Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 10
SAMTALIÐ Til vinstri: Nýja skíðalyftan í vestanverðum Tindastóli. Togbrautin getur flutt 900 manns á klukkustund úr 445 metra hæð yfir sjávar- máli í 687 metra hæð. Mjög mikil aðsókn hefur verið á skíðasvæðið sl. vetur. Gimli í Kanada og hefiir það samstarf verið mjög virkt. Nú er Skagaijörður í forystu varðandi tengsl vestur um haf og er gaman að tengja það sögunni, en Þorfinnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnardóttir voru landkönn- uðir á Vínlandi áður en þau settust að í Skagafirði.“ - Nýtur liéraðið skáldanua Stefáns G. og Bólu-Hjáilmars í sambandi við komu og viódvöl ferðafólks? „Ég er ekki viss um að svo sé nema að litlu leyti. Hins vegar erum við nú að vinna að menningartengdri ferða- mennsku og höfum ráðið fræðimann í samstarfi við Hólaskóla til þess að þróa slíkt verkefni. Þar munu sögustaðir okkar fá mikið hlutverk og hefur sögusvið Sturlungu verið nefnt í því sambandi. Einnig verður minnt á ýmsar frægar persónur og þar fá höfúðskáldin okkar einnig sinn sess. Árið 2003 verða 150 ár liðin ffá fæðingu Stefáns G. og á ég von á því að þess verði minnst með viðeigandi hætti. Fleiri má vissulega nefna í þessu sambandi, eins og séra Hallgrím Pétursson. Við erum með upplýsingamiðstöð í Varmahlíð og við ætlum að efla þá starfsemi og auka þannig þjónustu við ferða- menn. Einnig hefúr verið ákveðið að ráða ferðamálafúll- trúa sem mun starfa hjá Hring hf. en það er atvinnuþró- unarfélag Skagaijarðar.“ - Á œskuárum mínum Iteyrði ég Sauðárkrók oftast nefndan í sambandi við tónlist og leiklist, einkum Eyþór Stefánson er samdi Lindina og Stefán Islundi er söng Ökuljóó. Ná skilst mér að Skagfirðingar séu mesta að- dráttarajlið á stœrsta skemmtistaðnum i höfuðborginni, karlakórinn Heimir, Alftagerðisbrœður og hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Á liljómlist sterk ítök í Skagfirð- ingum? „Það er engin spuming og ekki hvað síst söngurinn. Hinn 23. janúar sl. var þess minnst að 100 ár vom frá fæðingu Eyþórs Stefánssonar tónskálds og heiðursborg- ara Sauðárkróksbæjar. Eyþór var ekki aðeins afkasta- mikið tónskáld heldur tók hann mjög virkan þátt í tón- listarlífí, lék í lúðrasveit og var organisti kirkjunnar í ára- tugi. Hann starfaði að auki rnikið með leikfélaginu og í ungmennafélaginu Tindastóli. Skagfirðingar búa vel að þeim gmnni sem lagður var í menningarmálunum á ný- liðinni öld. Karlakórinn er mjög öflugur og hlaut t.d. góðar undirtektir á heimssýningunni í Hannover þar sem hann söng á sl. sumri. Hljómsveit Geirmundar er sívin- sæl og hefúr ferðast víða um land og leikið við góðar undirtektir í þrjátíu ár um þessar mundir. Álftagerðis- bræður em einnig mjög vinsælir og það er alveg ótrúlega mikið að gera hjá þeim við að syngja og skemmta fólki víðs vegar um land. Undirleikari þeirra er Stefán R. Gíslason, en hann er einnig stjómandi Heimis, og em störf hans mikils metin í Skagafírði." - Hefur þú trú á að nýr vegur lir Húnaþingi um Þverár- Jjall og vœntanleg tenging við Eyjafjörð á norðanverðum Tröllaskaga muni auka ferðamannastraum og efia noró- anverðan Skagafjörð? „Nýr vegur um Þverárfjall er vissulega mikilvægur fyrir þetta svæði og mun efalaust efla tengsl okkar við Húnvetninga, ekki sist við Skagaströnd. Tenging við Eyjafjörð mun einnig koma okkur til góða, þó betra væri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.