Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 36
MENNINGARMAL Frá undirritun fyrsta bakhjarlasamkomulagsins sem var gert við Landsvirkjun. Á mynd- inni eru, talið frá vinstri, Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúl Landsvirkjunar, Frið- rik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórn- ar Landsvirkjunar, Helgi Gíslason, formaður stjórnar Gunnarsstofnunar, Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, og Sigríður Sigmundsdóttir, fulltrúi At- vinnuþróunarfélags Austuriands í stjórninni. Myndina tók Agnes Vogler. hennar sé í raun Austurland allt. Greinarhöfundur tók við starfi forstöðumanns Gunnarsstofnunar 1. október 1999 og má segja að fyrstu mánuðir í starfi hafi farið í mótun stefnu fyrir stofnunina ásamt hug- myndavinnu og skipulag vegna framtíðarstarfs á Skriðuklaustri. Stjóm stofnunarinnar tók þá ákvörð- un að uppbygging Skriðuklausturs sem menningar-, sögu- og ffæðaset- urs yrði að njóta forgangs fram yfir aðra þætti í starfi stofnunarinnar. Því var allur kraftur settur í að koma af stað endurbótum á húsakosti að Skriðuklaustri svo að þar mætti opna fyrir almenningi eigi síðar en í júní 2000. Endurbótasjóður menningarbygg- inga féllst á að leggja fé i endurbæt- urnar sem skipti sköpum fyrir hversu miklu tókst að hrinda í verk. Ljúka tókst á tilsettum tíma um- fangsmiklum endurbótum á húsi skáldsins og gerðu húsinu kleift að sinna sínu nýja hlutverki. Segja má að lokið hafi verið við allar stærri endurbætur innandyra ásamt því að koma vatns- og ffáveitumálum í rétt horf. Því til viðbótar var húsið Skriða síðan gert upp. Næsta skref í endurbótum er að taka Gunnarshús í gegn að utan sem brýn þörf er á. Vonandi tekst að afla fjár til þess að hefja það verk sem fyrst. Fjölsóttur staður Frá 20. júní til 10. september á síðasta ári var Skriðuklaustur opið almenningi alla daga nema mánu- daga. Gestir fengu leiðsögn um hús- ið og gátu skoðað sýningar af ýms- um toga auk þess að kaupa sér veit- ingar. Óhætt er að segja að strax á fyrsta sumri hafi staðurinn orðið fjölsóttur af ferðamönnum því að ríflega 3.500 gestir lögðu leið sína þangað á þessum tíma. Voru það nær eingöngu Islendingar, sem sýnir að áhugi fyrir menningarsetri af þessum toga er svo sannarlega fyrir hendi. Ætlunin er þó að hafa á boðstólum sýningar og viðburði sem ekki síður höfða til erlendra ferðamanna yfir sumarið. Starfsemin að Skriðuklaustri er með nokkuð öðru sniði yfir vetrar- tímann. Þennan fyrsta vetur hefur verið bryddað upp á ýmsu. Má þar nefna kvöldvökur með blandaðri dagskrá, Grýlugleði, listsýningar, fyrirlestra, tónleika og lomberspila- mennsku. Auk þess tók stofnunin þátt i rithöfundarallíi i desember- byijun og bókavöku í Safhahúsinu á Egilsstöðum. Ánægjulegt er ffá því að segja að aðsókn á viðburði að Skriðuklaustri sl. vetur var með ein- dæmum góð og hafa íbúar víða úr fjórðungnum sótt staðinn heim. Lítil fundarstofa í fyrrum kolageymslu. 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.