Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 24

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 24
ERLEND SAMSKIPTI Við Gullfoss. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Jens-Oluf Lundgren, fjármálastjóri Uummannaq, Þórir Sveinsson, Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Biskupstungna- hrepps, James Bianco, bæjarritari íTasiilaq, Sveinn A. Sæland, oddviti Biskupstungna- hrepps, Ole Molgárd-Motzfeld, bæjarritari í Narsaq, Sara Mathiassen, ráðgjafi á skrif- stofu KANUKOKA, og Martha Labansen, framkvæmdastjóri KANUKOKA. Myndirnar með greininni tók Unnar Stefánsson. virkin. Laufey Jóhannsdóttir, for- maður bæjarráðs Garðabæjar, skýrði ffá rekstri sveitarfélagsins og ýmsum samstarfsverkefnum sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem hún fjallaði um ferða- þjónustu almennt og opnaði um- ræðu um möguleika á auknum ferðalögum milli íslands og Græn- lands, en hún er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofúnnar Plúsferða ehf. í Vogum á Vatnsleysuströnd tóku á rnóti hópnum Sigurður Jónsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), Þóra Braga- dóttir, oddviti Vatnsleysustrandar- hrepps, og Sigurður Kristinsson, hreppsnefndarmaður þar. A fundi með gestunum kynntu þau rekstur sveitarfélagsins og aðild þess að margvíslegum samstarfs- verkefnum sveitarfélaga með þátt- töku hreppsins í starfi SSS. Skoðuð var íþróttamiðstöðin þar sem fúnd- urinn var haldinn og Snæbjörn Reynisson, skólastjóri Stóru-Voga- skóla, kynnti skólastarfið urn leið og gengið var um vistlegt húsnæði skólans og skoðað bókasafú, tölvu- stofa og skólaeldhús og borið saman skólahald í grunnskólum á Islandi og Grænlandi. Loks var ekið um Vogana, hafnarsvæðið skoðað, at- vinnuhættir kynntir og litið inn í lít- ið fyrirtæki, Beiti, þar sem fram- kvæmdastjórinn, Hafsteinn Olafs- son, sýndi línuspil, beitingarvélar, færavindur og fleiri tæki sem fyrir- tækið framleiðir. í Hafnarfirði var skoðað hið nýja íþróttahús Hauka. Síðan tók Níels Indriðason, yfirverkfræðingur hjá VST hf., á rnóti gestunum í verk- fræðistofunni en hún annaðist alla verkffæðihönnun íþróttahússins. Níels kynnti starfsemi verkfræði- stofunnar. Arkitektar hússins voru Arkitektar Skógarhlíð ehf. og kom Helgi Már Halldórsson, á fundinn og lýsti byggingunni. A síðasta degi Islandsheimsókn- arinnar var Flugmálastjórn á Reykjavíkurflugvelli heimsótt þar sem Haukur Hauksson aðstoðar- flugmálastjóri fjallaði í erindi um uppbyggingu og rekstur flugvalla á íslandi. Sérstaklega var rætt um skilyrði fyrir flugi við erfiðar að- stæður og möguleika á gerð nýrra flugvalla á Grænlandi í samvinnu við íslendinga. Dagana 13. til 16. október skipu- lagði Grænlandsnefndin ráðstefnu og kynnisferð fimm sveitarstjómar- manna sem hingað komu á vegum KANUKOKA undir forystu Martha Labansen, framkvæmdastjóra sam- bandsins. Fulltrúarnir voru frá Nuuk, Narsaq, Tasiilaq og Uummannaq. Tilgangur fararinnar var að kynnast rekstri íslenskra sveitarfélaga, ffæðast um samvinnu og samstarfsverkefni sveitarfélaga og starf Sambands íslenskra sveitar- félaga. Biskupstungnahreppur var heim- sóttur þar sem Sveinn A. Sæland oddviti og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri sýndu gestunum helstu stofnanir sveitarfélagsins, s.s. grunnskólann í Reykholti, nýbyggt íþróttahús úr límtré, sundlaug og fé- lagsheimilið Aratungu, og skýrðu frá rekstri hreppsins. Borin voru saman verkefúi sveitarfélaga í stijál- býli á íslandi og á Grænlandi. Kynnt voru samstarfsverkefni hreppa í uppsveitum Árnessýslu, s.s. að ferðamálum, og komið að helstu ferðamannastöðum í hreppn- um, Geysi og Gullfossi. Gestgjafarnir sögðu frá þeim breytingum sem víða hafa orðið á atvinnuháttum til sveita og sýndu ræktun blóma með raflýsingu. Á ráðstefnu sem haldin var 15. október að Háaleitisbraut 11 voru erindi flutt um stjómsýslu íslenskra sveitarfélaga, um hlutverk þeirra í samfélaginu, efnahagsumhverfi og fjármál. Ennfremur um samskipti sveitarfélaga og ríkisins og um launakerfi og kjarasamninga í ís- lenskum sveitarfélögum og allt bor- ið saman við aðstæður í Grænlandi. Á fundi með fulltrúum Græn- landsnefndarinnar, formanni sam- bandsins og gestunum var fjallað al- mennt um framhald samskipta ís- lenskra og grænlenskra sveitarfé- laga, um samstarf sveitarstjórnar- sambandanna og möguleika á frek- ari samvinnu á fleiri sviðum. 86

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.