Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 24
ERLEND SAMSKIPTI Við Gullfoss. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Jens-Oluf Lundgren, fjármálastjóri Uummannaq, Þórir Sveinsson, Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Biskupstungna- hrepps, James Bianco, bæjarritari íTasiilaq, Sveinn A. Sæland, oddviti Biskupstungna- hrepps, Ole Molgárd-Motzfeld, bæjarritari í Narsaq, Sara Mathiassen, ráðgjafi á skrif- stofu KANUKOKA, og Martha Labansen, framkvæmdastjóri KANUKOKA. Myndirnar með greininni tók Unnar Stefánsson. virkin. Laufey Jóhannsdóttir, for- maður bæjarráðs Garðabæjar, skýrði ffá rekstri sveitarfélagsins og ýmsum samstarfsverkefnum sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem hún fjallaði um ferða- þjónustu almennt og opnaði um- ræðu um möguleika á auknum ferðalögum milli íslands og Græn- lands, en hún er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofúnnar Plúsferða ehf. í Vogum á Vatnsleysuströnd tóku á rnóti hópnum Sigurður Jónsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), Þóra Braga- dóttir, oddviti Vatnsleysustrandar- hrepps, og Sigurður Kristinsson, hreppsnefndarmaður þar. A fundi með gestunum kynntu þau rekstur sveitarfélagsins og aðild þess að margvíslegum samstarfs- verkefnum sveitarfélaga með þátt- töku hreppsins í starfi SSS. Skoðuð var íþróttamiðstöðin þar sem fúnd- urinn var haldinn og Snæbjörn Reynisson, skólastjóri Stóru-Voga- skóla, kynnti skólastarfið urn leið og gengið var um vistlegt húsnæði skólans og skoðað bókasafú, tölvu- stofa og skólaeldhús og borið saman skólahald í grunnskólum á Islandi og Grænlandi. Loks var ekið um Vogana, hafnarsvæðið skoðað, at- vinnuhættir kynntir og litið inn í lít- ið fyrirtæki, Beiti, þar sem fram- kvæmdastjórinn, Hafsteinn Olafs- son, sýndi línuspil, beitingarvélar, færavindur og fleiri tæki sem fyrir- tækið framleiðir. í Hafnarfirði var skoðað hið nýja íþróttahús Hauka. Síðan tók Níels Indriðason, yfirverkfræðingur hjá VST hf., á rnóti gestunum í verk- fræðistofunni en hún annaðist alla verkffæðihönnun íþróttahússins. Níels kynnti starfsemi verkfræði- stofunnar. Arkitektar hússins voru Arkitektar Skógarhlíð ehf. og kom Helgi Már Halldórsson, á fundinn og lýsti byggingunni. A síðasta degi Islandsheimsókn- arinnar var Flugmálastjórn á Reykjavíkurflugvelli heimsótt þar sem Haukur Hauksson aðstoðar- flugmálastjóri fjallaði í erindi um uppbyggingu og rekstur flugvalla á íslandi. Sérstaklega var rætt um skilyrði fyrir flugi við erfiðar að- stæður og möguleika á gerð nýrra flugvalla á Grænlandi í samvinnu við íslendinga. Dagana 13. til 16. október skipu- lagði Grænlandsnefndin ráðstefnu og kynnisferð fimm sveitarstjómar- manna sem hingað komu á vegum KANUKOKA undir forystu Martha Labansen, framkvæmdastjóra sam- bandsins. Fulltrúarnir voru frá Nuuk, Narsaq, Tasiilaq og Uummannaq. Tilgangur fararinnar var að kynnast rekstri íslenskra sveitarfélaga, ffæðast um samvinnu og samstarfsverkefni sveitarfélaga og starf Sambands íslenskra sveitar- félaga. Biskupstungnahreppur var heim- sóttur þar sem Sveinn A. Sæland oddviti og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri sýndu gestunum helstu stofnanir sveitarfélagsins, s.s. grunnskólann í Reykholti, nýbyggt íþróttahús úr límtré, sundlaug og fé- lagsheimilið Aratungu, og skýrðu frá rekstri hreppsins. Borin voru saman verkefúi sveitarfélaga í stijál- býli á íslandi og á Grænlandi. Kynnt voru samstarfsverkefni hreppa í uppsveitum Árnessýslu, s.s. að ferðamálum, og komið að helstu ferðamannastöðum í hreppn- um, Geysi og Gullfossi. Gestgjafarnir sögðu frá þeim breytingum sem víða hafa orðið á atvinnuháttum til sveita og sýndu ræktun blóma með raflýsingu. Á ráðstefnu sem haldin var 15. október að Háaleitisbraut 11 voru erindi flutt um stjómsýslu íslenskra sveitarfélaga, um hlutverk þeirra í samfélaginu, efnahagsumhverfi og fjármál. Ennfremur um samskipti sveitarfélaga og ríkisins og um launakerfi og kjarasamninga í ís- lenskum sveitarfélögum og allt bor- ið saman við aðstæður í Grænlandi. Á fundi með fulltrúum Græn- landsnefndarinnar, formanni sam- bandsins og gestunum var fjallað al- mennt um framhald samskipta ís- lenskra og grænlenskra sveitarfé- laga, um samstarf sveitarstjórnar- sambandanna og möguleika á frek- ari samvinnu á fleiri sviðum. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.