Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 40
MENNINGARMÁL 0 MGNNINGARBORGARSJOÐUR LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK MENNINGARBORGARSJÓÐUR AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM Menntamálaráóherra og borgarstjórinn í Reykjavík hafa stofnað sérstakan sjóð, sem ber heitið Menningar- borgarsjóður, og falið Listahátíð í Reykjavík umsýslu hans. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að fjölbreytilegu menningarstarfi um allt land í framhaldi af menningar- borgarárinu. Stofnframlag sjóósins árið 2001 kemur frá M2000, auk framlags frá ríki og borg sem árlega munu veita fé til hans. Gert er ráó fyrir að úthlutað veröi árlega úr sjóönum og verður fyrsta úthlutun fyrir miðjan júní 2001. Fimm manna úthlutunarnefnd er skipuð tveimur fulltrúum menntamálaráóherra og tveimur fulltrúum borgarstjórans í Reykjavík auk formanns sem stjórn Listahátíðar í Reykjavík skipar. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2001. Auglýst er eftir umsóknum til: • Nýsköpunarverkefna á sviði lista • Menningarverkefna á vegum sveitarfélaga á landsbyggðinni • Menningarverkefna fyrir börn og ungt fólk Umsóknum skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu, verkáætlun, tímaáætlun, upplýsingar um aóstandendur verkefnisins og ítarleg fjárhagsáætlun. • Umsóknarfrestur er til 22. maí 2001 og verður öllum umsóknum svaraó. • Umsóknir skal senda til Listahátíðar í Reykjavík, pósthólf 88,121 Reykjavík, merktar Menningarborgarsjóóur. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Listahátíðar í Reykjavík, Lækjargötu 6b, 101 Reykjavík, sími 561 2444, fax 562 2350, www.listahatid.is Samningur milli menntamálaráðuneyt- isins og allra sveitarfé- laganna á Austurlandi um menningarmál Stefnt er að undirritun samnings milli menntamálaráðuneytisins fyrir hönd ríkisins og allra 16 sveitarfélag- anna á Austurlandi í tengslum við ráðstefnuna „Menningarlandið - stefnumótun í menningarmálum á landsbyggðinni" á Seyðisfirði dagana 14. og 15. maí 2001. Samningurinn er til þriggja ára. Tilgangur samningsins er að efla og styrkja menningarstarf á Austur- landi með því að beina stuðningi ríkis og sveitarfélaga við slíkt starf í einn farveg og auka um leið áhrif sveitar- félaganna á forgangsröðun verkefha. Samhliða samningi ríkisins og sveitarfélaganna er gert ráð fyrir því að sveitarfélögin undirriti samstarfs- samning sín á milli þar sem gerð verði nánari grein fyrir skipan menn- ingarmála á Austurlandi. Meðal ann- ars er gert ráð fyrir því að fjórðungn- um verði skipt í þijú samstarfssvæði en sérstakt menningarráð hafi umsjón með framkvæmd samningsins. Menn- ingarráðið mun síðan starfa í nánu samstarfi við Gunnarsstofhun. Gert er ráð fyrir fjórum sérhæfðum menning- armiðstöðvum á Austurlandi, en þær eru á Seyðisfirði, Austur-Héraði, Fjarðabyggð og í Homafirði. Samn- ingur þessi er sá fyrsti sinnar tegund- ar sem ríkið gerir við heilan lands- fjórðung um eflingu menningar um landsbyggðina. Samningar þessir koma í framhaldi af stefnumótunar- vinnu í menningarmálum sem unnin var á síðasta ári og flest sveitarfélag- anna hafa nú samþykkt. Að undirbún- ingi stefnunnar hafa komið fulltrúar ffá sveitarfélögum á Austurlandi, en verkefnisstjómina við samningsgerð- ina hafa skipað Þorvaldur Jóhanns- son, framkvæmdastjóri SSA, Óðinn Gunnar Óðinsson, frá Þróunarstofu Austurlands, og Karitas Gunnarsdótt- ir, frá menntamálaráðuneytinu. 1 02
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.