Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 22
ERLEND SAMSKIPTI Samskipti við grænlenska sveitar- stjórnarmenn Þórir Sveinsson, jjármálastjóri Isajjarðarbœjar ogfor~maður Grœnlandsnefndar sambandsins Um allmörg ár hafa sveitarstjóm- armenn á Islandi og Grænlandi átt með sér samstarf í tengslum við vinabæjasamskipti sveitarfélaga. Þau samskipti hafa aðallega byggst á heimsóknum kjörinna fulltrúa og stjómenda sveitarfélaganna, starfs- mannaskiptum og heimsóknum íþróttafólks og listamanna svo og þemaverkefnum nemenda. Á Grænlandi eru 18 sveitarfélög og eru tíu íslensk sveitarfélög í formlegum vinabæjatengslum við þarlend sveitarfélög en þau eru Reykjavík, Seltjamames, Kópavog- ur, Hafnarfjörður, Akranes, Isa- fjörður, Akureyri, Fjarðabyggð, Dalvíkurbyggð og Árborg. Áhugi á Grænlandi á tengslum við Island hefur vaxið mjög hin síð- ari ár og hafa grænlenskir sveitar- stjórnarmenn sýnt málinu mikinn áhuga og vilja með öllum ráðum efla tengsl milli þessara tveggja grannþjóða. Samstarfsyfirlýsing sveitar- félagasambandanna Samtök íslensku og grænlensku sveitarfélaganna hafa um nokkurt skeið tekið á móti gestum viðkom- andi landa og sent fúlltnia á ársþing sambandanna. Edward Möller, for- maður KANUKOKA (Sambands grænlenskra sveitarfélaga), ásamt Frank Hedegaard Jörgensen, bæjar- ritara Nanortalik, heimsóttu ísland í apríl 1996 til viðræðna við fúlltrúa sambandsins um hugsanlegt sam- starf á milli landanna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, endurgalt heimsóknina með því að sitja árs- þing grænlenska sveitarstjómarsam- bandsins sem haldið var i Ilulissat í maí það sama ár. Á fimmtíu ára afmælishátíð Sam- bands íslenskra sveitarfélaga í júní 1996 þar sem gestir frá grænlenskra sveitarfélagasambandinu voru við- staddir var í kjölfar viðræðna full- trúa sveitarfélagasambandanna ákveðið að taka upp nánari sam- vinnu milli sveitarstjórnarmanna landanna. Árið áður höfðu verið samin drög að samstarfssáttmála sem hlaut staðfestingu beggja sam- bandanna haustið 1996 og var und- irritaður21. ágúst 1996. Samstarfssáttmálinn er i formi viljayfirlýsingar sem felur m.a. í sér að aðilar auki samstarfið með því að stuðla að nánara samstarfi milli sveitarfélaga á Grænlandi og á ís- landi, milli kjörinna fúlltrúa í sveit- arstjómum og starfsmanna sveitar- félaga, aðstoði við að koma á vina- bæjatengslum, komi á fyrirlestrum og námskeiðum, einkum á sviði stjórnunar og félagsmála fyrir starfsfólk sveitarfélaga og kjörna fulltrúa, stuðli að auknu samstarfi í menningarmálum sérstaklega á sviði skóla- og íþróttamála, vinni að eflingu ferðamála milli landanna og að því að betri samgöngumöguleik- ar milli landanna leiði til aukinnar verslunar og viðskipta þeirra á milli. Grænlandsnefnd A fundi stjórnar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga 25. september 1998 var skipuð nefnd til að vinna að ffamgangi samstarfsyfirlýsingar- innar frá árinu 1996 milli sam- bandsins og grænlenska sveitarfé- lagasambandsins. Grænlandsnefnd- ina skipa Þórir Sveinsson, fjánnála- stjóri í Isafjarðarbæ, formaður, Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, og Unnar Stefánsson, ritstjóri Sveitar- stjómannála. Þá þegar um haustið var hafist handa við að efla tengsl milli land- anna með því að ræða mögulegar leiðir til að vinna að markmiðum samstarfsyfirlýsingarinnar. Nefndin hefur á undangengnum tveimur ámm staðið að og skipulagt inargvíslegar ráðstefnur, fundi og heimsóknir til íslenskra fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga með þátt- töku grænlenskra gesta. Heimsóknir 1999 og 2000 A árinu 1999 tók nefndin á móti tveimur hópum grænlenskra sveitar- stjómarmanna. í byijun júní á því ári komu fjórir fulltrúar fræðslunefndar græn- lenskra sveitarfélaga undir forystu Jakob Janussen, þáverandi fram- kvæmdastjóra KANUKOKA. Full- trúamir voru frá Nuuk, Nanortalik og Tasiilaq. Tilgangur fararinnar var að kynnast námskeiðahaldi á ís- landi fyrir starfsmenn sveitarfélaga og að ræða samstarf á grundvelli gildandi samstarfsyfírlýsingar sveit- arfélagasambandanna. Gestunum var kynnt starfsemi fé- lagsþjónustu Reykjavíkurborgar, námskeiðahald, starfsmannaáætlun og starfsmannastefna borgarinnar. Ennfremur námskeið á vegum ým- issa fyrirtækja og stofúana, s.s. Nýs- is ehf., Endurmenntunarstofnunar Háskóla Islands, Námsflokka Reykjavíkur, Reksturs og ráðgjafar 84

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.