Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Qupperneq 64
ERLEND SAMSKIPTI
í kjölfar Hrafiia-Flóka
Bæjarstjóm Vesturbyggðar hefur
samþykkt að stofna til vinabæja-
sambands við Sveio í Hörðalands-
fylki í Noregi. Kemur þetta til
vegna óskar frá Magnus Skáden,
oddvita í Sveio, sem hefur átt stóran
þátt í því að halda nafni Hrafna-
Flóka Vilgerðarsonar á lofti í sinni
heimabyggð. Sveio hefur aldrei
haft þá stefnu að stofna til vinabæja-
tengsla við önnur sveitarfélög á
Norðurlöndum, heldur er ósk þeirra
eingöngu að stofna til sambands við
Vesturbyggð, en eins og kunnugt er
tók Hrafna-Flóki sér búsetu á
Barðaströnd. Það vita það færri á
íslandi að Hrafna-Flóki kom frá
Sveio.
Á víkingahátíðinni í Hafnarfirði
sl. sumar gaf Sveio íslendingum
vörðu sem er á Hvaleyrarholti í
Hafnarfirði, skammt frá golfskála
Golfklúbbsins Keilis. Magnús
Skáden afhenti vörðuna fyrir hönd
sveitarfélags síns. Þetta er sams
konar varða og er á Ryvárden í
Sveio. Vörðu þessari er ætlað að
halda nafni Hrafna-Flóka á lofti, en
Flókavaröa í Sveiohreppl I Noregi.
Viö vöröuna á Hvaleyrarholti í Hafnarfiröi. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Ólafur Örn
Ólafsson, formaöur bæjarráös Vesturbyggöar, Viöar Helgason bæjarstjóri, Gísli Ólafs-
son, þáverandi forseti bæjarstjórnar Vesturbyggöar, Magnús Skáden, oddviti Sveio, og
Jorunn Skáden, eiginkona Magnúsar. Ljósmynd Unnar Stefánsson.
hann hafði vetursetu í Hafnarfirði
áður en hann hélt vestur á Barða-
strönd, en þar þótti honum búvæn-
legra, jafnvel urn of, en hann mun
samkvæmt sögunni ekki hafa hugað
að því að heyja til vetrar og misst
allt sitt fé og horfið á braut eftir þær
hremmingar.
Við afhjúpun vörðunnar hittu
fulltrúar Vesturbyggðar Magnús
Skáden og konu hans Jórunni.
Viðar Helgason
Vinabær á Ítalíu?
Sveitarstjórn Comune Di Ort-
ucchio á Italíu óskar eftir að komast
í vinabæjasamband við íslenskt
sveitarfélag. Comune Di Ortucchio
er í Aquilahéraði fáeina kílómetra
frá Róm.
Þorpið Ortucchio var fyrr á öldum
fiskiþorp en þar er nú aðallega
stundaður landbúnaður.
í sveitarfélaginu em margvíslegar
minjar um hið foma Rómaveldi og
íbúamir áhugasamir um sögu sína.
Landslagi mun svipa til landslags
hér á landi. Þessar eru m.a.
ástæður þess að áhugi er á að tengj-
ast vinabæ á íslandi.
Nánari upplýsingar hjá ritstjórn
Sveitarstjómarmála.
58