildi hans. Vinabærinn Gravelines Þau tengsl sem þama mynduðust milli Fáskrúðsfirð- inga og frönsku sjómannanna, sem flestir komu frá Bretagneskaga, hafa verið það sterk að minningamar hafa ekki fallið í gleymsku, heldur urðu til þess að hinn 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.