Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 22
ERLEND SAMSKIPTI Samskipti við grænlenska sveitar- stjórnarmenn Þórir Sveinsson, jjármálastjóri Isajjarðarbœjar ogfor~maður Grœnlandsnefndar sambandsins Um allmörg ár hafa sveitarstjóm- armenn á Islandi og Grænlandi átt með sér samstarf í tengslum við vinabæjasamskipti sveitarfélaga. Þau samskipti hafa aðallega byggst á heimsóknum kjörinna fulltrúa og stjómenda sveitarfélaganna, starfs- mannaskiptum og heimsóknum íþróttafólks og listamanna svo og þemaverkefnum nemenda. Á Grænlandi eru 18 sveitarfélög og eru tíu íslensk sveitarfélög í formlegum vinabæjatengslum við þarlend sveitarfélög en þau eru Reykjavík, Seltjamames, Kópavog- ur, Hafnarfjörður, Akranes, Isa- fjörður, Akureyri, Fjarðabyggð, Dalvíkurbyggð og Árborg. Áhugi á Grænlandi á tengslum við Island hefur vaxið mjög hin síð- ari ár og hafa grænlenskir sveitar- stjórnarmenn sýnt málinu mikinn áhuga og vilja með öllum ráðum efla tengsl milli þessara tveggja grannþjóða. Samstarfsyfirlýsing sveitar- félagasambandanna Samtök íslensku og grænlensku sveitarfélaganna hafa um nokkurt skeið tekið á móti gestum viðkom- andi landa og sent fúlltnia á ársþing sambandanna. Edward Möller, for- maður KANUKOKA (Sambands grænlenskra sveitarfélaga), ásamt Frank Hedegaard Jörgensen, bæjar- ritara Nanortalik, heimsóttu ísland í apríl 1996 til viðræðna við fúlltrúa sambandsins um hugsanlegt sam- starf á milli landanna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, endurgalt heimsóknina með því að sitja árs- þing grænlenska sveitarstjómarsam- bandsins sem haldið var i Ilulissat í maí það sama ár. Á fimmtíu ára afmælishátíð Sam- bands íslenskra sveitarfélaga í júní 1996 þar sem gestir frá grænlenskra sveitarfélagasambandinu voru við- staddir var í kjölfar viðræðna full- trúa sveitarfélagasambandanna ákveðið að taka upp nánari sam- vinnu milli sveitarstjórnarmanna landanna. Árið áður höfðu verið samin drög að samstarfssáttmála sem hlaut staðfestingu beggja sam- bandanna haustið 1996 og var und- irritaður21. ágúst 1996. Samstarfssáttmálinn er i formi viljayfirlýsingar sem felur m.a. í sér að aðilar auki samstarfið með því að stuðla að nánara samstarfi milli sveitarfélaga á Grænlandi og á ís- landi, milli kjörinna fúlltrúa í sveit- arstjómum og starfsmanna sveitar- félaga, aðstoði við að koma á vina- bæjatengslum, komi á fyrirlestrum og námskeiðum, einkum á sviði stjórnunar og félagsmála fyrir starfsfólk sveitarfélaga og kjörna fulltrúa, stuðli að auknu samstarfi í menningarmálum sérstaklega á sviði skóla- og íþróttamála, vinni að eflingu ferðamála milli landanna og að því að betri samgöngumöguleik- ar milli landanna leiði til aukinnar verslunar og viðskipta þeirra á milli. Grænlandsnefnd A fundi stjórnar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga 25. september 1998 var skipuð nefnd til að vinna að ffamgangi samstarfsyfirlýsingar- innar frá árinu 1996 milli sam- bandsins og grænlenska sveitarfé- lagasambandsins. Grænlandsnefnd- ina skipa Þórir Sveinsson, fjánnála- stjóri í Isafjarðarbæ, formaður, Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, og Unnar Stefánsson, ritstjóri Sveitar- stjómannála. Þá þegar um haustið var hafist handa við að efla tengsl milli land- anna með því að ræða mögulegar leiðir til að vinna að markmiðum samstarfsyfirlýsingarinnar. Nefndin hefur á undangengnum tveimur ámm staðið að og skipulagt inargvíslegar ráðstefnur, fundi og heimsóknir til íslenskra fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga með þátt- töku grænlenskra gesta. Heimsóknir 1999 og 2000 A árinu 1999 tók nefndin á móti tveimur hópum grænlenskra sveitar- stjómarmanna. í byijun júní á því ári komu fjórir fulltrúar fræðslunefndar græn- lenskra sveitarfélaga undir forystu Jakob Janussen, þáverandi fram- kvæmdastjóra KANUKOKA. Full- trúamir voru frá Nuuk, Nanortalik og Tasiilaq. Tilgangur fararinnar var að kynnast námskeiðahaldi á ís- landi fyrir starfsmenn sveitarfélaga og að ræða samstarf á grundvelli gildandi samstarfsyfírlýsingar sveit- arfélagasambandanna. Gestunum var kynnt starfsemi fé- lagsþjónustu Reykjavíkurborgar, námskeiðahald, starfsmannaáætlun og starfsmannastefna borgarinnar. Ennfremur námskeið á vegum ým- issa fyrirtækja og stofúana, s.s. Nýs- is ehf., Endurmenntunarstofnunar Háskóla Islands, Námsflokka Reykjavíkur, Reksturs og ráðgjafar 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.