Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 26
ERLEND SAMSKIPTI NBD 2001 í Helsingfors 9.-11. september Ólafur Jensson jramkvœmdastjóri Norrænir byggingardagar, NBD 2000 (Nordisk byggedag), voru haldnir Malmö í Svíþjóð dagana 10.-12. septemberá sl. ári. Meginviðfangsefnið var Eyrar- sundsbrúin, hönnun hennar, bygg- ing, fjármögnun og síðast en ekki síst áhrif hennar á allt mannlíf sitt hvorum megin við hana. Ráðstefnan var vel sótt og vettvangsferðir mjög vel heppnaðar. Mesta athygli vakti erindi Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, um hin miklu áform Svía að byggja upp syðsta hluta Svíþjóðar og um hið mikil- væga hlutverk sem Svíþjóð myndi gegna fyrir Norður-Evrópu. Uffe Ellemann-Jensen, fyrrver- andi utanríkisráðherra Danmerkur, flutti einnig mjög fróðlegt erindi um áhrif brúarinnar á samskipti allra þjóðanna við Eystrasaltið og Norð- urlandanna. Næstu Norrænu byggingardagar, NBD 2001, verða haldnir í Helsing- fors í Finnlandi sunnudaginn 9. til þriðjudagsins 11. september. Helsingfors var ein af menningar- borgum Evrópu árið 2000. Af því tilefni var gert mikið átak m.a. til að fegra borgina og hvers konar menn- ingarviðburðir fóru fram í hinum fegurstu byggingum enda eru Finn- ar heimsffægir fyrir glæsilega bygg- ingarlist. Ráðstefnan verður með svipuðu sniði og hjá okkur 1999, samanber grein í Sveitarstjómarmálum 3. tbl. 2000, þ.e.a.s. áhugaverð fagleg er- indi og spennandi skoðunarferðir á helstu byggingarsvæði í Helsing- fors, fylgst með framkvæmdum og merkileg mannvirki skoðuð undir leiðsögn þeirra sem koma að öllum þáttum framkvæmda. Ennfremur verða frægustu eldri sem yngri hús skoðuð. Einnig standa til boða ýms- ar ferðir um Finnland, til St Péturs- borgar og Eystrasaltsríkjanna. Þema ráðstefnunnar er: „Helsingfors - staður til að mætast og tengir austur og vestur“. Á þessum norrænu dögum er einnig boð til borgarstjórans í Ráð- húsinu og hefðbundinn kvöldfagn- aður í ráðstefnuhöllinni „Marina Congress Centre". Þetta og margt fleira er gert til að efla vináttu og tengsl milli þeirra Norðurlandabúa sem m.a. vinna við skipulag, hönn- un, fjármögnun og framkvæmdir mannvirkja. Fyrirhugað er að efna til hópferð- ar og/eða að fá hagstæð fargjöld á ráðstefnuna. Frekari upplýsingar veitir ritari NBD á íslandi, Ólafur Jensson, í símum: 561 9036 og 894 6456 - símbréf: 561 9037 netfang: olijens@isl.is Næsta norræna sveitarstjórnar- ráðstefna í Esbo í Finnlandi 5.-7. maí 2002 Næsta norræna sveitarstjórnarráð- stefna verður haldin í menningar- miðstöðinni í Esbo, útborg Helsinki, dagana 5.-7. maí 2002. Meginefni ráðstefnunnar verður mönnun stofnana sveitarfélaganna, einkum þeirra sem sinna umönnun, s.s. leikskóla, dvalarheimila og hjúkrunarheimila aldraðra. Rætt verður m.a. hvemig unnt sé að gera þessar stofnanir meira aðlaðandi sem vinnustaði. í þeim efnum er m.a. horft til ungs fólks, þeirra sem látið hafa af starfi sökum aldurs og erlends vinnuafls og aðlögun þess að aðstæðum í nýju landi. Hvar- vetna á Norðurlöndum virðist mönnun þessara stofnana vera eitt brýnasta verkefni sveitarfélaga að mati undirbúningsnefndar ráðstefn- unnar. í tengslum við þetta meginþema verðu rætt hvemig nota má framfar- ir í upplýsingatækni við lausn á þessu verkefni og kynnt hvernig sveitarfélagið Esbo ber sig að í þeim efnum. Einnig standa vonir til að kynnt verði reynsla danskra sveitar- félaga sem nú gera tilraunir á þessu sviði. Norræna sveitarstjómarráðstefnan er haldin annað hvert ár. Hún verður árið 2004 haldin hér á landi. 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.