Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 56
FERÐAMÁL Ferðamálafulltrúar stofna félag til eflingar samstarfi og fræðslu AsborgArnþórsdóttir, ferðamálafulltníi Uppsveita Arnessýslu Umhverfi ferðaþjónustunnar á ís- landi hefur breyst gífurlega að und- anfómu og er gjaman talað um að ferðaþjónustan sé loksins orðin al- vöru atvinnugrein sem taka beri alvarlega. Tölumar tala sínu máli, á síðasta ári fór fjöldi erlendra gesta til landsins yfir 300.000 sem er 40 þúsund fleiri en árið áður og er aukningin þar með orðin 50% á þremur árum. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu á síðasta ári vom 30 milljarðar og er ferðaþjónustan þar með komin í annað sæti, næst á eftir sjávarútvegi. Vöxtur greinarinnar hefúr farið töluvert fram úr áætlun- urn sem flestar hafa gert ráð fyrir 6-8% aukningu milli ára. Þessar breytingar kalla á fjölbreytt sérhæfð störf, öfluga upplýsingamiðlun og faglega ráðgjöf. Ferðamálafulltrúar eru vaxandi stétt á Islandi þrátt fyrir að starfs- heitið sé tiltölulega ungt. Með ört vaxandi ferðaþjónustu á undanföm- um árum og örum breytingum á starfsumhverfi greinarinnar hefur þörf fyrir slíka starfskrafta aukist mjög. Helstu samstarfsaðilar ferða- málafulltrúa eru sveitarfélög og ferðaþjónustuaðilar og gegna þeir ásamt atvinnuráðgjöfúm mikilvægu hlutverki i þróun ferðaþjónustunnar og stefnumótun. Starfsvettvangur og vinnuumhverfi starfandi ferða- málafulltrúa er mjög mismunandi, en engu að síður hafa þeir haft með sér óformlegt samstarf, hist reglu- lega og ráðið ráðum sínum. Til slíkra samráðsfunda hefur gjaman verið boðið forsvarsmönnum stofn- ana og samtaka í ferðaþjónustu. Einnig hafa ferðamálafúlltrúar tekið þátt í samstarfi innan ferðaþjónust- unnar hérlendis, sem og erlendis. I framhaldi af þessari góðu sam- vinnu ákváðu ferðamálafulltrúar á íslandi að stofna með sér félag sem vettvang fyrir samstarf, faglega um- ræðu og fræðslu. Aðild að félaginu eiga einnig forstöðumenn upplýs- ingamiðstöðva. Upplýsingamið- stöðvum ijölgar nú ár frá ári enda er öflug upplýsingamiðlun sífellt mik- ilvægari í ljósi breytinga á ferða- venjurn í þá vem að æ fleiri ferðast Ferðamálafulltrúar á fundl í Vestmannaeyjum. A myndlnnl eru, tallð frá vlnstrl, Ásborg Arnþórsdóttlr, ferðamálafulltrúl Uppsvelta Árnessýslu, Johan D. Jónsson, ferðamála- fulltrúl Suðurnesja, Slgríður Slgmarsdóttlr, forstöðumaður Upplýslngamlðstöðvar Vest- mannaeyja, Gunnlaugur Elnarsson, ferðamála- og markaðsfulltrúl Grlndavíkur, Aurora Frlðrlksdóttlr, ferðamálafulltrúi Vestmannaeyja, Ómar Banine, ferðamálafulltrúi, At- vinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Sigríður Hrönn Theodórsdóttir, ferðamálafulltrúi/at- vinnuráðgjafi, Atvinnuráðgjöf Vesturlands, Jakob Frímann Þorsteinsson, atvinnumála- ráðgjafi, Atvinnuþróunarfélagi Skagafjarðar, Jón Halldór Jónasson, ferðamálafulltrúi og forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar Hafnarfjarðar, Hrafnhildur Tryggvadóttir, for- stöðumaður Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands, Sigríður Þórðardóttir, þróunarsviði Byggðastofnunar, Jóhanna Gísladóttir, Markaðsstofu Austurlands, Brynj- ar Sindri Sigurðsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi, Þrótti - samtökum um atvinnu- og ferðamál, Siglufirði, Þorvarður Guðmundsson, ferðamálafulltrúi Húnaþings vestra, Inga Huld Sigurðardóttir, ferðamálafulltrúi Vesturlands, Haukur Garðarsson, ferða- og mark- aðsfulltrúi A-Húnavatnssýslu, og Davíð Samúelsson, forstöðumaður Upplýsingamið- stöðvar Suðurlands. Ljósm. Sigurgeir Jónasson. 1 1 8

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.