Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 67
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA
Guðmundur Guðlaugsson
bæjarstjóri
Siglufjarðarkaupstaðar
Guðmundur Guðlaugsson, skrif-
stofustjóri Siglufjarðarkaupstaðar,
hefur verið ráðinn bæjarstjóri kaup-
staðarins frá 1. október sl. Björn
Valdimarsson, sem verið hafði bæj-
arstjóri frá 15. júní árið 1990, réðst
þá til starfa hjá Þormóði ramma-Sæ-
bergi hf. á Siglufirði.
Guðmundur var kynntur í 1. tbl.
1997 er hann var ráðinn skrifstofu-
stjóri bæjarins.
Þórir Hákonarson
skrifstofustjóri
Siglufjarðarkaupstaðar
í starf Guðmundar hefur verið
ráðinn Þórir Hákonarson stjórn-
málafræðingur.
Þórir er fædd-
ur á Siglufirði
11. júní 1969 og
eru foreldrar
hans Guðlaug
Steingrímsdóttir,
fulltrúi á Skatt-
stofu Norður-
landsumdæmis vestra, og Hákon
Antonsson sjómaður.
Þórir lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum að Laugarvatni
árið 1990. Síðan stundaði hann nám
í rekstrartækni í eitt ár í Tækniskóla
íslands og eftir það í stjórnmála-
fræði við Háskóla íslands og út-
skrifaðist þaðan árið 1995 eftir
þriggja ára nám. Hann hóf nám í al-
þjóðastjórnmálum í „London
School of Economics" í London
haustið 1996 og lauk því með
M.Sc.- gráðu í ágúst sl.
Hann hefur alla tíð búið á Siglu-
firði utan þess tíma er hann var í
menntaskóla og í háskóla og unnið í
störfum tengdum fiskvinnslu, bæði í
landi og til sjós, fyrst hjá Þormóði
ramma og síðar hjá Siglfirðingi hf.
Hann hóf störf sem skrifstofu-
stjóri hjá Siglufjarðarkaupstað
1. október sl.
Þórir er ókvæntur og bamlaus.
✓
Lilja Olafsdóttir bæjai -
ritari í Snæfellsbæ
Lilja Olafsdóttir hefur verið ráðin
bæjarritari í Snæfellsbæ frá 1. ágúst
1997.
Lilja er fædd í
Rcykja\ík 14.
eru foreldrar
hennar Ólöf
I-Ielga Ilalldórs-
dótiir leikskóla-
stjóri og Ólafur
Jens Sigurðsson, sóknarprestur á
Hellissandi.
Lilja lauk stúdentsprófi úr
hagfræðideild Verslunarskóla