Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 11
SAMTALIÐ Úr steinullarverksmiðjunni. Bóknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Myndirnar með samtalinu: Ljósmyndastofa Péturs, Sauðárkróki. fyrir Skagfirðinga að sú tenging væri beint úr Fljótum fremur en í gegnum Siglufjörð. Sjálfsagt munu margir ferðamenn fara þessa nýju leið og kanna þannig nýjar slóðir. Hins vegar held ég að vegur af Kili yfir Blöndustíflu og niður Mælifellsdal mundi ekki síður heilla ferðamenn á sumrin og ég hef trú á því að sá veg- ur verði kominn innan fárra ára.“ - Mun liéraðið njóta návistar Byggðastofnunar eftir að luin verður að öllu leyti flutt á Sauðárkrók á miðjii þessu ári? „Það er ég sannfærður um. Þróunarsvið Byggðastofn- unar hefur starfað á Sauðárkróki frá því sumarið 1998 og hefur gefíst vel. Fjölbreytni atvinnutækifæra eykst með komu slíkra stofnana og það fólk sem vinnur við Byggðastofnun mun búa í Skagafirði og mun þannig styrkja byggðina og leggja sitt til samfélagsins. Ég er sannfærður um að flutningur slíkra ríkisstofnana er eitt albesta vopnið í vörninni gegn suðurgöngunni sem nú hrjáir landsmenn og það þyrfti að gera mun meira af slíku.“ - Býr Skagafjörður vel aðþví er snertir jarðvarma? „Héraðið býr nokkuð vel frá náttúrunnar hendi hvað snertir jarðvarma. Þessa dagana er rétt hálf öld frá því að samþykkt var á Alþingi tillaga um ríkisábyrgð fýrir hita- veitu á Sauðárkróki og árið áður var gerð frumáætlun um hitaveitu þar. Á Sauðárkróki var lögð ein fjögurra fyrstu bæjarveitna á landinu og um áramótin 1997 og 1998 sameinuðust Hitaveita Sauðárkróks og Hitaveita Seyluhrepps í Varmahlíð í Hitaveitu Skagafjarðar. Bor- aðar hafa verið tilraunaholur til leitar að heitu vatni við Hofsós og lögð hafa verið frumdrög að hitaveitu þar ef nýtanlegur jarðhiti skyldi fínnast við þá leit sem ákveðið hefúr verið að áframhald verði á. Þá hefur verið ákveðið að sameina hitaveitu, rafveitu og vatnsveitu í eitt fyrir- tæki ffá og með 1. júní nk. og er vonast til að með því megi fá hagkvæmari rekstur veitnanna.“ - Er Villinganesvirkjun raunhœfur kostur í virkjunarmál- um í náiniii framtið og hvaða álirif gœti slík virkjun liaft á atvinnumál í héraðinu ? „Sérfræðingar telja það raunhæfan kost og undirbún- ingur er nú í fúllum gangi. Meðan virkjunarframkvæmd- ir standa yfir munu þær örugglega hafa mikil áhrif á at- vinnumál í héraðinu, en til þess að áhrifa virkjunarinnar gæti áfram hér í Skagafirði þarf meira að koma til. Ekki er langt síðan samþykktar voru á Alþingi breytingar á lögum um raforkuver, þar sem fram koma nýjar áherslur stjómvalda í raforkumálum sem lúta m.a. að því að raf- orka úr nýjum virkjunum nýtist fyrst þeim byggðarlög- um þar sem orkan er unnin og í því skyni að efla at- vinnulíf á svæðinu. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að orkan geti nýst í einhvers konar iðnað sem næst virkjun- arstað." - Hafa siglingar niður vatnsföllin umtalsvert aðdráttarafl eða eru þœr varhugavert glœfraspil? „Það er ótrúlega mikil ásókn ferðamanna í það að sigla niður gljúfrin. Þau eru falleg og vissulega verður eftirsjá að þeim. Hægt er að velja á milli miserfiðra leiða og sennilega er sú erfiðasta ekki alveg hættulaus. En spenn-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.